Vikan


Vikan - 05.01.1978, Blaðsíða 43

Vikan - 05.01.1978, Blaðsíða 43
Fékkþær viðtökur, semhún áskHið. Hafliði Vilhe/msson rithöfundur er 23 ára gamall Reykvíkingur, sem vakið hefur athygli með skáldsögu sinni ,,Leið 12 — Hlemmur Fell." Hafliði sagðist halda, að bók sín ,,Leið 12 — Hlemmur Fell" hefði bara fengið nákvæmlega sömu viðtökur og hún átti skilið. Bókina hefði hann að mestu leyti skrifað á liðnu ári, en þó byrjað aðeins á henni árið áður. Á þessu ári sagðist hann hafa í huga að heimsækja Stratford Upon Avon, en annars ætlaði hann að reyna að komast hjá sem mestu erfiði og láta tímann líða í næði, hafa sem minnst fyrir hlutunum. Hann sagðist og vona, að komist yrði hjá kjarn- orkustyrjöld á árinu, en að öðru leyti á hann von á því, að árið verði ósköp venjulegt. Yfirkeyrði sig í upphafi árs ingunn Einarsdóttir 1rja/síþró ttakona er 22 ára, fædd og uppalin á Akureyri, og hefurstaðið sig vel í mörgum greinum frjálsra íþrótta. Ingunn var ekki ánægð með árið 1977. Sagðist hún hafa yfirkeyrt sig þegar í upphafi ársins og aldrei komist á toppinn af þeim sökum. — Ég var með alltof margar greinar í takinu, og það kom niður á árangrinum. Ætli 400 m hlaup hafi ekki verið einna best hjá mér. — Ég stefni nú að því að fara utan í mars n.k. og kem ekki heim aftur fyrr en í september. Fyrst verð ég á Ítalíu, en svo í Þýskalandi. Auðvitað verð ég fyrst og fremst að æfa og keppa og stefni á Evrópumeistaramót utanhúss, sem verður haldið í Prag næsta haust. Nú svo er líka farið að styttast í Ólympíuleikana í Moskvu. — Ég vona, að þetta ár verði gott, og ég stefni bara að því að bæta mig. (Forsíðuviðtal við Ingunni birtist í 7. tbl. Vikunnar 1977). Ernátægtmeti Sigurðar Þingeyings Sonja María Hreiðarsdóttir úr Njarðvíkum er aðeins 14 ára gömul, en á nú orðið fjögur íslandsmet í sundi — í 100 m og 200 m bringusundi í 50 m laug og 20 og 400 m bringusundi í 25 m laug. Við spurðum, hvenær hún hefði byrjað að synda með keppni fyrir augum. — Bróðir minn var í sundi, og ég mætti fyrst með honum 8 ára gömul, en byrjaði ekki að synda af neinni alvöru, fyrr en ég var orðin 10 ára. — Hvenær settirðu fyrsta metið? — í 200 m baksundi, setti þá telpnamet 12 ára og yngri. — Hvert er besta sundafrek þitt miðað við stig? — Það er 200 m bringusundið, 2.52.2, sem ég setti í 8 landa keppninni í sumar. — Er það rétt, að þetta met þitt sé svipaður árangur og Sigurður Þingeyingur átti bestan? — Það er eitthvað nálægt metinu, sem hann setti á Norðurlandameistaramóti á sín- um tíma, en ég held, að hans tími sé dálítið betri. — Hvað er framundan hjá þér á árinu? — 8 landa keppni í Israel í júlí og svo Unglingameistaramót Norð- urlanda seinna í vetur. — Ertu dugleg að æfa? — Ég hef aldrei verið eins dugleg við það og einmitt núna, og vona að ég geti bætt árangurinn eitthvað. Þess skal getið í lokin, að Sonja er í 2. þekk Álftamýrarskóla, óg í sumar vann hún í fiski á Kirkju- sandi. Nokkur dæmium ungt fólk sem vakti athyli á árinusem varað líða Hefur verið boðið t/7 Júgós/avíu Guðlaug Þorsteinsdóttir sem er aðeins 16 ára gömul, vann það afrek að verða Norður- landameistari kvenna í skák í Finnlandi fyrr á árinu 1977. Við spurðum hana, hvað lægi fyrir á árinu, sem er að byrja. — Mér hefur verið boðið að taka þátt í Evrópumeistaramóti kvenna, 20 ára og yngri, sem fram fer í janúar í Júgóslavíu, en það er ekki ennþá ákveðið, hvort ég fer. Svo verður sterkt kvennamót í Danmörku um páskana með þátttöku kvenna að vestan og austan, en ég veit ekkert um, hvort ég verð þar meðal þátttakenda. — Hvað gerir þú í tómstundum? — Fyrir utan skákina er ég að læra á píanó. — Ertu kannski betri á píanó en Jón L. Árnason ? — Það veit ég ekki, en ætli ég sé ekki kominn eitthvað lengra í píanónáminu. — Teflirðu mikið núna? — Nei, ég hef haft mikið að gera í skólanum, en ég er í stærð- fræðideild MR, og svo kenni ég skák í Kársnesskóla tvisvar í viku milli kl. 5 og 7. — Ertu nokkuð orðin afhuga skákinni? — Nei, en ég hef ekki mikið hugsað um framhaldið, eða hvað ég ætla að taka mér fyrir hendur eftir námið. — Hvað ætlarðu að gera í sumar? — Ég hef síðastliðin þrjú sumur unnið hjá Lyfjaverslun ríkisins, kannski verð ég þar aftur í sumar. 1» 1 • TBL. VIKAN43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.