Vikan


Vikan - 05.01.1978, Blaðsíða 17

Vikan - 05.01.1978, Blaðsíða 17
Rætt við Maríu Perello fararstjóra Akureyri ísvart/hvítu Það er ekki þægilegasta tilfinning, sem maður getur fengið, að vera ,,mállaus" í útlöndum og geta kannski í mesta lagi sagt ,,ég elska þig" á tungumáli þeirrar þjóðar, sem viðkomandi er staddur hjá þá stundina. Farþegar, sem ferðast með SAMVINNUFERÐUM.þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af slíku vandamáli, því fararstjóri Samvinnuferða þar er eins spænskur og eyjarnar sjálfar, en talar auk þess prýðilega íslensku. finnst ísland stórkostlegt land. Fyrstu kynni mín af landinu voru þau, að ég kom til Akureyrar seint að kvöldi í marsmánuði 1975, og ég gleymi aldrei tilfinningunni, þegar ég vaknaði morguninn eftir og leit út um gluggann. Það var kafsnjór og alskýjað, fjörðurinn allur grár, og mér fannst ég vera að horfa á kvikmynd í svart/hvítu! Ég hafði aldrei fyrr séð svona mikinn snjó. — Hvað gerðirðu á islandi? — Fyrst vann ég á Elliheimilinu á Akureyri í hálft ár, en þá fór ég til Reykjavíkur í Háskólann. Með náminu vann ég við húshjálp, en ég hætti svo í skólanum í mars/apríl 1976, og þá fór ég að vinna í Ingólfsbrunni. Ég kenndi líka spænsku, bæði hjá Náms- flokkunum og eins í einkatímum. — Var ekkert erfitt að fá vinnu á íslandi? — Nei, þetta vinafólk mitt, sem er spænskt, vann þarna fyrir norðan, og þau höfðu sagt okkur, að það yrði ekki erfitt fyrir okkur að fá vinnu, svo við komum bara til íslands upp á von og óvon um að fá eitthvað að gera, en það gekk strax. — Hvernig gekk svo að læra íslenskuna? — Fyrst skildum við auðvitað ekki eitt einasta orð, og ég hélt ég gæti aldrei lært þetta, mér fannst málfræðin svo erfið. Svo bara spurðum við um einstaka orð, sem hljómaði í eyrum manns alla daga, og allir voru mjög hjálplegir og aðstoðuðu okkur eftir fremsta megni, svo þetta kom allt saman. í spænskunni er ekkert um beygingar, við beygjum bara eignarfornöfn og persónufornöfn, en ég hafði lært grísku og latínu í menntaskóla, svo ég vissi um þessar beygmgar! — Eru lauFi betri á íslandi heldur en á Spáni, miðað við samskonar vinnu? — Já mun betri! Á Spáni eru skrifstofustörf og bankastörf best borguð, en það fer líka mikið eftir því, hvernig yfirmanni þínum líkar við þig! — Ég man líka, að þegar við vorum á Akureyri, þá borguð- um við 8000 kr. í fæði og húsnæði á mánuði, og það þótti mér mjög lítið, miðað við það sem gerist og gengur á Spáni. — Heldurðu að íslendingar séu „erfiðari" en aðrir ferðamenn, t.d. í sambandi við drykkju? — Nei, það tel ég ekki vera. Ég er reyndar svo nýbyrjuð í þessu starfi, að ég er kannski ekki rétta manneskjan til að dæma um það, en þeir íslendingar, sem ég hef tekið á móti hér, hafa verið mjög almennilegir, og ég hef aldrei lent í neinum vandræðum með einn einasta þeirra. — Gætirðu hugsað þér að setjast að á íslandi? — Já, það gæti ég hugsað mér, ef ég fengi vinnu við mitt hæfi. Annars langar mig til að ferðast meira um heiminn og læra fleiri tungumál. akm. 1. TBL. VIKAN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.