Vikan


Vikan - 05.01.1978, Blaðsíða 13

Vikan - 05.01.1978, Blaðsíða 13
ístöðulítinn sælkera eins og Lou. Hinar skrifstofustúlkurnar voru móðurlegar konur, sem dáðust að fallegri húð hennar, bláum augum og dökku hárinu. Þegar hún var tuttugu ára, varð hún einkaritari elsta eigandans, Cedrics. Hinir tveir eigendurnir voru Albert gamli og Albert ungi, unglingur á fimmtugsaldri. Að lokum ákvað hr. Cedric, að tími væri kominn til að liann hætti, og hann sagði Lou, að hún ætti að verða einkaritari ungs, fjarlægs ættingja, Peters að nafni, sem ætlaði að ganga inn i fyrirtækið. Hinn ungi sonur Alberts neitaði að leggja fyrir sig lög. Síðasta daginn sagði hr. Cedric við Lou í trúnaði: ,,Ég treysti því, að þú aðstoðir þennan unga mann, ungfrú Broadhead. Háar einkunnir jafnast ekki á við reynslu. Þessir ungu menn halda, að þeir viti allt, en hann á eftir að læra, rétt eins og ég og þú höfum þurft að læra.” Lou hrökk við og varð ergileg yfir orðum hans, svo hún fór og horfði lengi á sig í speglinum í fataheng- inu. Þegar hún leit feitt, bleikt andlitið krýnt gamaldags perma- netti og viðan, dökkan kjólinn sniðinn til að fela vaxtarlagið, sá hún að hún varð að fyrirgefa hr. Cedric. Hún sór, að hún skyldi grenna sig — en einhvern veginn kom matseld móður hennar í veg fyrir þann góða ásetning.... mjög, mjög myndarlegur. Sem betur fór kallaði hann ekki á Lou, fyrr en hún var búin að jafna sig. Þegar hún gekk inn, leit hann upp, hrukkaði freknótt ennið og sagði: ,,Ég þekki þig. Þú ert systir hans Des feita, er það ekki?” „Tviburasystir hans,” sagði Lou snöggt. „Stórfínt.” Hann hrærði í rauðu hárinu. „Ég kemst ekki yfir það, að þú skyldir birtast hér. Bakar mamma þín ennþá þessa frábæru súkkulaðiköku? ’ ’ „Já,” sagði Lou, og þetta kvöld byrjaði hún á ströngum kúr. Mánuðirnir siluðust áfram, og spikið rann. Mamma var áhyggju- full, og fólkið á sk-'" tofunni fussaði, en Jennings tók ekki eftir neinu. Hann hafði sín eigin vandamál. Albert unga var illa við hann. Albert gamli var ekki upp á marga fiska, og svo kærulaus og dreyminn maður sem Jennings P. G. var ekki beint efni í lögfræðing. Móðir hans hafði dóið fyrir mörgum árum, og hann bjó með þremur öðrum piparsveinum i mikilli óreiðu. Ástarlíf hans var líka alltaf ákaflega flókið. Hann var sérstaklega laginn við að eignast mjög óviðeigandi vin- stúlkur, sem hringdu svo í hann á óhentugum tímum. Saman voru Lou og Jennings stöðugt að gera hernaðaráætlanir um að laða eina að og losria við aðra. Dag einn eftir að Lou hafði tekist að bægja frá áköfum kvenmanni i simanum, sagði hann: „Þú ert stórkostleg stúlka. Hvers vegna geta ekki allar stúlkur verið eins og þú, vingjarnlegar og skynsamar?” En hann leit aldrei almennilega á hana eftir fyrsta daginn. Honum gekk líka illa við að semja bréf. Einn laugardagsmorgun, þeg- ar hann var að skrifa undir nokkur bréf af mikilli nákvæmni, sagði hann: „Notaði ég virkilega þetta frábæra orðalag!” „Ég breytti aðeins orðalaginu.... Ég gerði það líka fyrir Cedric.” „Vertu ekki að afsaka þig, elskan. Hann sagði, að þú væri gimsteinn.” Lou reyndi að fá hann til að líta á sig. Hún var i nýjum kjól, ljósgul- um, og hann féll eins vel að henni og hýðið að banananum. En hann filtaði bara við bindið sitt og sagði: „Hvaða lögfræðingur vinnur á laugardögum?” Ég er farinn til að klæða mig í galla- buxurnar og fæ mér síðan bjór, samloku og að spila biljarð. Spilar þú biljarð? Nei, auðvitað ekki.” Hann gekk að dyrunum og kallaði: „Skemmtu þér vel um helgina, elskan.” Lou gat ekki borðað steikina, sem móðir hennar steikti handa henni i hádeginu. „Þú verður að engu, Lou,” mótmæti frú Broadhead. „Þessi megrun er fáranleg....” „Ég er ekki í megrun. Ég er bara hætt að vera svöng.” Lou var orðin örvæntingarfull. Ef hann bara liti einu sinni rækilega á hana. Ef bara eitthvað myndi gerast... Seinnipart mánudagsins gerðist nokkuð, sem var næsta hræði- legt. Albert gamli féll i öngvit i litlu birgðageymslunni og lá fastur við dyrnar, svo þau gátu ekki opnað. „Það er lítill gluggi hinum megin,” sagði Albert ungi, og allt starfsliðið rauk út í port til að líta á hann. „Heldurðu, að þú komist innum hann, Peter?” En þau vissu öll, að hann gat það ekki. Allt í einu leit Lou niður ó fallegu peysuna sína og pilsið og fann til gleði yfir að vera grönn. „Bíðið,” sagði hún og fór inn á skrifstofuna til að ná í gallabuxurnar í töskunni sinni. Nokkrum mínútum síðar vó hún salt á öxlunum á Jennings P.G. og mjakaði sér inn um gluggapn. Um stund hélt Lou, að hún væri föst. Þá spriklaði hún í örvæntingu og lenti svo með hendurnar fyrst á einum skjalaskápanna. Albert gamli var meðvitundarlaus og lá í mjög undarlegum stellingum, hakan þrýstist að brjósti hans, og hnén voru kreppt undir honum. Lou dokaði um stund óviss, en HENNI DATT aldrei i hug að þessi nýi Jennings væri hennar Jennings, svo að henni brá heldur betur í brún, þegar, hár, rauðhærður maður æddi inn. Það var Jennings P. G„ með slétta húð og fyllri í andliti — og dró hann siðan afturábak, svo að hin gætu opnað geymsludyrnar. Það var hringt á sjúkrabíl, og það var farið með hann, með meðvitund og maldandi i móinn, á spítalann. HÁLFTlMA SlÐAR, þegar Lou var að vélrita bréf, æddi Jennings P.G. inn á skrifstofuna. „Ungfrú Broadhead, égþarf að tala við þig,” sagði hann nokkuð kuldalega. Hvað nú? Hefði hún ekki átt að draga Albert frá dyrunum? Jennings P.G. hafði aldrei talað til hennar á þennan hátt áður og sjaldan kallað hana ungfrú Broadhead. Lou fór á eftir honum og skildi dyrnar aftir opnar. Hann gekk aftur fyrir hana til að loka þeim og starði á hana. Lou hafði fundist það ómögulegt, að hann horfði aldrei á hana. Núna þegar hann horfði á hana, varð henni óþægilega heitt. „Þeir sögðu, að álagið á lungna- pípunum hefði drepið hann, ef hann hefði legið svona mikið lengur. Þú bjargaðir lífi hans....” „Hvaða vitleysa,” stamaði Lou, „ég bara....” „Hefurðu alltaf gallabuxur með þér á skrifstofuna?” Hún blikkaði augunum. „Ég ætla að hjólpa vini að mála í kvöld eftir vinnu.” „Karlmanni auðvitað?” „Nei,” sagði hún titrandi röddu.” Hann kom og tók um mitti hennar. Fingur hans mættust. Hann hristi höfuðið. „Ég skil ekki.” „Hvað?” spurði Lou. „Ég hélt alltaf, að þú værir.... frekar...” „Frekar feit?” „Nú .... það sem mamma kallaði „þybbin” stúlka. Af hverju varstu kölluð „feitabolla?” Lou hló taugaóstyrk. „Bara gælunafn, eins og Jennings P. G„ ég kalla þig það alltaf.” „Gerirðu það? En skemmtilegt. En hvað heitir þú annars?” „Mamma kallar mig Lou.” „Það er ekki nógu gott fyrir svo dásamlega stúlku, sem þú ert. Lulu, hvemig er það? Hvað máli skiptir það annars?” Hann beygði sig niður, og þegar varir þeirra mættust, vissi Lou, að ímyndin um feitu stúlkuna var gleymd. ENDIR 1. TBL. VIKAN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.