Vikan


Vikan - 05.01.1978, Blaðsíða 48

Vikan - 05.01.1978, Blaðsíða 48
MHBLL/X Crisan er sjampo sem eyðir flösu í raun og veru. íslenskar leiðbeiningar á flöskunni. Crisan flösusjampo fæst í apótekum, snyrtivöruverslunum og flestum matvöru- verslunum. HALLDOR JONSSON HF Dugguvogi 8 hvers vegna í ósköpunum við værum orðnir svona miklir föður- landsvinir. Það var ekki fyrr en þá, að hann horfði á mig opinmynntur um leið og bros birtist hægt á andliti hans og sagði: ,,Þeir halda, að við eigum við ítaliu, og í rauninni er þetta stúlka.... Þú ert slyngur náungi, þetta var fin hugmynd hjá þér.” Þessu fór fram i tvo mánuði eða jafnvel lengur. Þá var það dag einn, eftir að við höfðum skilið við ftalíu eins og venjulega í Terracina og haldið áfram til Napoli, að okkur bárust fyrirmæli um að afhlaða og fara strax aftur til Rómar í stað þess að gista um nóttina í Napoli. Ég var leiður yfir þessu, vegna þess að við áttum stefnumót við Italiu næsta morgun. En þetta var nú skipun. Ég tók við stýrinu, og Palombi byrjaði strax að hrjóta. Allt gekk vel til Itri, vegna þess að margar beygjur voru á veginum, og á kvöldin, þegar vörubílstjórinn fer að þreytast, verða beygjurnar til þess að halda augum hans opnum og eru bestu vinir hans. En þegar framhjá Itri var komið og við tóku appelsinuekrurnar í Fondi, fór ég að verða syfjaður og fór að hugsa um ítaliu til þess að halda mér vakandi. Þegar ég hugsaði.um hana, fór það samt svo, að hugsanirnar fóru í eina flækju í huga mér eins og greinar i skógi, sem stöðugt verur þéttari og þéttari og myrkvast loks algjörlega. Ég minnist þess, að ég sagði allt í einu við sjálfan mig: „Heppinn er ég að hafa hana til að hugsa um til þess að halda mér vakandi... annars væri ég sofandi núna.” Auðvitað var ég þegar sofnaður, og þessi hugsun varð til í huga mér, ekki meðan ég var vakandi, heldur í svefni, var send mér, til þess að ég mætti sofa betur og gleyma öllu. Um leið fann ég, að bíllinn fór út af veginum, þegar tengivagninn valt. Við vorum á hægri ferð og meiddumst þvi ekkert. En loks þegar okkur hafði tekist að komast út, sáum við, að tengivagninn var á hvolfi og hjólin upp í loft, og allur farmurinn, sútaðar stórgripahúðir, lá í hrúgu i skurðinum. Það var dimmt, ekkert tunglsljós, en ara- grúi stjarna á himninum. Heppni réði þvi, að við vorum mjög nálægt Terracina. Brött hlið var á hægri hönd, en til vinstri var svartur, kyrr sjórinn handan vinekranna. Palombi sagði aðeins: „Þér tókst það” og bætti siðan við, að við yrðum að frá hjálp frá Terracina og. lagði af stað fótgangandi. Þetta var mjög stutt, og þegar Palombi sá, að við vorum örskammt frá Terracina, sagðist hann vera svangur, sihugs- andi um mat, og þar sem kranabillinn kæmi ekki fyrr en eftir Vörubílstj órinn góða stund, gætum við fullt eins vel farið á einhverja krána. Við fórum því inn í' bæinn og hófum leit að veitingastað. En það var komið fram yfir miðnætti, og við hringtorgið, fullt af sprengju- gigum, var aðeins eitt veitingahús, sem meira að segja var lokað. Við snerum út á þröngan stíg, sem lá niður að sjónum, gengum örlitinn spöl eftir honum og sáum ljósker og skilti ofan við dyr. Við jukum ferðina, vongóðir, og þetta var í sannleika krá. En rúllutjaldið var dregið fyrir til hálfs, eins og komið væri að lokun. Þarna var gler í hurð og ekki dregið fyrir það allt, svo að við gátum gægst inn. „Þú sérð, að það er lokað,” sagði Palombi og beygði sig til að gægjast. Ég beygði mig líka. Við sáum stórt herbergi, eins og á sveitakrá, með fáeinum borðum og afgreiðslu- borði. Stólar voru á hvolfi uppi á borðunum. Og þarna var Italía, vopnuð sópi, að hamast við að þrifa með viskastykki bundið um mjaðm- irnar. Og bak við afgreiðsluborðið, alveg aftast í herberginu, stóð krypplingur. Ég hefi oft séð krypplinga áður, en engan eins fullkominn og þennan. Andlitið hvíldi hann í höndunum, og kryppan náði upp fyrir höfuð. Hann starði á ítalíu, Ijótum, svörtum, gallsjúkum aug- um. Hún sópaði gólfið rösklega, svo sagði krypplingurinn eitthvað við hana, án þess að hreyfa sig, og hún gekk til hans, hallaði sópnum upp að afgreiðsluborðinu, lagði hand- leggina um hálsinn á honum og kyssti hann, lengi og innilega. Síðan tók hún aftur upp sópinn og þyrlaðist um herbergið, eins og hún væri að dansa. Krypplingurinn gekk frá afgreiðsluborðinu fram í mitt herbergið, og við sáum nú, að þetta var einhvers konar sjómanns- krypplingur á sandölum, sjóara- buxum úr bláu efni og í Robes- pierreskyrtu, opinni i hálsinn. Hann kom að dyrunum, og við drógum okkur báðir í hlé, eins og við hugsuðum það sama. Kryppling- urinn opnaði glerhurðina og dró rúllutjaldið niður að innanverðu. „Hverjum hefði getað dottið þetta í hug?” sagði ég til að dylja geðshræringu mína, og Palombo svaraði: „Já, hverjum?” með slikum biturleika, að ég varð undrandi. Við fórum á verkstæðið og eyddum allri nóttinni í það að koma bilnum aftur upp á veginn og hlaða öllum húðunum á hann aftur. En i dögun, þegar við nálguðumst Róm byrjaði Palombi að tala, eiginlega í fyrsta skipti frá því ég kynntist honum: „Þú sérð, hvað tæfan hún Italía hefur gert mér,” sagði hann. „Hvað áttu við?” svaraði ég undrandi. „Eftir allt það, sem hún sagði við mig,” hélt hann áfram, hægt og dauflega,” eftir að hafa haldið stöðugt i höndina á mér á ferðunum, fram og til baka, og ég, sem sagði henni, að ég vildi giftast henni, við vorum eiginlega trúlofuð — jæja, þú sást nú þetta? Krypplingur!” Orð hans gerðu mig mállausan. Palombi hélt áfram: „Ég var búinn að gefa henni fullt af fallegum gjöfum, kóralhálsfesti, silkislæðu, lakkskó.... Ég segi þér satt, mér þótti raunverulega vænt um hana, og þar að auki var hún rétta stúlkan handa mér.....Þetta er vanþakklát, tilfinningalaus skepna, það er það, sem hún er....” Svona hélt hann áfram góða stund, talaði hægt og eins og við sjálfan sig í fölri morgunskímunni, meðan við skröltum eftir veginum til Rómar. Ég gat ekki varist að hugsa með mér, að Italía hefði gabbað okkur báða, bara til þess að spara sér lestarmiða. Mér gramdist að hlusta á Palombi, vegna þess að hann var að segja það sama og ég gæti sjálfur hafa sagt og lika vegna þess, að i munni hans, svona stirðmáls, virtist þetta hlægilegt. Þar kom, að ég sagði allt í einu ruddalega við hann: „I guðs bænum, hættu að tala um þessa beinasleggju við mig.... Mig langar til að fara að sofa.” Hann, vesalingurinn, svaraði: „Manni getur nú samt sárnað, skilurðu,” og siðan þagði hann alla leiðina til Rómar. Hann var stöðugt dapur nokkra mánuði eftir þetta. En fyrir mér var nú vegurinn orðinn það, sem hann var fyrr, endalaus vegur, leiðinleg- ur, malbikaður borði, sem gleypa varð og spúa út aftur tvisvar á dag. Það sem loks kom mér til að skipta um starf, var samt það, að ítalía opnaði matsölustað við Napoliveg- inn ogkallaði hann: „Hvíldarstaður vörubilstjóranna.” Það var þá hvíldarstaður, þess virði að fara hundruð mílna til að stansa þar! Auðvitað stönsuðum við þar aldrei, en samt sem áður tók ég mér nærri að sjá ítalíu bak við afgreiðsluborð- ið og krypplinginn færa henni glös og bjórflöskur. Ég hætti. Vörubíll- inn með „Viva l’ítalia” á fram- rúðunni og Palombi við stýrið er enn á veginum. Anna María Þórisdóttir þýddi. 4RVIKAN 1. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.