Vikan


Vikan - 05.01.1978, Blaðsíða 37

Vikan - 05.01.1978, Blaðsíða 37
,, Við skulum þá koma okkur strax að efninu. Segðu þaí, sem þér liggur á hjarta. Þú verður að afsaka,” M ’pandu benti á pappirana á borðinu fyrir framan sig,, ,en ég á afskaplega annríkt.” Nú varþað leynilögreglumaðurinn Chris, sem talaði. Ég leit við og við á Rory, en eftir þvi sem lengra leið á frásögn Chris, hættiég að geta horft framan í bróður minn. Andlit hans var öskugrátt og hann einblindi á M'pandu. Hann leit hvorki við mér né Chris. Ég fann innilega til með honum Allt í einu stóð Chris á fætur, gekk að skrifborðinu, horfði beint framan í M’pandu og sagði: ,,Þú gafst mér loforðþitt, herra, til þess að ég gerði slíkt hið sama.” hann hikaði aðeins. ,, E n þú laugst að mér, var það ekki? ’ ’ Varir M’pandus voru samanbitn- ar, en að öðru leyti sáust ekki nein svipbrigði á honum við þessa móðgun, en ég heyrði lágt þrusk, þegar Rory stóð á fætur og gekk með kreppta hnefa í átt til Chris. M’pandu hristi höfuðið. „Sestu niður Rory,” sagði hann. „Hér dugar ekki, að vera með neinn hetjuskap.” Hann brosti elskulega og með greiniiegri væntumþykju til bróður mins. „En þakka þér samt fyrir, drengur minn. Þakka þér fyrir allt, sem þú hefur gert.” M’pandu sneri sér að Chris og sagði skipandi: „Og þú, herra Wentworth, gerðu svo vel að setjast.” Chris settist og á andliti hans brá eitt augnablik fyrir einhverju, sem líktist aðdáun. En að öðru ley ti tók ég eftir, að hann slakaði ekkert á. „Mér skilst á Rory, að ég geti óskað ykkur til hamingju,” sagði M’pandu. Hann brosti nú líka til mín, og svo hlýlega, að mér tókst að brosa á móti. „Þú ætlar að giftast henni Katharine minni. Þar færðu góða konu, ungi maður. Og þú, Katharine, ég óska þér lika til hamingju, þótt það sé ekki siður i þinu landi. „Þú getur verið alveg rólegur, herra Wentworth,” bætti hann við. , ,Eftir því sem ég best veit, þá hefur Rory ekki gert neitt, sem hann þarf að skammast sín fyrir. En það má kannski segj a, að hann hafi hagað sér kjánalega.” Allt í einu var eins og hann brotnaðisamaneittaugnablik. Hann tók höndum fyrir andlitið og hvíldi olnbogann á borðinu. „Ég er gamall maður, herra Wentworth,” sagði M’pandu hægt, ,, og ég hef orðið fyrir ýmsum áföllum á lífsbrautinni, svo ég læt mér ekki alltfyrirbrjóstibrenna. Enþað, sem mér hefur orðið þungbærast, er dauði sonar míns og hvernig hann bar að höndum. Síðan það átti sér stað, hef ég vitað, að ekkert jafnslæmt gæti nokkurn tíma hent mig. Ég vona, að af þessu hljótir þú að skilja, að ég hef ekkert að óttast frá þér. Enégóttastsamtsem áðurþann skaða, sem þessi þrákelkni þin gæti valdið öðrum, og þá sér í lagi þessu landi.” Hannþagnaðiaftur. Útundanmér sá ég, hvernig Chris kreppti hnefana á hnjánum. „Forsætisráðherra,” sagði hann loks. „Er lík — eða leifar af liki — í hellinum?” „Já.” Svar M’pandus var aðeins lágt hvísl og hann hélt enn höndunum fyrir andlitinu. Chris leit á Rory og sagði: „Katharine hafði þá rétt fyrir sér. Það voru aðeins tveir ykkar í bátnum, þegar hann fór í fossinn?” Rory kinkaði kolli og svaraði rámur: „Þetta var slys. Hann hefði aldrei getað ætlað sér — ” M’pandu hreyfði sig svo skyndi- lega. að mér brá við, og sagði ákveðinn: , ,Við skulum binda endi á allt þetta. Rory ertu með reipi í Land - Rovernum? ’ ’ Hann leit fyrst á úrið og síðan á Chris, og ég held, að jafnvel Chris, sem annars lét fátt raska ró sinni, hafi brugðið við þá breytingu, sem orðin var á honum. Hann virtist hafa elst um tíu ár, þessar fáu mínútur, sem hann hélt höndunum fyrir andlitinu, en samt var eins og einhver innri viljastyrkur gæfi honum kraft. Hann tók undir handlegg Rorys og teymdi hann fram að dyrum og út úr herberginu. Við heyrðum hurðina lokast á eftir þeim, em siðan varð allt hljótt. Chris, sem hlýtur að hafa liðið eins illa og mér á hörðum stólnum, teygði sig til mín og þrýsti hönd mína hughreystandi. Við sátum þegjandi. Það var ekkert frekar að segja, fyrr en við fengjum loks að heyra sannleikann. Það leið að minnsta kosti hálftimi, þangað til M’pandu kom aftur einsamall og sagði: „Ég er búinn að panta kaffi og eitthvað handa ykkur að borða.” Hjá hverjum? hugsaði ég for- viða. Skyldu þjónar Simba frænda vaka fram eftir nóttu, eins og hann sjálfur? Mér fannst stóllinn minn verða harðari og harðari, og þegar þjónninn fór, stökk ég á fætur til að hella aftur í bollana, í svo miklum flýti, að mér fannst, að M’pandu hlyti að taka eftir því. En það gerði hann ekki. Hann var að ræða við Chris um Mabata, búgarð foreldra hans, og hélt siðan áfram að brydda upp á nýjum og nýjum umræðuefnum um málefni Nakadiu, á meðan klukkustundirn- ar rétt siluðust áfram. Einhvern veginn vissi ég, að við vorum að bíða eftir döguninni. Þetta virtist ætla að verða löng bið, en loks færði M’pandu sig til í stólnum og sagði: „Það er að byrja að birta.” Hann studdi sig við skrifborðið, stóð stirðlega á fætur og bætti við: „Ég hef gert vissar varúðar ráðstafanir, ef svo má segja, til að halda veginum meðfram ánni auð- um. Ef einhver kynni að eiga leið um hann, sem er heldur ólíklegt á þessum tíma, þá verður flutninga- bíll á hvolfi á veginum. En ef við förum strax, þá ætti hann að vera auður.” Þegar við komum út að bílskúrn- um og útihúsunum til hliðar við húsið, birtist Rory. Án þess að segja nokkuð klifraði hann upp í Land-Roverinn, en M’pandu sneri sér að mér og spurði: „Vilt þú koma með Katharine?” Hann reyndi að brosa, en bros hans líktist fremur grettu. „Bíddu hérna á meðan, Katharine,” sagði Chris vingjarn- lega. Ég þagði um stund, og á meðan horfðu þeir báðir fast á mig, og Rory fylgdist með, þaðan sem hann sat undir stýri í Land-Rovernum. Mér fannst ég ekki lengur geta skilið þýðingu alls þessa, eða einu sinni vitað, hvert við vorum að fara. Það gat ekki verið, að þeir ætluðu að vera svo gálausir, að fara á bát inn í gljúfrið? Ég leit í augu Chris og svaraði: „Ég ætla að koma með. Ég verð.” Það reyndi enginn að telja mér hughvarf. Chris hjálpaði mér aftur í bilinn og settist við hlið mér. M’pandu settist fram í hjá Rory. Enginn sagði neitt, fýrr en við komum að brúnni yfir ána. Þá sagði Chris: „Ég geri ráð fyrir, að við séum að fara að rannsaka hellinn?” „Já,” svaraði M’pandu án þess að snúa sér við. „Svo virðist, sem Rory sé enn jafn fífldjarfur og áður. Hann vildi fara á bát inn í gljúfrið.” Það fór hrollur um mig, og það var eins og hann fyndi það á mér, því hann bætti við: „Ég bannaði það, auðvitað. Við erum með sterkan kaðal, og erum vonandi nógu mörg, til þess að það ætti að FRAMHALDSSAGA EFTIR HILDU ROTHWELL Skugginn langi Chris, sem hlýtur að hafaliðið eins illa og mér á hörðum stólnum, teygði sig til mín og þrýsti hönd mína hughreystandi. Við sátum þegjandi. Það var ekkert frekar að segja, fýrr en við fengjum loks að heyra sannleikann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.