Vikan


Vikan - 05.01.1978, Blaðsíða 10

Vikan - 05.01.1978, Blaðsíða 10
VINARBRÉF FRÁ H.P. VINKONU Elsku Póstur, vinur minn! Ég þakka þér innilega fyrir svarið við bréfi mínu í 40. tbl. 39 árg. Ég hresstistsko íbragði, þegar ég las það svar, af því að einmitt þá var ég í mikilli ástarsorg. Ég grét og grét alla tíma og gleymdi meira að segja H.P., og þá er sko mikið sagt. Það er nefnilega alltaf þannig, að loksins þegar ég verð ástfangin, þá er það af manni, sem er giftur og á jafnvel barn, og ég verð sko að gjöra svo vel að gleyma honum. Annars varð ég sko yfir mig hissa á svarinu þínu til mín. Sko, fyrstu tvö bréfin, sem ég skrifaði þér birtir þú bara ekki, það þriðja birtir þú, af því ég bað þig svo innilega um að gera það, en nú er svo komið, að ég má bara alls ekki hætta að skrifa þér. Drottinn minn dýri! Þetta endar með ósköpum. Annars finnst mér reglulega gaman að skrifa þér. Þú ert svo góður við mig. Nú verður þú að spyrja Helga Pé. fyrir mig, hvort það komi ekki út plata með tónleikunum í Austurbæjarbíói, þú vflist ,,Ríó hittir fólk." Ef svo verður, þá hlakka ég alveg óskaplega mikið til, og ég ætla sko að kaupa þá plötu. Veistu það, að ég gat ekki samið neitt Ijóð handa þér núna, bara einfaldlega vegna þess að ég hef ekki haft tíma til þess. Ég hef alveg svakalega mikið að gera alltaf núna, og þess vegna er líka orðið svo langt síðan- ég skrifaði þér síðast. Ég vil líka, sem betur fer, alltaf hafa nóg að gera, af því annars færi ég bara að hugsa um alla strákana, sem ég er skotin í, og færi þá kannski að gráta og... sleppum því. Hérna, megrunarkúrinn minn gengur eins og vanalega, mér tekst bara að halda mér í sömu kílóunum, en það er alla vega betra en að þyngjast. Finnst þér ekki! Ég er nú orðin svo spennt að vita, hvað vinur okkar á DB sagði yfir hinu, þú veist, að ég held ég verði að kveðja þig. Bless, bless. H.P. vinkona Sæ/ vinkona! Ég fæ a/drei leið á að heyra frá þér! Það er gaman að heyra, að þú hefur mikið að gera og situr ekki og grætur út af einhverjum strákum! Þeir eru yfirieitt ekki þess virði! (jú, kannski sumir....!!) En bessuð reyndu nú að finna þér einhvern ógiftan, þá hefurðu a. m. k. von um, að eitthvað gangi, hitt er svo ske/filega vonlaust. Hvað áttu við með, að ég hafi ekki birt fyrstu tvö bréfin frá þér? Ég heid ég hafi birt ÖH þín bréf, enda ekki nema sjálfsagt, þar sem þú ert ein af þessum kurteisu, sem setja nafn sitt og heimiiisfang undir bréfin. Veistu hverju ég tók eftir? Þú skrifar bara góða íslensku. Þetta er í fyrsta skipti í aiiiangan tíma, held ég, sem ég sé í bréfi tii mín Sápa og shampó í sama dropa. Doppeldusch í steypibaðið J.S. Helgason sf sími 37450 PÓSTIRIW ,,ÉG hiakka tii," — en ekki MÉfí eða MiG hiakkar tii. Piatan ,,fííó hittir fó/k er löngu komin út, en ef þú átt við plötu, sem hefur verið tekin upp á hljómleikunum sjá/f- um, þá er ekki von á neinni slíkri, þar sem þessir tónleikar voru ekki teknir upp. Helgi sagði mér ekkert um hvernig honum fannst send- ingin frá þér... — Myndin, sem þú sendir mér, er sko ekkert lik mér, góða mín, þetta er mynd af Helga Pé!!! Haltu bara áfram með megrunarkúrinn, ég er alveg viss um, að þetta fer að ganga hjá þér. Atveg datt mér í hug, að þetta værir þú á Ríó-hljómleikunum — geislandi af gleði! (og þú ert ekkert stærri eða feitari en aðrir). Jæja vina, ég óska þér bara gleðilegs nýs árs, og vona, að v'ð getum birt bréf frá þér á árinu 1978! VINKONAN BRÁST Elsku Póstur! Svo er mál með vexti og vaxtavöxtum, að ég var búin að vera á föstu með strák nokkuð lengi, eða svona þrjár vikur. Hann var búinn að reyna við mig lengi, en ég var ekkert hrifin af honum. En svo vorum við einu sinni saman, og þá fannst mér ofsa gott að vera með honum, og við vorum alltaf saman eftir það. Svo hætti hann allt í einu með mér, og ég vissi ekki neitt, og svo hitti ég hann og spurði, hvað væri að, og hann sagði bara, að við skyldum vera vinir og allt væri í lagi. Mér fannst það náttúrulega ekkert allt í lagi, því nú var ég orðin ofsalega hrifin af honum. Ég var ferlega leið og fannst ekkert gaman með krökkunum lengur, og svo bað ég vinkonu mína að reyna að komast að því, hvað hefði gerst og hvort hann vildi ekki lengur neitt með mig hafa. Hún var alltaf að kjafta viðhann og sagðist ætla að komast að honum með lagni, og ég var alltaf að spyrja hana, en hún gat aldrei sagt mér neitt. Svo í gærkvöldi, komst ég að því, að nú eru þau á föstu og búin að vera það lengi, eða allan tímann, sem ég hélt, að hún væri að reyna að veiða hann fyrir mig. Mér finnst þetta ferlega ómerkilegt af henni, en ég get ekkert sagt. Heldurðu, að hann vilji eitthvað með mig hafa? Hvað á ég að gera til að ná í hann aftur, og hvað á ég að gera við vinkonu mína? Hjálpaðu mér nú elsku Póstur. Þín Abba. A/lt er i heiminum hverfu/t, segir máltækið, og það á svo sannar- lega við um unglingaástir. Þú getur bókað, að það eru fleiri fiskar I sjónum og engin ástæða til gráta þennan. Finndu þér /íka nýja vinkonu. Þessi er heldur ómerki/eg og bara gott fyrir þig að vera laus við hana. Hertu upp hugann, Abba mín, og líttu í kringum þig eftir nýjum félögum. Heimurinn er fullur af skemmtilegu fólki! AF HVERJU? Kæri Póstur! Ég hef aldrei skrifað þér áður og vona, að bréfasafnarinn þinn sé ekki soltinn núna. Mig langar að spyrja þig nokkurra spurninga. 1. Af hverju eru ekki fleiri skemmtistaðir fyrir 13 ára og upp í 16 ára aldur? Hvaða skylda er að ganga í skóla? 3. Af hverju mega krakkar ekki fara til útlanda eins og fullorðnir? 4. Af hverju mega krakkar ekki vera út til tíu fyrir löggunni? 5. Eiga Ijónsstelpa og nautsstrákur saman? Með fyrir- fram þökk Ein leið Ég er alveg sammála þér, að það eru allof fáir skemmtistaðir fyrir þennan aldur, og við verðum bara að vona, að úr því verði bætt sem fyrst. Það er ósköp ieiðinlegt að híma i biðröð fyrir utan þennan eina skemmtistað og eiga ekki i önnur hús að venda. Þú ert skyldug að vera i skóla til 14 ára aldurs (eftir 2. bekk gagnfræða- skóla). Krakkar hafa ekkert að gera til útlanda aleinir. Þið kunnið sjaldnast tungumál þeirrar þjóðar, sem þið fariö til, og eruð því svo til ósjálfbjarga þar, efeitthvað kemur fyrir. Krakkar mega vera út til klukkan tíu á kvöldin frá 12-15 ára 10VIKAN 1. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.