Vikan


Vikan - 05.01.1978, Blaðsíða 20

Vikan - 05.01.1978, Blaðsíða 20
ÞETTA ER SONUR ÞINN hana eins heitt og hún elskaði hann. Þá hefði allt verið svo miklu auðveldara. Þá hefði hún getað létt á hjarta sinu. Hjá honum, bara hjá honum hefði hún þá getað fengið þá hjálp, sem hún þarfnaðist. En aftur og aftur heyrði hún orð systur sinnar og mágkonu; ein- hverja, sem annast veika barnið, einhverja, sem eignast getur frísk börn. Þannig konu þarfnast hann, þess vegna velur hann þig. Ebba laut höfði. Hún gat ekki horfst i augu við mann sinn. Hún elskaði hann, hún hafði svikið hann. Myndi hann nokkurn tíma skilja, að hún gerði það af meðaumkvun við hann. Þú gerðir það lika þín vegna, sagði hörkuleg rödd hið innra með henni. Þú vildir vera hjá honum. Er það svo einkennilegt? Hún varði sjálfa sig. Hann er maðurinn minn, ég elska hann. Ég vil... ég vona, að sá dagur renni, að hann elski mig líka. Höfuð hennar seig neðar, hún gat ekkert sagt. — Ebba? endurtók Lúkas. — Ertu veik? Hún heyrði rödd hans, hún andaði að sér hinni velkunnu og þægilegu angan af hreinum fötum hans og góða kölnarvatninu. Hún þráði mest að kasta sér í faðm hans og létta á hjarta sínu. En hana brast kjark. Að missa stjórn á sér, var það versta, sem gat hent, það hafði hún lært. Halda ró. sinni og hemja tilfinningar sinar, var manni nauðsyn. Ekki að sýna sinn innri mann, ekki leggja nakta sál sína og hjarta i hendur annarrar mann- eskju. Ekki einu sinni síns eigin- manns. — Nei, ég er ekki veik, sagði hún lágrödduð. — Kannski ofurlitið þreytt, en annars er allt i besta gengi. — Ef þér batnar ekki, verðum við að ræða við lækninn. Hann getur litið á þig, þegar hann kemur til Amalíu. Ég ætla að nefna það við hann. — Nei, það amar ekkert að mér. — Ebba rétti úr sér og beit saman vörunum. Hún vildi ekki tala við neinn lækni. Doktor Akelsson var gamall og vitur, hann gæti kannski lokkað meira út úr henni en hún kærði sig um að segja. Myndi kannski raska áunninni ró hennar, setja hana úr jafnvægi. — Það amar ekkert að mér, Lúkas, ítrekaði hún. — En það hefur verið heitt undanfarið, og ég er bara varla búin að jafna mig. vera viss um, að peningar föður þins nægi fyrir því(sem þú hefur lofað. Hún hló aftur. Svo hoppaði hún niður úr sófanum og fór sína leið. Ebba stóð ein og yfirgefin eftir. ÞAÐ kom bréf frá Jóni bróður þínum seinnipartinn í dag, sagði Lúkas Erlandson sama kvöld. Hann snéri sér við í dyrunum að baðherberginu með náttskyrtuna á arminum. Ebba snéri í hann baki og var að draga tjöldin fyrir gluggann. Einkennilegt, að stúlkurnar skyldu ekki gera það, þegar þær bjuggu um fyrir nóttina? Allt í einu fannst honum, að hann hefði ekki séð andlit konu sinnar í marga daga. Alltént ekki, þegar þau voru ein saman. Ebba virtist alltaf vera upptekin og snúa baki i hann. — Frá Jóni? Hvað skrifar hann? Hún virtist áhugasöm og spennt, og Lúkas varð undrandi. Hún virtist hafa verið svo áhugalaus um þessi málefni áður. — Það var varðandi arfinn, sagði hann. — Jón vill, að við komum þangað. — Auðvitað förum við. Hvenær verður það? Skiptin, á ég við. — Ég hélt, að þú kærðir þig ekkert um arfinn, sagði Lúkas hægt. — En það geri ég. Þetta eru þrátt fyrir allt peningar, sem mér ber réttur til, ekki satt? Hún snéri sér snöggt undan aftur og fitlaði vandræðalega við glugga- tjöldin. Þessir peningar skiptu hana öllu máli. Ef hún gæti ekki keypt sér hamingju fyrir þá, gæti hún kannski keypt sér möguleika til sjálfstæðs lífs, lifs án Lúkasar. Það fór um hana hrollur. Geðshræringin og taugastríðið var að verða henni um megn. — Ebba? sagði Lúkas. Hann kastaði náttskyrtunni á rúmið og gekk til hennar. Hann tók undir hökuna og þvingaði hana til að lita upp. — Ebba, hvað er að? Þú ert vonandi ekkert veik? Hún heyrði undrunar- og áhyggjutón í rödd hans, en ekkert annað. 0, bara að hann hefði elskað Fyrir veturmn Teiylenekápur með kuldafóörí þernhard Iqk^qI KJÖRGARÐI 20VIKAN 1. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.