Vikan


Vikan - 05.01.1978, Blaðsíða 7

Vikan - 05.01.1978, Blaðsíða 7
iúklingar og tókavín svínahausum. Þetta reyndist allt annar og betri matur en hin gamalkunna sviðasulta. Síðan skildu leiðir. Einn borð- gesta fékk sér saxað gaesabrjóst að nafni „Vagdalt Libamell Sól- ettel." Annar fékk sér kjúklinga í pönnukökum í paprikusósu, og hét sá réttur ,,Csirke Palacsinta." Sá þriðji fékk sér hænsnakjöt j sósu úr sýrðum rjóma, papriku og einhverju fleiru, og með linum hveitiflögum. Hét sá réttur ,,Csirke Paprikás & Galuska." Allt var þetta frábært að mati þremenninganna, sem fengu að smakka hver hjá öðrum, svo sem sjálfsagt er að gera, þegar menn kanna ókunnar slóðir. Með var drukkin flaska af hvítvíni, „Debröi Hárslevelu" frá árinu 1973. Þetta var sætt, vel ilmandi, fölt og milt hvítvín, greinilega í háum gæðaflokki. Nafnið stafar af því að vínberjategundin heitir „Hárslev- elu" og vínakrasvæðið „Debrö." Nær svæðið yfir þorpin Aldebro, Feldebro og Verpelét í fjöllunum norður við landamæri Tékkó- slóvakíu. Enn skiptust leiðir í eftirrétt- unum. Einn fékk sér „Turos Palacsinta," sem reyndust vera ostapönnukökur með sítrónu- bragði. Hinir tveir fengu sér frægan ungverskan rétt, „Dobos Torta." Það er tíu-fimmtán laga terta, þar sem skiptist á krem og súkkulaði, en efst trónir kara- melluskorpa. SÉRSTÆTT VÍN OG SÖGUFRÆGT Með eftirréttunum fengu menn sér að sjálfsögðu glas af sætustu og frægustu útgáfu Tokaji víns, sem er hið sögufræga „Aszú 5 Puttonyok." Þetta vín er afar sérstætt, búið til á svipaðan hátt og hið þýska „Trochenbeeren- auslese." Aszú er búið til úr vínberjateg- und, sem kallast „Furmint." Það er aðeins framleitt í hraunhæðum, þar sem heitir Tokaji í norð- austurhorni Ungverjalands, rétt við landamæri Sovétríkjanna. Furmint-berin eru látin rotna á sykurmagns. Ur þessu verður sterkt og vel ilmandi vín með óljósu karamellubragði, er minnir á Madeira. Á að sjá er vínið silkimjúkt og sterklega gullið. Hér heima fæst Szamorodni, sem er venjulegur Tokaji eða tókavín. Ef hann er blandaður einum fimmta af Aszú, kallast vínið „Aszú 1 Puttonyok." „Aszú 5 Puttonyok" þýðir þá, að allir fimm hlutarnir eru Aszú, en enginn Szamorodni. Glasið af þessu einstæða eftir- réttarvíni kostaði ekki nema 75 pence eða 290 krónur. Hin frábæra matarveisla á Gay Hussar kostaði þremenningana ekki nema 22 pund alls að þjórfé meðtöldu eða 2830 krónur á hvern. Allir hurfu þeir á brott sælir og glaðir með því hugarfari, að aftur yrðu þeir að heimsækja Victor Sassie á Gay Hussar. í þessari heimsreisu í West- minster verður næst staldrað við á franska staðnum „le Chef," og segir frá þeirri veislu í næsta tölublaði Vikunnar. (Gay Hussar, 2 Greek Street, W 1, sími 437-0973. Aðrir ungverskir staðir ekki langt frá Oxford Street eru Le Mignon, 2 Queensway, W 2, sími 229-0093 og Csarda, 72 Charlotte Street, W 1, sími 580-7719.) Jónas Kristjánsson. Ungverjaland íLondon runnunum, þannig að vökvinn sígur úr þeim, en sykurinn verður eftir. Vínið úr berjunum gerjast ákaflega hægt vegna hins mikla Umhverfisjörðina ífjórtán veislum 1. 1. TBL. VIKAN 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.