Vikan


Vikan - 05.01.1978, Qupperneq 7

Vikan - 05.01.1978, Qupperneq 7
iúklingar og tókavín svínahausum. Þetta reyndist allt annar og betri matur en hin gamalkunna sviðasulta. Síðan skildu leiðir. Einn borð- gesta fékk sér saxað gaesabrjóst að nafni „Vagdalt Libamell Sól- ettel." Annar fékk sér kjúklinga í pönnukökum í paprikusósu, og hét sá réttur ,,Csirke Palacsinta." Sá þriðji fékk sér hænsnakjöt j sósu úr sýrðum rjóma, papriku og einhverju fleiru, og með linum hveitiflögum. Hét sá réttur ,,Csirke Paprikás & Galuska." Allt var þetta frábært að mati þremenninganna, sem fengu að smakka hver hjá öðrum, svo sem sjálfsagt er að gera, þegar menn kanna ókunnar slóðir. Með var drukkin flaska af hvítvíni, „Debröi Hárslevelu" frá árinu 1973. Þetta var sætt, vel ilmandi, fölt og milt hvítvín, greinilega í háum gæðaflokki. Nafnið stafar af því að vínberjategundin heitir „Hárslev- elu" og vínakrasvæðið „Debrö." Nær svæðið yfir þorpin Aldebro, Feldebro og Verpelét í fjöllunum norður við landamæri Tékkó- slóvakíu. Enn skiptust leiðir í eftirrétt- unum. Einn fékk sér „Turos Palacsinta," sem reyndust vera ostapönnukökur með sítrónu- bragði. Hinir tveir fengu sér frægan ungverskan rétt, „Dobos Torta." Það er tíu-fimmtán laga terta, þar sem skiptist á krem og súkkulaði, en efst trónir kara- melluskorpa. SÉRSTÆTT VÍN OG SÖGUFRÆGT Með eftirréttunum fengu menn sér að sjálfsögðu glas af sætustu og frægustu útgáfu Tokaji víns, sem er hið sögufræga „Aszú 5 Puttonyok." Þetta vín er afar sérstætt, búið til á svipaðan hátt og hið þýska „Trochenbeeren- auslese." Aszú er búið til úr vínberjateg- und, sem kallast „Furmint." Það er aðeins framleitt í hraunhæðum, þar sem heitir Tokaji í norð- austurhorni Ungverjalands, rétt við landamæri Sovétríkjanna. Furmint-berin eru látin rotna á sykurmagns. Ur þessu verður sterkt og vel ilmandi vín með óljósu karamellubragði, er minnir á Madeira. Á að sjá er vínið silkimjúkt og sterklega gullið. Hér heima fæst Szamorodni, sem er venjulegur Tokaji eða tókavín. Ef hann er blandaður einum fimmta af Aszú, kallast vínið „Aszú 1 Puttonyok." „Aszú 5 Puttonyok" þýðir þá, að allir fimm hlutarnir eru Aszú, en enginn Szamorodni. Glasið af þessu einstæða eftir- réttarvíni kostaði ekki nema 75 pence eða 290 krónur. Hin frábæra matarveisla á Gay Hussar kostaði þremenningana ekki nema 22 pund alls að þjórfé meðtöldu eða 2830 krónur á hvern. Allir hurfu þeir á brott sælir og glaðir með því hugarfari, að aftur yrðu þeir að heimsækja Victor Sassie á Gay Hussar. í þessari heimsreisu í West- minster verður næst staldrað við á franska staðnum „le Chef," og segir frá þeirri veislu í næsta tölublaði Vikunnar. (Gay Hussar, 2 Greek Street, W 1, sími 437-0973. Aðrir ungverskir staðir ekki langt frá Oxford Street eru Le Mignon, 2 Queensway, W 2, sími 229-0093 og Csarda, 72 Charlotte Street, W 1, sími 580-7719.) Jónas Kristjánsson. Ungverjaland íLondon runnunum, þannig að vökvinn sígur úr þeim, en sykurinn verður eftir. Vínið úr berjunum gerjast ákaflega hægt vegna hins mikla Umhverfisjörðina ífjórtán veislum 1. 1. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.