Vikan


Vikan - 05.01.1978, Blaðsíða 19

Vikan - 05.01.1978, Blaðsíða 19
Þetta er sonur þinn Ebba hafði ekki fyrr hugsað út í, að það þyrfti að skíra drenginn. Hann yrði skráður í kirkjubókina sem sonurhennar og Lúkasar. Svikin héldu áfram. Nei, nei, þetta varð aðtaka enda. Menntun, atvinna. Sjálfstætt líf. Þetta voru framandi orð. Hún hafði lært að annast stórt heimili, hún var dugleg í öllu, er laut að heimilishaldi. Það var það, sem konur kunnu. Þar fyrir utan vissi hún næsta lítið. Hún hafði verið iðin í skólanum hjá prestinum, hún hafði lært þar það, sem hún kunni. Hún hafði lært að leika á píanó hjá föður Júlíu, en hafði ekki náð lengra en flestar hinna stúlknanna. Júlia hafði verið þeim fremri á því sviði. Júlía var alltaf sérstök, örugg og frjálsleg í framgöngu, hún var fædd þannig. Hún hafði hæfileika. Hún hafði músíkina í blóðinu og töfrandi söngrödd. Já, hugsaði Ebba og beit fast í vörina. Hún hefur sina hæfileika, hún kann sitt fag. En þá hæfileika, sem ég hef, eru þeir þá einskis virði? Má ekki meta þá til jafns? Slíkir hæfileikar koma ekki að gagni, ef maður þarf að vinna fyrir sér. Hún var heit og ör af reiði. En hún var hrædd, mjög hrædd. Hún hafði skilið alltof vel, hvað Júlía gaf í skyn. Júlía var sú kvengerð, sem Lúkas umgekkst fyrrum. Ebba frá Mattisgarði var ekki af þeirri gerð. Tilhugsunin vakti með henni óhug. Ef hún neyddist til að sjá fyrir sér sjálf? Verða sér úti um menntun og útvega sér vinnu. Auðvitað tækist henni það, eins og svo mörgum öðrum. Hún gæti krafist síns hlutar úr búi Mats Mattisonar. Hún yrði betur sett en margur annar með þann höfuðstól. En Lúkas, og drengurinn. Amalía.... hún var háð þeim. Ebba laut höfði að lokuðum glugganum, en sólin var tekin að verma rúðuna, og glerið kældi ekki ennið. Það hamraði við gagnaugun, og hún hafði þrautir í augunum. Húnv ar ekki alveg búin að jafna sig eftir barnsburðinn ennþá. Það voru bara tveir mánuðir liðnir frá fæðingu drengsins. Hún stóð stíf og grafkyrr. Hún hugsaði um son Júlíu, eins og sinn eigin. En allt í einu kom minningin um hitt barnið yfir hana, hennar eigið barn. Hún hafði gleymt honum. Hún hafði brugðist þar líka. Hún gat ekki ásakað neinn annan, sökin var hennar, og hún varð sjálf að gjalda mistakanna. Skyndilega kom hún auga á gulan kjól Júlíu, hún sat og rólaði fram og aftur. Hún leit út fyrir að vera áhyggjulaus ogglöð. Hún, sem hafði nýverið talað um fjárhags- erfiðleika og vandkvæði á •fram- haldandi námi. Hugmyndinni laust skyndilega niður i huga Ebbu, hún greip andann á lofti. Var það lausn? Hún stóð kyrr og starði framfyrir sig eins og hún hafði áður gert, en nú sá hún ekki gróskumikinn gróðurinn og konuna i hengisóf- anum. Hún hugsaði um peninga. Arfinn eftir föður sinn, auðæfin, sem áttu að skiptast milli barnanna á Mattisgarði. Arfinn, sem hún hafði ætlað að hafna. En ef hún með þeim gæti keypt sér sálarró og frið, fyrir Lúkas líka, drenginn og Amaliu.... Ef Lúkas felldi hug til Júlíu, ef Júlía kæmi i hennar stað hér á Steinum, myndi það ekki bitna á Ebbu einni. Það myndi bitna á þeim, sem var saklausastur allra. Júlía þoldi Amalíu ekki. Hún var hrædd við sjúkt fólk, var fráhrind- andi við það. Hún var vandræðaleg yfir þörf Amalíu fyrir ást og umhyggju. Hún var ekki einu sinni Framhaldssaga eftir Elsi Rydsjö 6. HLUTI blíðleg við sitt eigið barn. Átti hún til bliðu og hlýju? Ebba hristi höfuðið i uppgjöf. Hún vissi það ekki. En ef það var ekki vegna barnsins, ef það væri vegna peninganna? Ef það voru þeir, sem hún hafði í huga, þá horfði málið ef til vill öðru vísi við. Hún var hér kannski, vegna þess að foreldrar hennar gátu ekki hjálpað henni lengur, hún var hér til að fela sig fyrir ótryggri framtíð? — Ég verð að spyrja hana! sagði hún upphátt við sjálfa sig. Hún flýtti sér út á veröndina og gekk létt í spori niður í garðinn. JÚLÍA hlustaði. Hún sat ennþá og rólaði sér fram og aftur, óþolandi róleg. Ebba vissi, að hún varð að taka á öllu, sem hún ætti, til að halda stillingunni. Júlía gaf sér góðan tíma, lét hana bíða eftir svari. — Skil ég þig rétt? spurði hún að lokum. — Þú vilt kosta nám mitt við tónlistarskólann? Alveg þangað til ég hefi lokið prófi. Það getur tekið mörg ár. Ebba kinkaði kolli. Hún kom ekki upp nokkru orði. — En með vissum skilyrðum get ég imyndað mér, svaraði Júlia eftir nokkra stund. — Að hverfa héðan og halda mér saman, að koma ekki upp um þig. Að leyfa öllu að vera eins og þú og Jóhanna gamla hugsuðuð ykkur í upphafi. Hef ég ekki rétt fyrir mér? Ebba kinkaði aftur kolli, kinn- arnar brunnu af roðanum sem leitaði fram i andlitið. — Þú hlýtur að elska hann mjög heitt, sagði Júlia með stuttum, hæðnislegum hlátri. — Því að ég held, að þú gerir þetta ekki einungis til að bjarga sjálfri þér. Hún yppti öxlum, og drættirnir kringum munnvikun voru hæðnis- legir. Hún ýtti sófanum á meiri ferð. Ebba beið, hún vildi ekki ganga á eftir henni. Júlía varð að taka ákvörðun. — Ég vil ekki taka ákvörðun núna, sagði Júlía að lokum. — Ég þarf umhugsunarfrest. Ég vil líka 1. TBL. VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.