Vikan


Vikan - 05.01.1978, Blaðsíða 42

Vikan - 05.01.1978, Blaðsíða 42
mEJT um FÓLK fjallar að þessu sinni um nokkra íslendinga af yngri kynslóðinni, sem vöktu athygli á árinu fyrir góða frammistöðu. Þetta er að sjálfsögðu alls ekki tæmandi skrá yfir ungt fólk, sem vert er að vekja athygli á, heldur er gripið niður hér og þar. Við sjálf söknum fólks úr atvinnu- lífinu, en það er eins og afrek þess nái ekki eyrum fjölmiðla eins og skyldi. Ef einhver vill benda okkur á ungt fólk, sem ástæða er að fjalla um í Vikunni, myndum við taka slíkum ábendingum fegins hendi. Viðtölin tóku AÁS og SJ. Veltur á miklu, hvernig tekst ti/ með Ská/d-Rósu Ragnheiöur Steindórsdóttir leikkona (25 ára) starfar hjá Leikfélagi Reykjavíkur og hefur gert það gott á síðasta ári. — Mér hefur þótt mikill kostur að hafa haft nóg að gera á síðasta ári. Til dæmis þótti mér skemmtileg reynsla að vera með í sýningu eins og Saumastof- unni, sem virðist ætla að ganga alveg endalaust. Straumrof var líka mjög spennandi viðfangs- efni. Hápunkturinn hjá mér voru svo æfingar á Skáld-Rósu, sem er stærsta hlutverk mitt hingað til. Þá tók ég einnig þátt í sjónvarpsþáttunum Undir sama þaki, og hafði ánægju af því. Annars held ég, að það skemmtilegasta, sem ég gerði á liðnu ári, hafi verið að taka þátt í skemmtun fyrir Sjálfsbjörgu. Það var bæði óvenjuleg og skemmtileg reynsla. — Það veltur á miklu fyrir mig, hvernig tekst til með Skáld-Rósu, á þessu ári, en um annað veit ég ekki ennþá. Ég vona, að ég fái tækifæri til þess að vinna að fjölbreytilegum verkefnum og glati ekki sjálfsgagnrýninni. Einnig hef ég hug á því að spreyta mig á leikstjórn, og það kemur til til greina, að ég reyni eitthvað slíkt. Á von á /íf/egra ári Haukur J. Gunnarsson /eikhúsfræðingur er 28 ára Reykvíkingur, sem hefur sett upp nokkur athyglis- verð leikrit á árinu sem leið. Einnig fékk hann styrk til- þess að kynna sér leiklist í Finnlandi. Haukur kvaðst vera ánægður með árið 1977. — Ég byrjaði á því að setja upp „Litla Kláus og Stóra Kláus" í Skagafirði og svo ,,í deiglunni" á Húsavík. Síðan fór ég til Japans í sumar og hafði mjög gaman af því, fór m.a. á námskeið þar og rifjaði upp gamlan kunningsskap. Á seinni hluta ársins stjórnaði ég sjón- varpsleikritinu „Róbert Elíasson kemur heim frá útlöndum" og setti upp leikritið „Höfuðbólið og hjáleigan" með Skagaleik- flokknumog „Afmælisveisluna" með Leikfélagi Sauðárkróks. Þegar á heildina er litið, get ég ekki gert upp á milli þessara verkefna, því þau voru öll fjölbreyttog skemmtileg, en árið fannst mér alveg ágætt. — í janúar og febrúar vinn ég með leikfélagi Kópavogs, og jafnframt mun ég sennilega kenna í Leiklistarskóla íslands. í mars og apríl set ég upp leikrit með Leikfélagi Blönduóss, en í maí geri ég ráð fyrir að fara til Finnlands og kynna mér leiklist þar. Ætli ég verði þar ekki í svona í 3 vikur til mánuð. Svo veit ég ekki, hvað tekur við, en vona bara, að það verði eitthvað skemmtilegt. Ég á frekar von á því, að þetta ár verði heldur líflegra en það síðasta. (Forsíðuviðtal við Hauk birtist í 38. tbl. Vikunnar 1977). Kostur, að við sky/dum ekki spi/a á böllum Magnús Eiríksson hljómlistarmaður {32 ára) hefur verið nokkuð í sviðsljósinu síðastliðið ár. Hann hefur samið fjölda vinsælla laga, m.a. á plötunum „Mannakorn" og „í gegnum tíðina," sem kom út skömmu fyrir síðustu jól. — Ég er mjög ánægður með þær undirtektir, sem við fengum á árinu sem leið. Þetta er alltaf dálítið happdrætti og hætt við, að einhverjar plötur týnist alveg í þessu plötuflóði fyrir jólin. Mér þótti líka kostur, að við skyldum ekki spila á böllum, en við gerðum hins vegar talsvert af því að spila í skólum og á tónlistar- kvöldum. Ég veit ekki, hvort ég get gert upp á milli laga á nýju plötunni, en ég er t.d. mjög ánægður með Sölva. — Það er alveg óráðið, hvað við gerum á nýbyrjuðu ári. Guð- mundur Ingólfsson er nú farinn að spila með okkur á píanó og verður með okkur áfram. Annars höfum við engar ákvarðanir tekið í sambandi við framtíðina. Þetta verður bara að koma af sjálfu sér. (Viðtal við Magnús mun birtast í Vikunni innan skamms). Leikarinn gekk yfir Vatnajöku/ Sigurður Sigurjónsson ■ /eikari 22ja ára gamall Garðbæingur, vakti athygli á árinu 1977 fyrir leik sinn í Þjóðleikhúsinu. — Það skemmtilegasta, sem ég vann á árinu 1977, var sjónvarps- kvikmyndin Skrípaleikur, sem tekin var á Siglufirði s.l. sumar, og leikritið Stalín er ekki hér, sem nú er verið að sýna hér í Þjóðleikhúsinu. Önnur leikrit, sem ég lék í á árinu voru: Dýrin í Hálsaskógi, Lér konungur, og Skipið. Annars gerði ég fleira skemmtilegt en að leika á árinu. i sumar gekk ég ásamt fjórum strákum yfir Vatnajökul. Við vorum hálfan mánuð á leiðinni, og það er skemmtilegasta ferð, sem ég hef farið. — Ég held áfram að vinna hér í leikhúsinu á þessu ári og verð í Hnotubrjótnum, Öskubusku og áfram í Stalín er ekki hér. Meira veit ég ekki, en ég hef hugsað mér að nota árið til þess að búa mig undir framhaldsnám í leiklist erlendis. Hvort ég fer svo utan á þessu ári eða næsta, veit ég ekki, en ég hef trú á, að þetta verði ágætt ár. (Viðtal við Sigurð mun birtast í Vikunni innan tíðar). 42VIKAN 1. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.