Vikan


Vikan - 05.01.1978, Blaðsíða 6

Vikan - 05.01.1978, Blaðsíða 6
Papriku- og pönnukökuk hádeginu, er Victor býður upp á margs konar þriggja rétta máls- verði fyrir 3-3,50 pund eða 1150-1350 krónur. Þá má oft sjá þar kunna þingmenn Verka- mannaflokksins í einu horninu og kaupsýslumenn, vafalaust hægri sinnaða, í hinu horninu. Gay Hussar er aðeins steinsnar frá austurenda Oxford Street. Frá verslunargötunni er genginn stutt- ur götubútur, Soho Street, síðan yfir Soho-torg og inn í Greek Street, sem gengur suður úr austurhorni torgsins. Gay Hussar er næstum alveg á horninu, þriggja mínútna gang frá Oxford Street. Þegar inn var komið, blasti við ákaflega notalegur og virðulegur 20 manna salur, fullur af fólki. Victor Sassie vísaði okkur upp á loft, þar sem var annar mjög svipaður salur, sem tók um 15 manns í sæti. Þar var líka setinn bekkurinn, en við höfðum haft vit á að panta borð í síma. Þar tók okkur að sér aldraður þjónn, sem kunni sitt fag þetur en nokkur annar þjónn, sem ég hef hitt. Til dæmis réði hann okkur frá rétti, sem hann sagði, að væri of dýr og ekki eins góður og tiltekinn annar réttur. Þar fyrir utan flutti hann eftir þörfum ýtarlega fyrir- lestra um innihald og tilurð einstakra rétta og um eðli hinna ýmsu vína, sem boðið var upp á. ARFUR KEISARA- DÆMISINS Ungverskur matur er fleira en gúllas og paprika. Yfirleitt þykja ungverskir kokkar frumlegir og áræðnir og eru eftirsóttir víða um heim. Matar- og vínmenning stendur líka á gömlum merg i Ungverjalandi, allt frá dögum austurísk-ungverska keisaradæm- isins. Þennan dag var á Gay Hussar, eða ,,Káta riddaranum," boðið upp á fimm forrétti, sautján aðal- rétti og fjóra eftirrétti. Val aðalréttarins réði verði hinnar þríréttuðu máltíðar. Meðal forréttanna var „Pör- költ", hin dæmigerða ungverska lauksúpa. Við kusum hins vegar meiri ævintýramennsku og feng- um okkur „Diszno Sajt", sem er pressuð sulta úr ósviðnum villi- 030(1 Hér erum við lögð af stað í hringferð um hnöttinn í fjórtán veislum, án þess að fara meira en 1000 metra frá Oxford Street. Við ætlum að kynnast jafnmörgum löndum og Phileas Fogg. Og við ætlum bara að vera eina viku að því, sem hann gerði á áttatíu dögum. Enda ætlum við að sitja kyrr í Westminster-hverfi heims- borgarinnar. Sósíalistinn Victor Sassie stendur með árvökul augu í miðju veitingahúsi sínu við Greek Street og fylgist vel með þaulæfðum þjónum sínum. Uppi á hillu fyrir ofan hann eru sósíalistískar bók- menntir, er Victor grípur sennilega í, þegar lítið er að gera. Sem gerist víst sjaldan. ,,Gay Hussar" er ungverskur veitingastaður á tveimur hæðum réttviðsuðausturhorn Soho-torgs. Hann er í hópi þeirra staða, sem mest álits njóta í borginni. Ronay gefur honum stjörnu, bæði fyrir gæði og lágt verð. ÞAR ERU KRATA- ÞINGMENN Hið ungverska veitingahús Victors er einkum vinsælt í Fiöldl möguleika IKUR Víkureldhús eru íslensk vinna og vönduð. Fjölbreytni í gerð og útliti. Hagræðing og skipulag er nauðsynlegt fyrir húsmóðurina. Greiðsluskilmálar og staðgreiðsluafsláttur. Sendum litprentaða bæklinga hvert á land sem er. , ' ^ ______✓ _____ VIKUR ELDHUS HF. Súðavogi 44 — Simi 31360 Póstsendum hvert sem er, fljótt og vel. (Gengið inn frá Kænuvogi) 6VIKAN 1.TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.