Vikan


Vikan - 05.01.1978, Blaðsíða 16

Vikan - 05.01.1978, Blaðsíða 16
spá Íslendingum frama á erlendri grund, má geta þess, að það gerist á fleiri sviðum en í íþróttunum, og þar kemur meðal annars falleg stúlka við sögu. Þá verður ísland einnig í heims- fréttunum vegna merkrar ráðstefnu.” En hvað um skákina? ,,Það er mikið að gerast í skákheiminum þetta árið. Og hæst ber vitanlega kjör Friðriks Ólafssonar í stöðu forseta alþjóða skáksambands- ins. En það verða a.m.k. tvö meiri háttar skákmót hér með þátttöku erlendra skákmanna, og okkar menn standa sig með prýði." Hvað gerist í listaheiminum? ,,Þetta verður gróskumikið ár í flestum listgreinum, en ég vil sérstak- lega nefna popptónlistina, því þar verður mikið að gerast. Það er fremur bjart í kringum listahátið, og þar rekur hver stórviðburðurinn annan, en fjár- hagsvandamál varpa samt sem áður einhverjum skugga á dýrðina." Ef við nú spyrjum um afdrif nokkurramáia, einsog hvernig fara muni með rekstur sjúkra- hóte/s Rauða krossins, kaupin á Víðishúsinu, gjaldeyriseign ísiendinga erlendis og Kröflu, svo nefnt sé bara það, sem kemur í hugann? „Rekstri sjúkrahótelsins verður bjargað til bráðabirgða, ríkið tekur við því. Víðishúsið verður líklega keypt. Rannsókn á gjaldeyriseign íslendinga lýkur ekki fyrr en seint á næsta ári, en ég hef trú á, að reynt verði að hafa lágt um niðurstöður. Krafla fer ekki í gang, en það batna heldur horfurnar á svæðinu." Hvað um erlend málefni? ,,Um þessar mundir bíður allur heimurinn eftir því, hvað gerist í samskiptum ísraels og Arabaland- anna. Ég er hrædd um, að þær friðar- vonir, sem Sadat hefur nú kynt undir, bregðist að verulegu leyti. A. m. k. verður ekki samið um varanlega lausn á þessu ári. Og við fáum fréttir af alvarlegum atburðum þar um slóðir. En seint á árinu rofar aftur til. Það verður ófriðlegt í Afríkulöndum sem fyrr, en þar verður þó haldin merk ráðstefna, sem gefur ástæðu til bjartsýni. Enn verða mannaskipti í æðstu stöðum í Sovétríkjunum, og ég gæti trúað, að einhverjir erfiðleikar steðj- uðu að Sovétmönnum, sem illa gengur að ráða við. Vegur Carters fer hins vegar vaxandi, og hann nær betri tökum á þeim vandamálum, sem við er að fást. Það er einkum eitt tiltekið mál, sem verður honum rós í hnappagatið. Bandaríkjamenn vinna vísindaafrek á árinu. Frakkland verður mjög í fréttum nær vori, og ég spái stjórnarskiptum þar í landi. Þá verður ófriðlegt víða á Spáni, og frá Belgíu berast einkenni- legar fregnir. Einn evrópskur þjóð- höfðingi deyr, og dauði hans hefur talsverðar breytingar í för með sér. Indira Gandhi nær auknum áhrif- um á Indlandi, og stjórnmálalíf landsins verður í meira lagi róstusamt. ,,Flinn hímneski friður" verður hins vegar alls ráðandi í Kína. Ég held ég endi svo bara í léttum dúr: Það verður mikil keppni um það, hvort verður brúðkaup ársins, brúð- kaup prinsessunnar í Mönakó (þar sem islendingar virðast eitthvað koma við sögu), eða brúðkaup Karls Bretaprins, sem haldið verður með viðeigandi pragt að hausti." LJÓSM: TRAUSTI BRAGASON Blaðamaður Vikunnar dvaldist á Gran Canaria í haust á vegum Samvinnuferða, og mun síðar birtast hér í blaðinu grein um þá ferð. En til að byrja með langar okkur að kynna fyrir ykkur fararstjórann. Hún heitir María Perello og er23 ára gömul. María er að vísu ekki fædd á Kanaríeyjum, heldur fæddist hún á Verdu í Lerida í Katalóníu. Þaðan fluttist hún tveggja ára að aldri til Terrassa, sem er rétt við Barcelona. Síðan hefur hún farið víða um heim og var m.a. ítvö og hálft ár á islandi. María hóf störf hjá Samvinnu- ferðum 16. september 1977 og var þá við starfsþjálfun á Torremolin- os á Spáni, en til Gran Canaria kom hún 7. október. Það er að sjálfsögðu mikið öryggi fyrir farþega að hafa spænskumælandi fararstjóra — enda hafði María nóg að gera við að túlka fyrir okkur öll! Blaðamaður Vikunnar gat ekki farið frá Gran Canaria án þess að spjalla lítilsháttar við Maríu, þessa kátu, lífsglöðu stúlku, sem meira að segja hefur staðið sjálfa sig að því að svara löndum sínum á íslensku, svo ofarlega er henni málið í huga! — Hvernig datt þér í hug að fara til Íslands? — Ég átti vinafólk, sem var að vinnaá islandi, og þau höfðu sýnt mér myndir þaðan. Mér fannst landið svo frábrugðið öðru, og ég trúði ekki, að það væri í rauninni til svona landslag, svo ég varð að fara og sjá þetta með eigin augum. Ég var þá í háskóla í Barcelona, og á þeim tíma var mikið um stúdentaóeirðir, kennsl- an féll niður hvað eftir annað, allir voru blankir og mikil óánægja ríkjandi. Ég og vinkona mín vorum orðnar leiðar á þessu, m.a. því að fara með lest daglega til skólans, og svo var allt lokað og ekkert um að vera, svo við ákváðum að skella okkur bara til íslands! — Og hvernig leist þér svo á landið, þegar þú varst komin? — Ég varð yfir mig hrifin, mér 16VIKAN 1. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.