Vikan


Vikan - 05.01.1978, Page 43

Vikan - 05.01.1978, Page 43
Fékkþær viðtökur, semhún áskHið. Hafliði Vilhe/msson rithöfundur er 23 ára gamall Reykvíkingur, sem vakið hefur athygli með skáldsögu sinni ,,Leið 12 — Hlemmur Fell." Hafliði sagðist halda, að bók sín ,,Leið 12 — Hlemmur Fell" hefði bara fengið nákvæmlega sömu viðtökur og hún átti skilið. Bókina hefði hann að mestu leyti skrifað á liðnu ári, en þó byrjað aðeins á henni árið áður. Á þessu ári sagðist hann hafa í huga að heimsækja Stratford Upon Avon, en annars ætlaði hann að reyna að komast hjá sem mestu erfiði og láta tímann líða í næði, hafa sem minnst fyrir hlutunum. Hann sagðist og vona, að komist yrði hjá kjarn- orkustyrjöld á árinu, en að öðru leyti á hann von á því, að árið verði ósköp venjulegt. Yfirkeyrði sig í upphafi árs ingunn Einarsdóttir 1rja/síþró ttakona er 22 ára, fædd og uppalin á Akureyri, og hefurstaðið sig vel í mörgum greinum frjálsra íþrótta. Ingunn var ekki ánægð með árið 1977. Sagðist hún hafa yfirkeyrt sig þegar í upphafi ársins og aldrei komist á toppinn af þeim sökum. — Ég var með alltof margar greinar í takinu, og það kom niður á árangrinum. Ætli 400 m hlaup hafi ekki verið einna best hjá mér. — Ég stefni nú að því að fara utan í mars n.k. og kem ekki heim aftur fyrr en í september. Fyrst verð ég á Ítalíu, en svo í Þýskalandi. Auðvitað verð ég fyrst og fremst að æfa og keppa og stefni á Evrópumeistaramót utanhúss, sem verður haldið í Prag næsta haust. Nú svo er líka farið að styttast í Ólympíuleikana í Moskvu. — Ég vona, að þetta ár verði gott, og ég stefni bara að því að bæta mig. (Forsíðuviðtal við Ingunni birtist í 7. tbl. Vikunnar 1977). Ernátægtmeti Sigurðar Þingeyings Sonja María Hreiðarsdóttir úr Njarðvíkum er aðeins 14 ára gömul, en á nú orðið fjögur íslandsmet í sundi — í 100 m og 200 m bringusundi í 50 m laug og 20 og 400 m bringusundi í 25 m laug. Við spurðum, hvenær hún hefði byrjað að synda með keppni fyrir augum. — Bróðir minn var í sundi, og ég mætti fyrst með honum 8 ára gömul, en byrjaði ekki að synda af neinni alvöru, fyrr en ég var orðin 10 ára. — Hvenær settirðu fyrsta metið? — í 200 m baksundi, setti þá telpnamet 12 ára og yngri. — Hvert er besta sundafrek þitt miðað við stig? — Það er 200 m bringusundið, 2.52.2, sem ég setti í 8 landa keppninni í sumar. — Er það rétt, að þetta met þitt sé svipaður árangur og Sigurður Þingeyingur átti bestan? — Það er eitthvað nálægt metinu, sem hann setti á Norðurlandameistaramóti á sín- um tíma, en ég held, að hans tími sé dálítið betri. — Hvað er framundan hjá þér á árinu? — 8 landa keppni í Israel í júlí og svo Unglingameistaramót Norð- urlanda seinna í vetur. — Ertu dugleg að æfa? — Ég hef aldrei verið eins dugleg við það og einmitt núna, og vona að ég geti bætt árangurinn eitthvað. Þess skal getið í lokin, að Sonja er í 2. þekk Álftamýrarskóla, óg í sumar vann hún í fiski á Kirkju- sandi. Nokkur dæmium ungt fólk sem vakti athyli á árinusem varað líða Hefur verið boðið t/7 Júgós/avíu Guðlaug Þorsteinsdóttir sem er aðeins 16 ára gömul, vann það afrek að verða Norður- landameistari kvenna í skák í Finnlandi fyrr á árinu 1977. Við spurðum hana, hvað lægi fyrir á árinu, sem er að byrja. — Mér hefur verið boðið að taka þátt í Evrópumeistaramóti kvenna, 20 ára og yngri, sem fram fer í janúar í Júgóslavíu, en það er ekki ennþá ákveðið, hvort ég fer. Svo verður sterkt kvennamót í Danmörku um páskana með þátttöku kvenna að vestan og austan, en ég veit ekkert um, hvort ég verð þar meðal þátttakenda. — Hvað gerir þú í tómstundum? — Fyrir utan skákina er ég að læra á píanó. — Ertu kannski betri á píanó en Jón L. Árnason ? — Það veit ég ekki, en ætli ég sé ekki kominn eitthvað lengra í píanónáminu. — Teflirðu mikið núna? — Nei, ég hef haft mikið að gera í skólanum, en ég er í stærð- fræðideild MR, og svo kenni ég skák í Kársnesskóla tvisvar í viku milli kl. 5 og 7. — Ertu nokkuð orðin afhuga skákinni? — Nei, en ég hef ekki mikið hugsað um framhaldið, eða hvað ég ætla að taka mér fyrir hendur eftir námið. — Hvað ætlarðu að gera í sumar? — Ég hef síðastliðin þrjú sumur unnið hjá Lyfjaverslun ríkisins, kannski verð ég þar aftur í sumar. 1» 1 • TBL. VIKAN43

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.