Vikan


Vikan - 13.04.1978, Blaðsíða 15

Vikan - 13.04.1978, Blaðsíða 15
Bólur og Starf augnmálning Póstsins Kæri Póstur! Eg ætla að koma mér beint að efninu. Er hægt að losna við bólur í Ijósum? Ef ekki, hvernig þá? Getur þú sagt mér, hvemig hægt er að bæla niður sveip á toppi? Fer illa með augun að byrja að mála sig snemma? Hvaða merki eiga best við sporðdrekann? En við steingeitina? Eiga steingeitar- stelpa og sporðdrekastrákur vel saman ? Hvort á sporðdrekinn (kk) betur við steingeitina eða sporðdrekann (bæði kvk)? Svo þetta venjulega: Hvað lestu úr skriftinni, og hvað er ég gömul? Með fyrirfram þökk,! Mirra Ég held, að Ijós geri svo sem aldrei nema gott, ef þú ferð varlega í sakirnar til að byrja með, en ég mundi samt heldur ráðleggja þér að leita til snyrtistofu út af bólunum fyrst í stað, og þú getur svo jafnvel farið til húösjúkdómalæknis, ef þetta er þeim mun alvarlegra. Snyrtistofa mundi sennilega ráðleggja þér lækni, ef þetta er eitthvað, sem ekki er hægt að laga með réttri meðhöndlun hjá þeim. Ég held það sé gjör- samlega útilokað að bæla niður sveip, a.m.k. er það mín reynsla! Reyndu samt að hafa samráð við hárgreiðslustofu, það má vel vera, að eitthvað sé hægt að gera nú til dag, þótt það hafi ekki verið hægt í mínu ungdæmi! Hvað viðkemur augnmálningunni, held ég ekki, að hún skaði augun beinlínis, en notirðu augnháralit, þá er hætt við að augnhárin brotni og fari illa. Ég ráðlegg þér að byrja ekki að mála þig of snemma. Það er líka misjafnt, hversu vel augu þola þá áburði, sem notaðir eru til að hreinsa augn- málningu af, og áburðirnir eða olian geta haft skaðlega áhrif á augun. Krabbinn á best við sporðdrekann, en meyjan við steingeitina. Steingeitarstelpa og sporðdrekastrákur eiga mjög vel saman, hann kippir undan henni fótunum, þótt hún sé ekki veik á svellinu fyrir! Sporðdrekastrákurinn á betur við sporðdrekastelpuna. Þaö eina, sem ég get lesiö úr skriftinni, er ákveðni. Þú er 14 ára.... kannski 15. Kæri Póstur! Komdu sæl — sæll, og líði þér nú bara í alla staði vel! (það geri ég). En hvað um það, ég er ein af þeim allra forvitnustu í bænum (sem betur fer ekki stór bær), og ég ætla bara að vara þig við. En ég hef áður skrifað þér og er að skrifa þér, og aftur mun ég skrifa þér, og mér finnst þú bara hafa tekið forvitninni í mér með ágætum. En hvareru nú allarspurn- ingarnar? Hérkoma þær! Er gaman að sjá um svona þátt eins og þennan? Hvað tekur ÞETTA starf þitt langan tíma frá þér á viku ? Hvemig velur þú bréfin, sem þú birtir? Eg biðst velvirðingar á að vera að hnýsast í annarra manna vinnumál, en mig langar svo að prófa þetta! Og auðvitað ætla ég að kynna mér það fyrst. Nú, þá er best að Ijúka þessu sem fyrst. I lokin, hvað lestu úr skriftinni, hvað telur þú mig gamla, hvemig er stafsetningin og hvemig erskriftin???Með fyrifram þökk! Guðbjörg. Best að svara spurningunum strax, svo því sé lokið sem fyrst! Já, það er gaman að sjá um þátt eins og þennan, ef bréfin eru ekki því heimsk- ulegri. ÞETTA starf mitt(l) tekur mismunandi langan tíma, fer mikið eftir innihaldi bréfanna. Þó reikna ég með, að meöaltíminn sé einn — einn og hálfur dagur. Bréfin vel ég eiginlega bara af handahófi, ég birti ekki nafnlaus bréf, ekki bréf, sem greinilega eru skrifuð til að stríða Póstinum, og helst ekki bréf, sem ganga aðeins út á þaö, hvernig merkin eiga saman, þess vegna var Stjörnuspá ástarinnar birt aftur í blaðinu nú í vetur. Ég reyni sem sagt að birta öll þau bréf, sem birtingarhæf eru. Afsökunarbeiðni þín er tekin til greina! Skriftin ber með sér, að þú sért afburða hress og kát 15 ára stúlka, stafsetningin er góð (tvær villur í bréfinu þó), og skriftin er mjög skemmtileg og bréfið þitt hreinlegt. — Láttu mig vita, þegar þú tekur við að svara Póstinuml! Mikið af fallegum vörum á góðu verði NÝKOMIÐ: Styttur og blómapottar frá Portugal, óvenjufalleg vara á sérstaklega góðu verði. Kynnið ykkur okkar mikla gjafavöruúrval. iíhi;- KRISTALl Laugaveg 15 sími 14320 15. TBL. VIKAN 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.