Vikan


Vikan - 13.04.1978, Blaðsíða 21

Vikan - 13.04.1978, Blaðsíða 21
MORÐ ÚR GLEYMSKU GRAFIÐ núna, blessuð gamla konan. Ætli hún sitji við ströndina og sóli sig?” ,, Hún er eitthvað að aðhafast, ef ég þekki hana rétt. Hún snuðrar upp eitt og annað og spyr margra spuminga. Ég vona, bara, að hún gerist ekki of nærgöngul einhvern daginn.” „Það finnst engum neitt óeðlilegt við það, þótt gömul kona spyrji margs. Það er ekki eins áberandi og ef við gerðum það.” Giles varð alvarlegur á svip. „Það er þess vegna, sem mér geðjast ekki að — ” Hann þagnaði. „Það er það, að þú skulir þurfa að gera þetta, sem mér er ekki sama um. Ég þoli ekki að sitja bara aðgemrlaus, meðan þú ferð í þessa leiðinda ferð.” Gwenda strauk fingrunum niður eftir áhyggjufullu andliti hennar. „Ég veit það elskan mín, ég veit það. En þú verður að viðurkenna, að þetta getur verið varasamt. Það er ósvífið að fara að spyija mann spjörunum úr um löngu liðin ástarævintýri — en kona getur komist upp með slíka ósvífni — ef hún er snjöll. Og það ætla ég að vera.” „Ég veit, að þú ert afar snjöll. En ef Erskine er maðurinn, sem við leitum að — ” „Ég held ekki,” sagði Gwenda íhugul, „að hann sé það.” „Þú átt við, að við séum á villigötum?” „Ekki algjörlega. Ég er viss um, að hann hefur elskað Helen. En hann er aðlaðandi, Giles, ákaflega aðlað- andi. Alls ekki líklegur til að hafa kyrkt einhvern.” „Þú hefur nú ekki mikla reynslu af því hveijir eru líklegir til að vera morðingjar, eða ekki.” „Nei. En ég hef mina kvenlegu eðlishvöt.” „Það er sennilega einmitt það, sem fórnarlömb morðingja segja. Nei, Gwenda, við skulum sleppa öllu gamni, þú lofar að fara varlega, er það ekki?” „Auðvitað. Ég vorkenni svo vesalings manninum — þetta kven- mannsskass. Ég er viss um, að líf hans hefur verið ömurlegt.” „Hún er undarleg kona... ein-' hvern veginn fremur ógnvekjandi.” „Já, alveg hræðileg. Sástu hvernig hún vaktaði mig allan tímann?” „Ég vona að þetta ráðabrugg okkar takist.” Daginn eftir framkvæmdu þau ráðagerð sína. Giles fannst hann einna líkastur leynilögreglumanni í dulargervi, þegar hann faldi sig þar sem hann gat haft auga með hliðinu framan við Anstell Manor. Um klukkan hálftólf tilkynnti hann Gwendu, að allt hefði gengið vel. Frú Erskine hefði farið í litlum Austin bíl, og hún hefði greinilega verið á leið til að versla í borginni, en þangað voru um þijár mílur. Það var ekkert í veginum. Gwenda ók upp að aðaldyrunum og hringdi bjöllunni. Hún spurði eftir frú Erskine og fékk það svar, að hún væri ekki heima. Hún spurði þá eftir húsbóndanum. Erskine var úti í garði. Hann var að lagfæra eitt blómabeðið, en stóð á fætur, þegar Gwenda nálgaðist. „Fyrirgefðu að ég trufla þig,” sagði Gwenda. „En ég held ég hafi týnt hringnum mínum einhvers staðar hérna í gær. Ég veit, að ég var með hann, þegar við gengum út í garðinn, eftir að við drukkum teið. Hann var heldur of stór, en mér þykir slæmt að missa hann, því þetta var trúlofunarhringurinn minn.” Þau voru brátt önnum kafinn við leitina. Gwenda rifjaði upp, hvar hún hefði gengið deginum áður, og reyndi að muna, hvar hún hafði staðið og hvaða blóm hún hafði snert. Brátt kom hringurinn í ljós, rétt við fjólubeðið. Með mikilli ákefð sagði Gwenda honum, hvað hún væri fegin. „Má bjóða þér eitthvað að drekka, frú Reed? Bjór? Eða sérri- glas? Eða viltu heldur kaffi?” „Nei, ekki neitt — þakka þér fyrir. Bara sígarettu — takk.” Hún settist á bekk í garðinum og Erskine settist við hlið hennar. Þau reyktu þögul smástund. Gwenda hafði ákafan hjartslátt. Það var ekki um neitt að velja. Hún varð að stynja þessu upp. „Mig langar til að spyrja þig að dálitlu,” sagði hún. „Þér finnst þetta kannski mikil ósvífni. En ég verð að fá að vita þetta — og þú ert sá eini, sem getur svarað mér. Ég held, að þú hafir einu sinni verið ástfanginn af stjúpmóður minni.” Hann sneri sér að henni og andlit hans var eins og eitt stórt spum- ingarmerki. „Af stjúpmóður þinni?” „Já. Helen Kennedy. Helen Halliday eins og hún hét síðar.” „Ég skil.” Maðurinn við hlið hennar bærði ekki á sér. Hann horfði yfir grasflötina baðaða í sólskininu, án þess að sjá nokkuð. Sígarettan reykti sig upp milli fingra hans. Þótt hann væri rólegur á yfirborðinu, þá fann Gwenda að svo var ekki innra með honum. Eins og hann væri að svara spumingum sjálfs sín, sagði Ersk- ine: „Bréfin, geri ég ráð fyrir.” Gwenda sagði ekkert. „Þau vom aldrei mörg, bréfin, sem ég skrifaði henni — tvö, eða kannski þrjú. Hún sagðist hafa eyðilagt þau — en konur eyðileggja aldrei bréf, er það? Svo þau höfnuðu hjá þér. Og þú vilt fá að vita eitthvað meira.” „Ég vil fá að vita eitthvað meira um hana. Mér þótti — mjög vænt um hana, þótt ég hafi ekki verið nema barn, þegar hún fór í burtu.” „Þegar hún fór?” „Vissirðu það ekki?” Augu hans mættu hennar, og úr þeim mátti lesa bæði undmn og hreinskilni. „Ég hef ekkert frétt af henni,” sagði hann, „síðan þetta sumar í Dillmouth.” „Þú veist þá ekki, hvar hún er núna?” „Hvemig ætti ég að gera það? Þetta var allt fyrir mörgum ámm — mörgum ámm. Þetta er allt löngu búið og gert. Og gleymt.” „Gleymt?” Hann brosti biturlega. „Nei, kannski ekki gleymt.. Þú ert mjög skarpskyggn, frú Reed. En segðu mér eitthvað um hana. Hún er ekki — dáin, er það?” Snögg vindhviða kældi þau, en síðan varð aftur logn. „Ég veit ekki, hvort hún er lífs eða liðin,” sagði Gwenda. „Ég veit ekkert um hana. Ég hélt kannski, að þú vissir eitthvað?” Hnn hristi höfuðið, svo hún hélt áfram: „Hún fór frá Dillmouth þetta sumar, skilurðu. Mjög skyndi- lega, eitt kvöldið. Án þess að nefna þetta við nokkurn mann. Og hún kom aldrei aftur.” „Og þú hélst að ég gæti hafa heyrt frá henni?” „Já.” Hann hristi höfuðið. Framhald í næsta blaði. 15. TBL. VIKAN 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.