Vikan


Vikan - 13.04.1978, Blaðsíða 18

Vikan - 13.04.1978, Blaðsíða 18
13. HLUTI FRAMHALDSSAGA EFTIR ÞAÐ SEM GERST HEFUR: Gwenda Reed er nýlega komin til Englands og hefur keypt þar gamalt hús, Hillside, í nágrenni Dillmouth. Brátt verður hún þess áþreifanlega vör, að ýmislegt þar kemur henni kunnuglega fyrir sjónir. Undarlegir atburðir verða þess valdandi, að hún fer til London og bíður komu eiginmanns síns, Giles. í London hittir Gwenda ungfrú Marple, en hún hefur óstjórnlegan áhuga á öllum dularfullum atburðum. Gwenda fœr vitneskju um að hún hefur dvalist í Englandi, þegar hún var á barnsaldri. Var þá morðið í Hillside alls engin ímyndun, heldur atburður, sem hún endurlifði nú? Faðir hennar hafði einmitt búið í Hillside fyrir nitján árum, þótt það vœri nœsta ótrúleg tilviljun. Seinni kona hans var Helen Spenlove Kennedy. Það er gátan um hana, sem þau verða að ráða. Ungfrú Marple lœtur ekki sitt eftir liggja og kemur til Dillmouth til þess að fylgjast með gangi mála. Þau hafa upp á bróður Helenar, Kennedy lækni, sem lætur þeim í té nýjar upplýsingar. Kelvin, faðir Gwendu , hafði látist á geðveikrahæli nokkru eftir að kona hans hljópst á brott frá honum með öðrum manni. Sjálfur hélt hann þvi þó fram við Kennedy, að hann hefði kyrkt konuna sína. Voru það ef til vill einungis hugarórar? Kelvin Halliday hafði framið sjálfsmorð á geiðveikra- hælinu, en skýrslur læknanna sýna, að þeir hafa ekki álitið hann morðingja. Var þá um þriðja mann að ræða, ef Helen var í rauninni myrt? En hver gat hann verið þessi þriðji maöur? Það er ekki vanda- laust að grafa upp gamlan kunningsskap, en með góðum vilja er það samt hægt. Sumt fólk man jafnvel ótrúlegustu hluti. Hvernig hafði til dæmis tengslum Helenar og Walters Fane verið háttað? Eftir samtalið við Fane er Gwenda þó sannfærð um að hann hefur ekki getað framið morð.... En Edith Pagett man eftir ýmsu frá þvi hún var í þjónustu Halliday hjónanna. Þjónustustúlkan Lili Abott, hafði verið frökk og fram- hleypin. Hún hafði líka þóst vita lengra en nef hennar náði. Til dæmis var hún viss um, að Helen var hrifin af manni, sem var sumargestur á hóteli í bænum. 17. RICHARD ERSKINE AnsteU Manor var eyðilegt útUts. Þetta var hvítt hús og hlíðarnar í kring voru napurlegar. Vegurinn upp að húsinu var bugðóttur og um- luktur þéttum runnagróðri. ,,Hvers vegna komum við hing- að?” sagði Giles við Gwendu. „Hvað eigum við eiginlega að segja?” „Við erum búin að ákveða það.” „Já, — svo langt sem það nú nær. Það er heppilegt að frænka föðursystur mágs hennar ungfrú Marple, eða hvemig sem það nú er tengt, býr hér nálægt... En það er langt á miUi venjulegrar kurteisis- heimsóknar og að fara að spyrja gestgjafann um löngu Uðin ástar- ævintýri.” „Og svo er líka svona langt um Uðið. Kannski — kannski man hann ekki einu sinni eftir henni.” „Kannski gerir hann það ekki. Og kannski hefur aldrei verið um neitt ástarsamband að ræða.” ,,GUes, emm við að gera okkur að algjörum fíflum?” „Ég veit það ekki... Mér finnst það stundum. Ég veit ekki af hverju við emm að skipta okkur af þessu. Skiptir þetta nokkm máU lengur?” „Svona löngu seinna... Já, ég veit það... Ungfrú Marple og Kennedy læknir sögðu bæði, „Látið þetta eiga sig.” En hvers vegna gemm við það ekki, GUes? Hvað er það, sem fær okkur tU að halda áfram? Er það hún?” „Hún?” „Helen. Er það þess vegna, sem ég man þetta? Er bernskuminning míneinitengiUðurinn, sem hún hefur við Ufið — við sannleikann? Er Helen að nota mig — og þig — svo sannleikurinn komi í ljós?” „Vegna þess að hún var myrt, áttu við?” „Já. það er sagt — ég hef lesið það í bókum — að slíkt fólk geti stundum ekki hvUt í friði....” „Nú held ég, að þú sért orðin ímyndunarveik, Gwenda.” „Kannski er ég það. Við getum að minnsta kosti — valið. Þetta er bara kurteisisheimsókn. O þetta þarf ekki að verða neitt annað, — nema við vUjum — ” GUes hristi höfuðið. „Við höldum áfram. Við getum ekki annað.” „Já — það er rétt hjá þér. En ég held samt, GUes, að ég sé hálf hrædd — „Emðþiðaðleitaykkurað húsi?” sagði Erskine. Hann bauð Gwendu smurt brauð. Gwenda fékk sér eina brauðsneið og PENNI HINNA VANDLÁTU CROSS penninn hefur sannað yfirburði sína um allan heim. Stórglæsilegur penni sem fæst í 12 eða 14 karata gulli, silfri, krómi og með 12 eða 14 karata gullhúð. CROSS penni er lífstíðareign. PENNAVIÐGERÐIN Ingólfsstræti 2, sími 13271 18VIKAN 15. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.