Vikan


Vikan - 13.04.1978, Blaðsíða 8

Vikan - 13.04.1978, Blaðsíða 8
samtals á 51.475 kr. í febrúarmán- uði. Þessi upphæð skiptist á liðina Kjöt, Fiskur, Drykkiarföng, Brauð og Kex. — Ég ét náttúrlega á við þrjá, sagði Omar. Til dæmis þegar ég er að vinna niðri í sjónvarpi, þá borða ég hádegis- og kvöldmat þar, og svo borða ég enn einu sinni, þegar ég kem heim eftir kl. 9, ef konan er með eitthvað gott í matinn. Svo drekk ég geysilega mikið, aðallega gos, bæði í vinnunni, og svo er ég fjórum sinn- um í viki; í fótbolta, og þá klárar maður eina flösku strax eftir æfingu, aðra, þegar maður kemur heim, og þá þriðju undir svefninn. Það dugir ekki minna. Helga sagði, að matarreikningur- inn hefði ekki komið sér á óvart, en hún hefði ekki áttað sig á því fyrr, hve hreinlætis- og snyrtivörur væru stór liður í innkaupunum. Okkur finnst þetta reyndar ekki há tala, því mikið hlýtur að þurfa að þvo á svo stóru heimili. Þessi stóra fjölskylda býr í 135 fermetra 5 herbergja raðhúsi á Háa- leitisbraut 55, sem er vitanlega orðið alltof lítið húsnæði fyrir þennan fjölda. Þau hjónin hafa smám saman verið að stækka við sig allan sinn búskap, en alltaf verið svona tveim- ur börnum á eftir, eins og Ómar komst að orði. En þeim finnst svo margt annað skemmtilegra hægt að gera heldur en að byggja, svo að lík- lega breyta þau ekki til í bráð. Helga og Ómar reka tvo bíla, Simca ’77 og Blazer '72, og er sá síðarnefndi talsvert eyðslusamur. — Ég skulda hann lika allan, sagði Ómar, ogætla að selja hann, áður en ég eignast hann. Bensínkostnaður í febrúar varð samtals 35.585 kr., og þarf engan að undra þá tölu, þvi þau hjónin þurfa mikið að nota bíla. Strætis- vagna og leigubíla notar fjölskyldan hins vegar sáralítið. Blöð og bækur er stór liður hjá Ómar og fjölskyldu, enda kaupa þau fjögur dagblöð, Vikuna og reiðinnar ósköp af bílablöðum og öðrum út- lendum blöðum. Leikhús og bíó er hins vegar ekki stór liður, það eru aðallega bíópeningar barnanna, því Ómar og Helga geta sjaldan gefið sér tíma til að sækja leikhús eða kvikmyndahús. í skemmtanir var að öðru leyti engu eytt í þessum mánuði, að vísu fóru hjónin tvisvar á árshátíð, hjá leikurum og hjá starfsfólki sjónvarps, en þær skemmtanir greiddi Ómar með þvi að koma samkomugestum í gott skap, eins og honum einum er lagið. Og ekki fóru peningarnir í vin eða tóbak í þessum mánuði sem endra- nær, fjölskyldan er öll í bindindi á slíka hluti. Og elstu börnin eru farin að stunda íþróttir af kappi. Fatnaðarliðurinn hlýtur alltaf að vera nokkuð hár hjá svo barnmargri fjölskyldu. Helga sagði þó, að börn- in væru mjög nægjusöm á þessu sviði, en það er fljótt að koma, þó ekki sé keypt nema það allra nauð- synlegasta. Helga fékk sér einn kjól í febrúar, en að öðru leyti er þarna um að ræða sokka, sokkabuxur, nærföt og gallabuxur á börnin. Undir liðinn Annað varð vitan- lega að flokka æði margt, eins og til dæmis framköllun mynda á kr. 14.200, en slík útgjöld geta orðið stór liður hjá mörgum fjölskyldum. Þá má einnig nefna leikskólagjald. sem er 20 þúsund á mánuði fyrir tvær yngstu stúlkurnar, glugga- tjöld á 7.900, eldavélarhellu á 6.100, skjalatösku handa húsbóndanum á 11.700, klippingu, vasapeninga, af- mælisgjöf o.fl. o.fl. Útgjöld þessarar fjölskyldu urðu samtals nálægt hálfri milijón þenn- an mánuðinn, án þess að nokkru væri eytt í það, sem nú til dags er talið óhóf, eins og við höfum nú reynt að sýna fram á með þessum útskýringum. Við þökkum Helgu og Ómari og börnunum þeirra sjö kær- lega fyrir aðstoðina. K.H. -----------------------------------------------------------S Litljósmyndir h.f. Laugavegi 26 Verzlanahöllin Reykjavík sími: 2 65 28 v_______________________________.—/ 8VIKAN 15. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.