Vikan


Vikan - 13.04.1978, Blaðsíða 6

Vikan - 13.04.1978, Blaðsíða 6
 Sídumúla 15, Sími33070 gjarn Pampers PAHHIRSBLEIUR MEÐ ÁEÖSTUM PLASTIKBUXUM Undramjúkt efni PAMPERS hvílir næst hörundinu, en rakinn dreifist í pappírslög sem taka mikla vœtu. Ytrabyrði er úr plasti. Rúm og ytri- buxur eru því ávallt þurr. PAMPERS eru sem tilsniðnar fyrir barnið og gefa mikið frelsi til hreyfinga. Límbönd á hliðum gera ásetningu einfalda. ““g&meriafe* : HmÐKC Fjórarfjölskyldur he Fyrir þremur árum gerði Vikan svolitla könnun á því, hvað fólk eyðir mánaðarlega í mat og annað, sem til nauðþurfta telst. Þrjár fjölskyldur héldu búreikninga fyrir Vikuna i febrúarmánuði árið 1975 og niðurstöðurnar vöktu mikla athygli, því þetta er nokkuð, sem öllum kemur við. Areiðanlega er það svo á mjög mörgum heimilum, að fólk veit gróflega, hver eru heildarútgjöld fjölskyldunnar frá einum mánuði til annars, en gerir sér aðeins óljósa grein fyrir því, hvernig þessi útgjöld skiptast. Þetta er vitanlega ekki staðhæft með neinni hneykslun, því það er sannarlega ekki Utið verk á þessum hraðfleygu verðbólgutimum að hafa nákvæmar reiður á útgjöldum. Við sjáum matarreikninginn stíga um nokkur þúsund mánaðarlega og bölvum hœkkununum ósköp máttleysislega, og það er erfitt að meta, hvort það var kjötliðurinn eða ávaxtaliðurinn, sem hækkaði mest, eða hvort það var eitthvað enn annað. Eina leiðin til að komast að því er að færa nákvæmt bókhald á borð við það, sem fjórar fjölskyldur hafa nú gert fyrir Vikuna. Þær gerðu okkur þann greiða að halda búreikninga ifebrúar- mánuði og bóka alla sina eyðslu sundurliðaða. Þessar fjórar fjölskyldur eru ákaflega ólíkt samansettar og hafa ólíkar aðstæður, svo að flestir lesendur ættu að geta borið sig saman við einhverja þeirra. Og vonandi verður þetta tiltæki okkar til að hvetja fleiri til að gera slikt hið sama. Það veitir ekki af að hressa upp á verðskyn Islendinga, sem er því miður orðið afar sljótt, sem kannski er vonlegt. Og vilji menn spyrna við fótum og reyna að haga útgjöldum heimilanna skynsamlega, er fyrsta skrefið að gera sér fulla grein fyrir, í hvað peningarnir fara. Við birtum einnig útfyllingarformið, sem fjölskyldurnar notuðu við búreikningana, og geta lesendur þá notað það við færslu útgjalda á eigin heimilum. Neðanmáls á útfyllingarforminu má sjá, hvernig flokkað er undir hina ýmsu liði. Og verði þetta tiltæki Vikunnar einhverjum til gagns við að átta sig á útgjöldum sínum og hvernig hugsanlega megi úr þeim draga, þá er tilganginum náð. b ^adolin traa og jorn 3%y-piastiTio!KiS> í£S£K*O0Ud •rn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.