Vikan - 13.04.1978, Blaðsíða 20
ykkur liggur mikið á,” sagði
Erskine.
„Okkur liggur í rauninni ekkert
á,” sagði Giles glaðlega. „Við
hættum ekki að leita fyrr en við
finnum eitthvað, sem við erum
fullkomlega ánægð með. Sem
stendur eigum við hús í Dillmouth
— á suðurströndinni.”
Erskine gekk í burtu frá teborð-
inu. Hann náði í sígarettuöskju á
borði við gluggann.
„Dillmouth,” sagði frú Erskine.
Rödd hennar gaf ekkert til kynna.
Augu hennar hvildu á hnakka
eiginmannsins.
„Yndislegur staður,” sagði
Giles. „Kannist þið við hann?”
Það varð stutt þögn, en síðan
sagði frú Erskine með sama
sviplausa raddblænum, „Við
dvöldum þar í nokkrar vikur eitt
sumar — það var fyrir mörgum,
mörgum árum. Við voru ekkert
sérstaklega hrifin — okkur fannst
þetta of mollulegur staður.”
„Já,” sagði Gwenda. „Það er
einmitt það, sem okkur finnst. Giles
og ég kysum heldur að hafa
andrúmsloftið hressilegra.”
Erskine kom með sígarettur.
Hann bauð Gwendu.
„Það er svo sem nógu hresandi
hér um slóðir,” sagði hann og það
var einhver harka í rödd hans.
Gwenda leit á hann um leið og
hann kveikti í sígarettunni fyrir
hana.
„Manstu sæmilega vel eftir
Dillmouth?” spurði hún sakleysis-
lega.
Hann klemmdi varirnar saman
eins og, að því er hún áleit, að hann
fyndi snögglega til sársauka. En
rödd hans var ofur eðlileg, þegar
hann svaraði, „Alveg sæmilega,
held ég. Við bjuggum — bíðum nú
hæg — á Royal George — nei,
Royal Clarence hótelinu.”
„0 já, það er fallega gamla
hótelið. Húsið okkar er þar rétt hjá.
Hillside heitir það núna, en var áður
kallað St. — St. Mary, var það ekki,
Giles?”
„St. Catherine,” sagði Giles.
í þetta skipti var greinilegt, að
honum var brugðið. Erskine snerist
snögglega á hæli og bollinn skalf í
höndum frú Erskine.
„Ykkur langar ef til vill að líta á
garðinn,” sagði hún skyndilega.
„0 jó, það væri gaman.”
Þau gengu út í gegnum franska
gluggann. Þetta var vel snyrtur og
vel skipulagður garður, með breið-
um blómabeðum og hellulögðum
gangstígum. Gwendu skildist, að
það væri aðallega Erskine sjálfur,
sem sæi um garðinn. Þegar hann
sagði henni frá rósunum og
matjurtunum, þá birti yfir sorg-
mæddu andliti hans. Það var
greinilegt, að hann hafði mikinn
áhuga á garðrækt.
Þegar þau voru loks búin að
kveðja og óku í burtu, spurði Giles
hikandi, „Léstu hann — léstu hann
detta.?”
Gwenda kinkaði kolli.
„Við fjólubeðið.” Hún leit á hönd
sína og snéri giftingarhringnum
eins og annars hugar.
„En ef þú finnur hann nú aldrei
aftur?”
„Þetta var ekki trúlofunarhring-
urinn. Ég hefði ekki þorað að hætta
á að sjá hann aldrei aftur.”
„Það er ég feginn að heyra.”
„Mér þykir svo vænt um þann
hring. Manstu hvað þú sagðir,
þegar þú dróst hann á fingur mér?
Þú sagðir að ég fengi grænan
smaragð, vegna þess að ég væri
brögðótt lítil kisa með græn augu.”
„Ég erviss um,”sagði Giles,” að
sumir af eldri kynslóðinni, eins og
til dæmis ungfrú Marple, yrðu
forviða, ef þeir vissu hvað við
notum sem gæluorð okkar á milli.”
„Hvað skyldi hún vera að gera
þettaaeriéa
fyrirþig
Aðstoða við að orða auglýsingu þína,
ef þú óskar. Svara í síma fyrir þig.
Veiti fyrirspyrjendum upplýsingar
um það sem þú auglýsir og
tek við tilboðum sem berast.
Njóttu góðrar þjónustu ókeypis.
Opið til kl. 10 í kvöld.
BIABIÐ
Dagblaðið, smáauglýsingaþjónusta. Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022
20VIKAN 15. TBL.