Vikan - 13.04.1978, Blaðsíða 41
Milli vonar
og ótta
Þ:að var næstum því hlægilegur
undrunarsvipur á góðlátlegu, mildi-
legu, en ofurlítið feitlagnu andliti
hans. „Og hvað ætlar þú að gera við
þrjú þúsund pund?”
Svarið, sem hún hafði ekki hug-
rekki til að segja, flaug í gegnum
huga hennar: „Til þess að borga
morðingja mútugjald, svo að hann
láti af hótun sinni um að selja
glæpasögu sína til birtingar, og svo
að fólk eigi ekki eftir að horfa á Tim
og hvísla: Þetta er Tim Hunt...það
var bróðir hans, sem fór í fangelsi
fyrir morð.”
Upphátt sagði hún: ,,Ég get ekki
sagt þér frá þvi. Ég vildi, að ég gæti
það, en ég get ekki. Verður það til
þess, að ekki er hægt að hætta á það
að veita mér lán?”
„Ja,” hann dró við sig svarið, ró
hans var greinilega raskað, og hann
virtist jafnvel vera að fara úr sam-
bandi, svo að hún flýtti sér að bæta
við: „Guy, égborga þér eins fljótt og
ég get. Núna, þegar Tim gengur
svona vel, þá duga hans laun til þess
að halda okkur uppi. Ég get síðan
fonirifl már vinnn.”
Þegar hann sá ákafa hennar, varð
hann aftur eins og hann átti að sér
og sagði stillilega, þar sem hann
vildi henni ekkert nema vel: „Lucy,
ég dái þig og ber mikla virðingu fyrir
þér. Þú ert stórkostleg ung kona, og
Tim er svo sannarlega heppinn að
vera giftur þér, en fjármál er ekki
þín sterkasta hlið, eða hvað?”
„Þú ert að neita mér”, sagði hún í
spurnartóni, eins og hún tryði ekki
sínum eigin orðum.
„Þessi spurning er málinu óvið-
komandi, því þó ég vildi hjálpa þér,
þá gæti ég það ekki, af því að ég á
ekki þrjú þúsund pund til að lána
þér.”
Hún sagði hljóðelga: „Fyrirgefðu
mér. Ég er eitthvað rugluð að vera
að ónáðaþig svona.”
„Þú ert ekki að ónáða mig, og ég
er mjög glaður yfir því, að þú leit-
aðir til min. Og ef til vill get ég
hjálpað þér. En leyfðu mér fyrst að
útskýra fyrir þér, hvernig ég stend.
Undanfarin þrjú ár hef ég verið að
kaupa eignaraðild í fyrirtæki einu og
hús, sem var allt of dýrt fyrir minn
fjárhag, en það var eina húsið, sem
Amöndu leist vel á."
Eitt andartak viku hugsanir hans
frá Lucy, og augun urðu fjarlæg og
köld. Hann ræskti sig skyndilega.
„Og þar af leiðandi stendur þannig á
núna, að víxlarnir bókstaflega elta
mig, og hver einasti peningur, sem
ég vinn mér inn, fer í skuldir.''
Hún muldraði vonleysislega:
„Fyrirgefðu mér. Ekki hugsa um
þetta meira. Gleymdu þessu.”
„En, eins og ég sagði þér, þá
gætum við fundið leið út úr þessu.
Þú og Tim gætuð farið og hitt
bankastjórann. En ég er hræddur
um, að það, sem hann vill vita fyrst
aföllu — í algjörum trúnaði, að sjálf-
sögðu — er, hvað þið ætlið að gera
við peningana. Þá mun hann spyrja,
hvaða tryggingu þið hafið: Fast-
eignir og aðrar eignir, en þið hafið
ekki neitt. í slíku tilfelli verður
maður að hafa ábyrgðarmann."
Hann gerði hlé á máli sínu til þess
að fullvissa sig um, að hún fylgdist
með. „Og þar kem ég inn í málið. Ég
verð ábyrgðarmaður fyrir láninu.
Það þýðir, að ef annað hvort þú eða
Tim, eða þið bæði, fallið frá, þá mun
bankinn leita eftir greiðslu hjá mér,
á gjalddaga. Þetta, og skilyrðislaus
lo.'orð frá ykkur um að borga reglu-
lega, ætti að nægja til að veita
ykkur lánið. Og sú staðreynd, að allt
er lá uppleið hjá Tim núna, ætti ekki
að skemma fyrir. Jæja, það er
ekkert að þessu, er það?”
„Nei,” sagði Lucy. „Þakka þér
fyrir, hvað þú hefur verið hjálp-
legur.”
„Ánægjan er öll mín megin, Lucy.
Hefur þú ekki þörf fyrir að trúa mér
fyrir leyndarmáli þínu, til hvers þú
ætlar að nota þessa peninga?”
Hún hristi höfuðið.
„Jæja þá," sagði hann hressilega.
Við skulum fá okkur búðing í eftir-
rétt. Ég mæli með sýrópsrúllunni.
Hún er sú besta í London.”
Er hún sat í lestinni á heimleið,
ávítaði hún sjálfa sig fyrir þessa
barnalegu bjartsýni sem hún hafði
sýnt á leiðinni til borgarinnar fyrr
um daginn, þegar hún ímyndaði sér,
að hún gæti snúið til baka með ávís-
un upp á þrjú þúsund pund í vesk-
inu, og martröðinni þar með lokið. í
tvo daga hafði þessi von gert henni
kleift að halda það út að lifa í haturs-
fullu andrúmsloftinu, sem fylgdi
Bernard, og sneiða hjá tilraunum
Tims um, að hún samþykkti að gefa
Bernard peningana.
Hún hafði gefið Tim þá skýringu á
ferðinni til borgarinnar, að hún
ætlaði að borða með Amöndu. Yfir
morgunverðarborðinu hafði ágirnd-
in glampað frekjulega i augum
I
Nokkur sýnishorn
af mokkaflíkum
sem ávallt eru
fyrirtiggjandi hjá okkur
Við bjóðum einnig
mikiö úrval af
lúffum og mokkahúfum
á börn og fulloröna.
Lítlð við i verzlun okkar.
Gjafaúrvallð hefur aldrel verið fallegra.
RAflflAGERÐIN
HAFNARSTRÆT119
Opið á laugardögum ffrá kl. 9—12.
Mokka
íslensk tízkuvara
á alþjóðamarkaði.
Mokka kápur og frakkar
hafa vakið alþjóðaathygli
sem vönduð og sígild tízkuvara.
í Mokka eruð þér ávallt vel klædd.
Mokka er munaður sem
auðvelt er að láta eftir sér.
15. TBL. VIKAN41