Vikan


Vikan - 13.04.1978, Blaðsíða 19

Vikan - 13.04.1978, Blaðsíða 19
AGÖTHU CHRISTIE ekki að vera. Það voru þjáninga- drættir á andliti hennar. Hún er ekki hamingjusöm, hugsaði Gwenda. Ég er viss um, að hún gerir honum lifið erfitt, hugsaði hún. En upphátt hélt hún samræðun- um áfram. „Það er hræðilega þreytandi að vera í húsnæðisleit, ” sagði hún. Lýsingar fasteignasalanna lofa allt- af svo góðu — en svo þegar komið er á staðinn, þá er ekkert að marka þær.” Morð úr gleymsku grafíð Aftur fannst henni hún heyra einhvern sannarlegan hljóm í rödd hans, en frú Erskine greip fram i fyrir honum og sagði valdsmann- legri röddu: „Og eruð þið virkilega að leita að húsi á þessum slóðum?” leit á hann. Richard Erskine var fremur lágvaxinn maður, um það bil fimm fet og níu þumlungar. Hann var gráhærður og augu hans voru íhugul, virtust armæðuleg. Rödd hans var róleg og þægileg, og hann dró seiminn. Hann var á engan hátt neitt sérstakur í útliti, en Gwendu fannst hann samt mjög aðlaðandi... Hann var í rauninni ekki eins laglegur og Walter Fane, en samt myndu fáar konur líta tvisvar á Fane, enda þótt þeim yrði aftur á móti starsýnt á Erskine. Fane hvarf í fjöldann. En þótt Erskine hefði sig ekki mikið í frammi, þá var hann áberandi persónuleiki. Hann talaði um hversdagslega hluti á ósköp venjulegan hátt, en samt hafði hann eitthvað — þetta eitthvað, sem konur finna svo fljótt, og sem vekur upp kveneðli þeirra. Eins og ósjálfrátt lagfærði Gwenda pilsið sitt, hagræddi hárinu og vætti var- imar. Helen Kennedy gæti hafa orðið ástfangin af þessum manni fyrir nítján árum. Það var Gwenda sannfærð um. Hún leit upp og fann að augu frúarinnar hvíldu á henni og henni eins og hitnaði innvortis. Frú Erskine var að tala við Giles, en hún var að horfa á Gwendu og úr augnaráði hennar mátti lesa bæði aðdáun og tortryggni. Janet Erskine var hávaxin kona, rödd hennar var djúp — næstum því eins og karlmannsrödd. Hún var stór- skorin og hún var í velsniðinni tweed-dragt með stórum vösum. Hún leit út fyrir að vera eldri en eiginmaður hennar, en með sjálfri sér áleit Gwenda þó, að svo þyrfti ,,Hafið þið hug á að setjast að hér í nágrenninu?” ,,Já, — þetta umhverfi hér er meðal þess, sem til greina kemur. Eiginlega vegna þess að það er nálægt Hadrians Wall. Giles hefur alltaf verið svo hrifinn af Hadrians Wall. Ég veit að það hlýtur að hljóma undarlega í ykkar eyrum, en fyrir okkur er næstum þvi sama hvar er i Englandi. Heimili mitt var á Nýja Sjálandi og það er ekkert sem bindur mig hér. Og Giles var hjá hinum og þessum frænkum sínum í skólafríunum, svo hann hefur ekki nein tengsl við neinn sérstakan stað. Það eina, sem við viljum ekki, er að vera nálægt London. Við viljum vera úti í sveit.” Erskine brosti. ,, Það er svo sannarlega eins og að búa í sveit að vera hér í grenndinni. Við erum alveg einangruð. Ná- grannamir eru fádr og það er langt á milli þeirra.” Gwendu fannst eins og það vottaði fyrir einhverri angurværð í þægilegri rödd hans. Hún sá allt í einu fyrir sér einmanalegt líf þeirra — dimma vetrardaga, þegar vind- urinn gnauðar í reykháfnum — byrgða glugga — og hann innilok- aður — innilokaður með þessari konu með óhamingjusömu augun — og nágrannamir fáir og langt á milli þeirra. Svo hvarf þessi mynd sjónum hennar. Það var aftur komið sumar og frönsku gluggarnir vom opnir út í garðinn — og rósalimur og fugla- söngur barst inn. „Þetta er gamalt hús, er það ekki?” spurði hún. Erskine kinkaði kolli. „Frú tímum Anne drottningar. Ætt mín hefur búið hér í næstum því þrjú hundmð ár.” „Þetta er yndislegt hús. Þú hlýtur að vera mjög stoltur af því. ” „Það er nú orðið í hálfgerðri niðurníðslu. Allt viðhald er orðið svo dýrt. En samt emm við nú komin yfir versta hjallann, þar sem bömin em farin að heiman.” „Hvað eigið þið mörg böm?” „Tvo drengi. Annar er í hemum. Hinn hefur nýlokið námi í Oxford. Hann er nýfarinn að vinna hjá útgáfufyrirtæki. ” Gwenda fylgdi augnaráði hans yfir á arinhilluna. Þar vom myndir af tveim drengjum — þeir virtust vera um það bil átján eða nítján ára gamlir, sennilega vom þessar myndir tveggja eða þriggja ára, áleit hún. Úr svip hans mátti lesa bæði stolt og væntumþykju. „Þetta em góðir drengir,” sagði hann, „þótt ég segi sjálfur frá.” „Þeir em mjög myndarlegir,” sagði Gwenda. „Já,” sagði Erskine. „Ég held líka, að það sé þess virði. Að fórna ýmsu bamanna vegna, á ég við,” bætti hann við, þegar hann sá spumarsvipinn á Gwendu. „Éggeriráðfyrir, — að — að oft þurfi maður að fórna miklu,” sagði Gwenda. „Heilmiklu stundum...” Aftur fannst henni hún heyra einhvem annarlegan hjóm í rödd hans, en frú Erskine greip fram í fyrir honum og sagði valdsmann- legri röddu: „Og emð þið virkilega að leita að húsi á þessum slóðum? Ég er hrædd um, að ég viti ekki um neitt, sem hentað gæti hér í grennd.” Og þótt þú vissir um eitthvað, þá myndirðu ekki segja frá því, hugsaði Gwenda. Þessi heimska gamla kona er í raun og vem afbrýðisöm. Afbrýðisöm, af því að ég er að tala við manninn hennar og af því að ég er ung og aðlaðandi. „Það fer nú allt eftir því, hvað 15. TBL. VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.