Vikan


Vikan - 13.04.1978, Blaðsíða 37

Vikan - 13.04.1978, Blaðsíða 37
1 Að auka farangursrýmið Þetta 'sérkennilega farartæki er ný gerð af vöruflutningabíl, sem verið er að prófa í Banda- ríkjunum. Ákvæði eru um hómarkslengd á vöruflutn- ingabílum í mörgum fylkjum Bandaríkjanna (55 fet), og því fannst Strick Corporation athug- , andi að gera tilraun með að að gera tilraun með að stækka farangursrýmið með því að byggja yfir öku- mannshúsið. Þetta gefur aukalega 600 kúbikfet af farangursrými, eða pláss fyrir 50 þúsund bjórdósir! Meðfylgjandi myndir sýna útlit bílsins eftir breyting- arnar. Nick Nolte var enginn engill í æsku Við höfum áður minnst hér á Nick Nolte, Blað eitt snéri sér til móður hans og spurði hvernig strákur hefði hagað sér í æsku. Hún sagðist aldrei gleyma því, þegar hann leiddi víra inn á bað- herbergið, sem settu í gang segulband, sem tilkynntu viðkomandi, eftir að hann hafði læst að sér, hvernig hann ætti að nota tækin á baðherberginu! Nick safnaði slöngum, en eftirlætisdýrið hans var leðurblaka, sem móðir hans fann einn daginn nær dauða en lífi í þvottavélinni, henni til mikillar skelf- ingar! Eftir að Nick fékk bílpróf hrúguðust upp sektarmiðar vegna um- ferðarbrota og hann kaus heldur að sitja sektirnar af sér í fangelsi en greiða þær. Vinur hans segir, að Nick hafi verið laus í rásinni, og meðalannars ræktað marijú- ana í húsi, sem hann hafði á leigu meðan hann var við háskólanóm. En móðir hans sagði: „Hann hefur aldrei verið álitinn neinn engill, en hann var rétt eins og aðrir strákar á hans reki.” Því meir sem þú drekkur af víni því lengur verða timburmennirnir að verki, og timburmenn eru hreint ekki skaðlausir. Að drykkju lokinni er vínandi í blóðinu, og á meðan hann er fyrir hendi, kemst minna súrefni til heilans en eðlilegt er, og það þýðir, að dómgreindin brenglast og viðbrögðin verða ruglingsleg. Þetta ástand varir uns lifrin hefur lokið við hreinsun vín- andans. Þvi meir sem þú drekkur, því lengur er lifrin að eyða eiturefnunum. Áfengið dregur til sín vökva úr öllum likamanum og þú vaknar því þyrstur að morgni. Áfengið hefur líka gengið á heilavökvann, og það er ástæðan fyrir höfuð- verknum, sem fylgir oftast í kjölfar mikillar drykkju. Maginn fer einnig úr lagi. Það er hægt að draga nokkuð úr verstu áhrif- unum með því að borða ve! áður en sest er að drykkju, meðan drukkið er og á eftir. Ef þú manst eftir að drekka nokkur glös af vatni áður en þú ferð að sofa, þá er líðanin betri að morgni. Þegar þú mætir nýjum degi, er nauðsynlegt að borða vel, enda þótt lystin sé í lakasta lagi. Kaffi vinnur gegn þunglyndis- legum eftirköstum, og taktu inn sýrueyðandi töflur við magatruflunum. Aspirín eða magnyl vinna gegn höfuðverknum. Drekkið vökva allan daginn. J Áfengið og eftirköst Ekki er hann friður bless- aður, enda er hann kallaður „Ljótur" af starfmönnum dýragarðs í Leicestershire á Englandi. „Ljótur” er ættaður frá S-Ameríku, og hann sker sig ekki úr þegar hann er borinn saman við ættingja sína — þeir eru allir ófríðir með afbrigðum. 15. TBL. VIKAN37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.