Vikan


Vikan - 13.04.1978, Blaðsíða 49

Vikan - 13.04.1978, Blaðsíða 49
Hún átli hann ekki ein. Hún var sú fyrsta og sú, sein þau urðu alltaf að taka tiiiit til. líún dvaldi ein a Sólhofða, og þangað vildi hún heimsækja hana. Kn hvers vegna, hvaða erindi átti hún þangað? iJað varð henni ekki ljóst, fvrr en hún stóð frammi fvrir henni. húsið og kemur með skál með ísmol- um. — Já, svona hef ég það á sumrin. Bý hér út af fyrir mig. Ég kann vel að meta einsemd. Skál, og velkomin hingað. Þú ert gestur vikunnar.og sá síðasti þessa vikuna. Ég hef það fyrir reglu að bjóða hingað engum. Sólhöfði er aðeins fyrir mig — og hann. Hún leggur áherslu á síðustu orðin, horfir á hana til að sjá, hvernig henni verði við. — Er sími hérna? — Nei. En hinum megin á eynni, við brúna, þar er sími. Ég fer þangað, ef ég þarf að hringja. En það hendir sjaldan. Ég hefi alltaf vikuforða af mat. Hvað áttu við? í hvern ætlar þú að hringja? — Ég ætlaði að láta sækja mig fyrr en um var rætt. Mér virðist ekki, að við tvær eigum nokkuð van- talað. — Það er rétt. Ég hefi ekki meira við þig að segja, og hann ekki heldur! — Hannhefur ekki tekið ákvörð- un. — Hann segir þér það. Mér hefur hann sagt allt annað. — Hvaðþá? — Að þú sért smáævintýri, sem hann sé fyrir löngu leiður á. — Þú lýgur. Horfðu á mig. Dettur þér í alvöru í hug, að hann taki þig framyfir mig? Hatrið ólgaði í æðum hennar. Hún var komin á fremsta hlunn með að ráðast á hana, lemja hana, berja úr henni sjálfsánægjuna, berja og berja.... berja, þar til hún væri öll. Myrða hana. Hún tók sig á, reyndi að hugsa ró- lega. Morð. Hún yrði strax grunuð. Maðurinn í bátnum og drengirnir á bryggjunni voru til vitnis um ferðir hennar. Hún hefði heldur átt að fara yfir brúna. En á hinn bóginn var ekki líklegt, að morðingi veldi að ferðast með bát fyrir allra augum. Líkið myndi ekki finnast, fyrr en eftir marga daga, og þá yrði erfitt að fastsetja nákvæm- lega, hvenær morðið hefði verið framið. Þið talið eins í síma! Nú vissi hún, hvað gera skyldi. Láta róa með sig yfir, hún yrði að vera róleg, í fullkomnu jafnvægi. Veifa upp til hússins, áður en hún settist i bátinn. Á morgun myndi hún hringja í hennar nafni. Og þegar líkið fyndist eftir fjóra-fimm daga, myndu menn ganga út frá, að morðið hefði verið framiðdaginn eftir heimsókn hennar. Hún myndi sjá til þess að hafa örugga fjarvistarsönnunþann dag. — Er ekki leiðigjarnt að vera hér alein aUa tíð? — Nei, það hefi ég aldrei fundið. — Og hingað kemur enginn í heimsókn aUa vikuna? — Nei, ekki fyrr en hann kemur á föstudögum. — Heilsar þú ekki upp á fólk hér á eyjunni? Eru ekki einhverjir ná- grannar, sem þú umgengst? — Nei, aldrei. Enda býr enginn hérna megin nema við. Meira vín? — Takk, smásopa kannske. Hún réttir fram glasið og stendur svo upp. — Er húsið stórt? — Nei, það er það í rauninni ekki. En eldhúsið er stórt og þægUegt. VUtu kíkja? Stór búrhnífur Uggur á trébekkn- um. — Frystiskápur að sjálfsögðu og allt annað, sem tU þæginda er. Hann vill, að ég hafi öU þægindi, Uka á sumrin. Hún hrifsar tU sín búrhnifinn og heldur honum fyrir aftan bak og stingur honum á kaf í síðuna á henni, þegar þær koma inn í svefn- herbergið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.