Vikan


Vikan - 13.04.1978, Blaðsíða 3

Vikan - 13.04.1978, Blaðsíða 3
Heilög María er kvenimynd allra tíma, hrein, göð og göfug. Þetta málverk er frá 1487 eftir Botticelli og hangir i Uffizisafninu í Flórens. um það, a'ð erfitt er fyrir eina manneskju að mœta öllum þessum krofum. Enda eru býsna háværar raddir þeirra kvenna, sem helst vilja fá að vera, eins og þœr eru, og lái þeim, hver sem vill. Þessi grein fjallar um það, hvernig kvenímyndin hefur stöðugt verið að breytast, allt frá heilagri Maríu til amerísku sjónvarpsstjörnunnar, Farrah Fawcett-Majors, sem er efst á lista yfir þær tíu konur, sem amerískir karlmenn vilja helst eyða nótt með. sigraði Greta Garbo heiminn með sínu fræga, dularfulla látbragði og heimsborgaralegri fegurð. Enn þann dag í dag er Greta Garbo hjúpuð hulu leyndardómsins. LJÓSHÆRÐA KYNBOMBAN Ein af skærustu stjörnum kvik- myndaheimsins fyrr og síðar er án efa Marilyn Monroe. Ut á við birtist hún sem kyntákn, síbrosandi glans- pía. En hið innra með sér var hún mjög óhamingjusöm. Dæmigert fyrir þá kvenímynd, sem hún lét heiminum í té, er svarið, sem hún gaf blaðamönnunum, er þeir spurðu hana, í hverju hún svæfi á næturnar. Hún svaraði hlæjandi: „Chanel nr. 5”. Marilyn Monroe átti dapurlega æsku. Faðir hennar hafði stungið af á meðan hún var aðeins barn, og móðir hennar var að lokum flutt á geðsjúkrahús. Marilyn varð að búa hjá hinum og þessum fósturforeldr- um, en hún var aðeins tólf ára þegar hún uppgötvaði, hvaða áhrif þröng peysa gat haft —ef hún hafði rétt innihald. Karlmenn hópuðust alltaf að henni, og er hún var sextán ára, giftist hún í fyrsta sinn. Eftir fjögur ár skildi hún og byrjaði að vinna fyrir sér sem tískumódel. Og þaðan var leiðin til kvikmyndanna stutt. Arið 1951 var Marilyn Monroe falleg, en óþekkt leikkona. Tveimur árum seinna var nafn hennar á allra vörum. Hún varð rík, fræg og ein- staklega vinsælt fréttaefni. En „ljóshærða kynbomban frá Holly- wood" fann aldrei neina persónulega hamingju eða innra jafnvægi og frið. Hún dó 36 ára, eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af svefntöflum. SÆT OG EÐLILEG Doris Day er önnur kvikmynda- stjarna, sem náði mjög mikilli frægð. En ímynd hennar var allt öðruvísi en Marilynar Monroe. Doris Day var sæt, frískleg og framar öllu „hrein". í upphafi ferils síns birtist hún yfirleitt í nýstrokn- um blússum við felld pils, í lághæl- uðum skóm og hálfsokkum. Seinna gerðist hún aðeins djarfari, en kyn- tákn varð hún aldrei. Frískur eðli- leiki var gæðastimpill hennar. Flestar kvikmayndastjörnu- ímyndir eru á toppnum einhvern af- markaðan tíma, síðan gleymast þær. En Elísabet Taylor er ein af þeim, sem hefur tekist að halda sig á toppnum, alveg frá því að hún birt- ist sem barnastjarna og síðar sem ímynd hinnar hættulegu konu, alveg til dagsins í dag, enda þótt sjúkleiki hennar og baráttan við aukakílóin hafi óhjákvæmilega markað sín spor. Ástæðan fyrir því er sú, að hún hefur svo miklu meira til brunns að bera heldur en útlitið, eðlisþætti, sem stöðugt halda henni í sviðsljós- inu. HIN FULLKOMNA EIGINKONA Þýska slagorðið „Kinder, Kúche, Kirche” (Krakkar, kökur, kirkja) lýsti áratugum saman hugmynd al- mennings um hina fullkomnu eigin- konu. Það þótti bæði ágætt og fyrir- gefanlegt að dýrka eldheitar, frjáls- lyndar konur. Þær voru fyrirtaks ástmeyjar, sem menn gömnuðu sér 15. TBL. VIKAN3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.