Vikan - 13.04.1978, Blaðsíða 48
Smásagaeftir JanMoen.
MINNINGUNNl stóð ekki eitt öðru
framar. Hún reyndi að raða brotun-
um saman, fá fram heillega mynd af
þvi liðna. í huganum fór hún yfir at-
burði ferðarinnar, hugsanirnar voru
sundurlausir þankar, stöku eftir-
minnilegt atvik skaut upp kollinum
án þess að skapa heildarmynd.
Stundum fannst henni, að hún
vissi ekki einu sinni, hvernig hann
liti út, hún gat ekki framkallað
mynd hans skýrt í huga sér. Hún
óttaðist jafnvel að hún gæti ekki
þekkt hann á ný. Viss smáatriði
stóðu aftur á móti skýrt fyrir hug-
skotssjónum hennar. Hvernig hann
brosti, hvernig hann kyssti hana og
hló glettnislega, þegar hann gróf
andlitið í hári hennar. Hún minntist
þess, hve há kinnbein hann hafði, að
önnur framtönnin í efri góm var
skökk, að húðin var strekkt og
þegar hann brosti, voru djúpar
hrukkur í andliti hans. En hún gat
ekki séð hann fyrir sér í heild.
Hún hugleiddi þetta, þar sem hún
sat aftur í bátnum. Gamli maðurinn,
sem reri með hana yfir sundið,
mundi hverfa henni fljótt úr minni.
En drengirnir, sem lágu á bryggj-
unni og störðu ofan í vatnið, yrðu
henni minnisstæðir. Þeir voru með
allan hugann við smáfiskana, sem
leyndust við bryggjusporðinn, og
eftirvæntingin skein úr augum
þeirra. Hún hafði gengið til þeirra og
virt þá fyrir sér, áður en hún
ávarpaði þá:
— Vitið þið um nokkurn, sem
getur róið með mig yfir sundið?
hafði hún spurt.
Án þess að líta upp, hafði annar
drengjanna teygt út handlegginn og
bent inn á milli húsanna, sem stóðu í
þéttri þyrpingu niður við ströndina.
— Annað hús til hægri. Þetta
hvíta.
Hún sá það bak við rauðmálað
bátanaust, tautaði þakklætisorð og
fór.
Já, hún myndi minnast drengj-
anna á bryggjunni. Áhyggjulausum
leik þeirra á fögrum sumardegi.
Kannski yrðu henni lika minnisstæð
stöku orð úr samtalinu við bátseig-
andann.
— Sólhöfða, já. Mér datt í hug,
hvort þér gætuð róið með mig yfir.
Skemmtilegra heldur en að aka
krókinn niður á brúna.
Hann hafði kinkað kolli.
— Hér fyrr meir réri ég oft yfir
sundið. En eftir að brúin kom, er
heldur sjaldgæft, að nokkur kjósi
þessa leið.
Hvít ský liðu um himininn, hægur
andvari blés um vanga, vatnið
skvampaði við bátshlið, og reglu-
bundin áratökin skiluðu bátnum
áfram hægt og sígandi.
§ ólhöfði tilheyrði minningunni
um hann. Hann hafði oft sýnt henni
mynd af húsinu, sagt henni frá þess-
um stað: — Ég get ekki tekið þig
með mér þangað, hafði hann sagt, —
það er ekki hægt, hún er svo nálæg
þar. Hún, konan hans, var alltaf um-
töluð í þriðju persónu, aldrei nefnd
með nafni. Einu skiptin sem hann
áræddi að vera nætursakir hjá
henni, var þegar hún fór til Sól-
höfða. — Mér líður best hjá þér,
sagði hann. — En.... og svo yppti
hann öxlum.
Gamli maðurinn tók inn árarnar
og þerraði svitann af andlitinu með
jakkaerminni.
— Nú erum við brátt komin á
leiðarenda, sagði hann. — Bara
nokkrar minútur eftir.
Á Sólhöfða er hún, nú fær hún að
sjá hana í fyrsta sinn. Eitt andartak
iðraðist hún, það var þegar hún
steig um borð í bátinn hjá gamla
manninum. Hvaða erindi átti hún?
Það var ekki of seint að snúa við,
hún gat beðið gamla manninn að
snúa við strax. En hún gerði það
ekki, hún var knúin áfram af
óþekktu afli.
Sólhöfði birtist milli nokkurra
kræklótta furutrjáa. Fáein áratök,
og þá voru þau komin. Húsið er
baðað sólskini, lágt, brúnmálað
timburhús, flaggstöngin, sem hann
hefur reist og hvitmálað, fáninn,
sem blaktir í golunni.
Hún þekkir þetta allt, hann hefur
lýst þvi fyrir henni.
Lítil trébryggja við mjóa bað-
strönd. Stökkbretti á kletti skammt
frá. Gamli maðurinn lítur á hana.
— Jæja, við erum þá komin,
vona, að einhver sé heima, svo að við
höfum erindi sem erfiði.
Það er fólk heima, hún veit það.
Reyndar aðeins ein manneskja, kon-
an hans, sem þau verða alltaf að
taka tillit til.
Hún hafði hitt hann í gær. Hann
var á leið úr landi.
— Hún er komin út í Sólhöfða.
Hún veit allt um okkur.
Hún hafði horft á hann, þögul og
spyrjandi.
— Ég veit ekki, sagði hann. — Þú
veist, hvað ég vil innst inni. En ég
veit ekki, hvort ég get það. Það er
svo margt annað, bönd, sem binda.
Við verðum að tala um það, þegar ég
kem heim aftur. Það verður bara ein
vika. Hafðu það gott, vinan.
Þá ákvað hún að fara út til Sól-
höfða. Hún vildi hitta hana. Hún
vissi ekki hvers vegna, hún bara
varð að hitta hana.
Gamli maðurinn snéri bátnum,
hún teygði út höndina til að ná
bryggj ustólpanum.
— Svona, farðu varlega.
Báturinn vaggar, en henni tekst
að brölta upp á bryggjuna.
— Ég kem þá eftir klukkutíma.
Hún lítur á klukkana.
— Við skulum segja hálffimm.
Eftir tæpa klukkustund.
Hann kinkar kolli, báturinn
rennur frá, gamli maðurinn lítur um
öxl eitt augnablik, breytir stefnunni
með vinstri árinni og fer.
Hún snýr sér að húsinu, gengur
hægt upp bryggjuna og upp nokkur
steinþrep. Ennþá er ekkert lifsmark
uppi við brúna húsið.
Hún hafði eitt sinn fyrir löngu
hringt til hans í vinnuna. — Fyrir-
gefðu, sagði hann eftir langa þögn.
— Ég heyrði ekki strax að það varst
þú. Ég hélt, að það væri hún. Þið
talið eins í síma.
Þau höfðu spaugað með þetta.
Hún hafði síðan leikið á hann oftar
en einu sinni.
Krókóttur stígur liggur upp að
húsinu. Þarna er fatasnúra með
gaUabuxum. Hennar! Hér er hennar
ríki.
Á stéttinni framan við húsið
standa garðhúsgögn. Hún ætlar
fyrst að setjast í grænmálaðan tré-
stól, en skiptir um skoðun og gengur
nokkur skref í átt að dyrunum.
Innan að heyrist lágvær tónhst.
Svo opnast dyrnar. TónUstin
hljómar sterkara. Þær horfa hvor á
aðra.
— Ég veit, hver þú ert. Hvers
vegna kemurðu hingað?
— Ég veit það ekki, svarar hún.
— Ertu búinn að gefa hann upp á
bátinn?
Hún hristir höfuðið.
— Þú skalt gera það. Þú veist, að
hann fer hvort sem er ekki frá mér.
— Hann hefur ekki tekið
ákvörðun.
— Égþekkihann.
Svo verður hún mUdari. Hlær
stuttum hlátri.
— Gleymum þessu um stund,
heldur hún áfram. — Komdu inn-
fyrir, ég skal sýna þér, hvernig við
höfum búið um okkur.
Þær koma inn í stóra stofu. I einu
horninu eru tveir sófar, sófaborð og
nokkrir hægindastólar. Matborðið
er úr furu og veglegt að sjá, vegg-
irnir viðarklæddir, trégólf og faUeg-
ar mottur á gólfinu.
— Má bjóða þér kaffi? Eða
kannskií glas?
— Já takk, égþigg vínglas.
— Ég á viski.
— Það er ágætt.
Hún rennir í glösin. Fer út í eld-