Vikan - 13.04.1978, Blaðsíða 39
Og þá var það, á
þessu augnabliki
örvæntingarinnar,
að hræðilegri ósk
skaut upp í huga
hennar: Aðeins ef
Bernard væri það
veikur, að hann
myndi deyja...
söm. Af því að við elskum hvort
annað. Og Lucy, ást, œtti hún ekki
að gefa okkur vald til þess að eyða
allri ímyndun, ef þú vilt það, og
hjálpa okkur til þess að setja okkur
í spor hvors annars, svo að mér líði
eins og þér og öfugt. Mér tókst
þetta, Lucy. Ég reyndi svo mikið, á
meðan þú varst í burtu, að skilja
þig, og mér tókst það. Ég skil, að þú
varst svo hrædd við Berhard, að þú
gekkst um húsið í skelfingu.”
Hún lagði hendur sinar í hans,
sem voru alltaf miklu heitari en
hennar, og bað í snöggum, lágum
róm: „Tim, við skulum ekki tala um
hann.”
„En, ástin mín, við verðum að
gera það. Bernie er orsökin fyrir því,
að við deildum og að þú gast ekki
haldið það út að vera hér. Lucy, er
það ekki rétt hjá mér? Það er ekkert
annað að hjá okkur, er það?”
„Nei, að sjálfsögðu ekki."
„Þá verðum við að tala um Bernie,
skipuleggja það og búa til áætlun
um það, hvernig hann á að fara. Og
mér hefur dottið ráð í hug. Við
gefum honum einn þriðja hlutann af
sparifénu okkar og skrifum ávísun
handa honum strax í kvöld. Núna
þegar Whiteshire hefur selt fjórðu
myndina mina, þá verða það um
þrjú hundruð pund. Það hlýtur að
vera nóg til að koma honum á ein-
hvern heitan stað.”
Hún gætti þess vandlega að mæta
ekki áugnaráði hans, sem hún vissi,
að ljómaði af stolti og bjartsýni.
Þetta var svo einfalt, næstum því
eins og barn hefði lagt á ráðin, og
hann var svo ánægður yfir því og
bjóst við að fá þakklæti á móti. Ó,
Bernard myndi sjálfsagt þiggja þá
ávísun og jafnvel samþykkja að
fara, en ekki fyrr en hann hefði í
höndunum ávísun, sem var upp á tíu
sinnum hærri upphæð en þessi, eða
þá samning við Bridges um birtingu
á sögu hans.
Hún sagði varfærnislega: „Þetta
er hugmynd.”
Vonbrigðin heyrðust greinilega í
rödd hans. „Hvað er að henni? Þú
vilt, að Bernie fari. Hvað hefur þú á
mótiþessu?”
„Aðallega það, að ég held að við
höfum þörf fyrir alla þá peninga,
sem við eigum, þegar Alec kemur til
baka í apríl. Við verðum að fá þak
yfir höfuðið, og ekki getur þú málað
undir berum himni.”
Hann stóð snögglega upp, eins og
maður, sem trúir ekki sínum eigin
eyrum, og gekk nokkur skref. „Ég
vil ekki, að Bernie fari, en það vilt
þú. Og nú ert þú að sjá eftir nokkr-
um krónum til þess að koma honum
burt. Ég skil þetta ekki. ’ ’
Og þú kemur aldrei til með að
7. HLUTI
skilja það, hugsaði hún bitur, nema
að ég yrðileggi sálarfrið þinn og láti
þig horfast í augu við það, að ein af
þeim þremur manneskjum, sem þú
elskar mest, er morðingi og fjárkúg-
ari. Hún neyddi sjálfa sig til að
horfa í augu hans, og hann var særð-
ur og ruglaður. Þó svo að hún væri á
ystu nöf, þá myndi hún ekki rétta
Bernard þrjú hundruð pund í viðbót.
„Tim, allt og sumt, sem ég bið þig
um að gera, er að sýna ofurlitla bið-
lund.”
Það var vonbrigðahreimur í rödd
hans. „Ég er að bjóða þér að upp-
fylla ósk þína, ogþú neitar. Þú hefur
allt í einu breyst i forsjála, litla frú,
hvað kemur til?”
„Ég er bara að biðja þig um að
hinkra aðeins, kannski í nokkra
daga eða eina viku. Eitthvað gæti
gerst. Bernard tæki það ef til vill
upp hjá sjálfum sér að vilja fara."
„Og hvernig? Hann á ekki krónu,
svo að hann kæmist ekki langt.”
Hann bætti við biturlega: „Þetta er í
fyrsta sinn, sem þú setur peninga
ofaröllu.”
„Við höfum aldrei átt neina áður.”
Hann settist við hlið hennar og
strauk fingrinum yfir kinn hennar
og reyndi að gera gott úr öllu
saman. „Hvað eru svo sem þrjú
hundruð pund? Ef þú sérð eitthvað
eftir því, þá hugsa ég nú, að ég
skuldi honum það og jafnvel tíu
sinnum meira. Eiginlega á hann
fullan rétt á því að fá þetta. Reyndu
að sjá málið frá mínu sjónarhorni,
Lucy. Reyndu það, ástin mín.”
„Ég skal reyna, ef þú bara gefur
mér tíma tilþess.”
„En til hvers þarftu tíma? Það
varst þú, sem fórst til mömmu
þinnar, af því að þú þoldir ekki að
vera í sama húsi og hann. Af hverju
viltu þá bíða?”
„Af því að ég bið þig....” Til þess
að setja enda á þessa deilu, sem var
þýðingarlaus, þar sem hún hafði
ákveðið að segja honum ekki frá síð-
ustu viðskiptum sínum við Bernard,
rétti hún út höndina og tók upp bréf,
sem lá á einum skemlinum. „Er
þetta frá Hakners-hjónunum?”
„Já, frá frú Hakner. Um það,
hvort við getum komið í september,
þegar sýningarhöllin verður opnuð.
Lestu það.”
Hún las það hægt yfir, en aðeins
hálfur hugur hennar var bundinn
innihaldi bréfsins, sem fjallaði um
undirbúninginn að komu þeirra.hinn
hugsaði til baka til þessarar hrein-
skilnu, en kannski aðeins hleypi-
dómafullu konu, sem hafði lýst yfir
vanþóknun sinni á þessari dýrkun á
glæpum og ósiðlæti. Það var varla
hægt að búast við, að frú Hakner
yrði mjög hrifin af þvi, að það yrði
opinbert, að hún hefði þegið drykk
frá dæmdum morðingja, sem var
svo rotinn, að hann gerði sér mat úr
þeirri staðreynd, að hann hafði
stungið mann til dauða með hnífi.
Lucy mundi eftir myndunum, ■
15. TBL. VIKAN39