Vikan


Vikan - 06.07.1978, Blaðsíða 5

Vikan - 06.07.1978, Blaðsíða 5
næstu valdhafar á Ibiza, en á 8. öld e. Kr. komu Arabar og lögðu undir sig allar balerisku eyjarnar. Norrænir víkingar, sem sigldu suður í Miðjarðar- hafi á 9. og 10. öld, hjuggu þar og strandhögg og stofnuðu ríki. Af þessu má ljóst vera, að Ibiza var í þjóðbraut frá upphafi sögulegra tíma fram að lokum niiðalda og um eyjuna léku straumar flestra menningarríkja sögunnar. Árið 1235 voru Arabar hraktir frá eyjunni og Don Guillermo de Montgri lagði hana undir konunginn af Aragoniu. Síðan hefur Ibiza tilheyrt Spáni. Arabar frá Algeirsborg, Tanger og fleiri stöðum í N- Afríku stunduðu sjórán á Miðjarðarhafi og víðar um margra alda skeið og urðu íbúar Ibiza mjög fyrir barðinu á þeim, svo víða lá við landauðn. Þess vegna víggirtu íbúarnir kirkjur sínar og reistu varðturna meðfram allri ströndinni. Á tímabilinu 1554-1585 voru reistir múrar um Ibizaborg undir stjórn Calvi, sem var ítalskur verkfræðingur. Síðast réðust sjóræningjar á borgina í byrjun 19. aldar, en voru þá hraktir á brott. Á síðustu árum hefur eyjan smám saman orðið mjög vinsæll ferðamannastaður. Einkenni eyjunnar hafa þó að mestu haldist óspillt. Skógi vaxnar hæðir, friðsælar sandvíkur og flóar, klettóttar strendur, glæsi- leg hótel og íbúðablokkir með allri hugsanlegri þjónustu laða að ferðamenn, sem æskja friðar og kyrrðar, en jafnframt fyrsta flokks aðbúnaðar. Ibizabúar segja: „Ánægður ferðamaður kemur alltaf aftur.” Getraunin: Til þess að taka þátt í getrauninni, er nauðsynlegt að verða sér úti um landakort af Evrópu, sem flestir hljóta að eiga einhvers staðar í fórum sinum. Við ímyndum okkur, að við ferðumst eftir beinum línum til sólarstranda, en höfum viðkomu á tveimur stöðum á leiðinni. Um er að ræða þrjár leiðir, mislangar, og spurningin er: Hver þessara þriggja leiða er styst? (Ágætt er að nota reglustiku til þess að mæla þetta út). 2. hluti getraunarinnar. Hver er stysta leiðin til Ibiza? A. Reykjavík — London — Brussel — Ibiza. B Reykjavík — Vínarborg — Róm — Ibiza. C. Reykjavík — Kaupmannahöfn — Prag — Ibiza. ----------------x SUMARGETRAUN 2. HLUTI Stysta leiðin til Ibiza er: □a Db Dc Nafn: Heimili: 27. TBL.VIKAN 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.