Vikan - 06.07.1978, Blaðsíða 14
SEX KARLAR SVARA:
„Hvað er það fyrsta, sem þí
Sem betur fer hefur fólk ólíkar skoðanir á hlutum, mönnum og
málefnum, og flestum þykir gaman að heyra svör mismunandi
fólks við mismunandi spurningum. Vikan hefur í hyggju að
snúa sér til fólks úr ýmsum stéttum og á ýmsum aldri með
eins konar samviskuspurningar í léttum dúr, eins og hún hefur
reyndar gert stundum áður lesendum til ánægju. Við lofum
engum föstum þætti, breytum eftir því sem andinn innblæs og
hvernig gengur að fá svör. (Tillögur eru vel þegnar!) Okkur
langar sem sagt að fá skemmtileg svör frá skemmtilegu fólki
við skemmtilegum spurningum, og eins og sjá má hér á
onunni, tókst það bærilega í þetta sinn. Við lumum á fleiri
slíkum. akm
„Slíkar
hug-
renningar
naumast
prent-
hæfar/#
ÖRLYGUR SIGURÐSSON;
listmálari:
..Konan er partur af Paradís,'' eins og sá
franski sagði. Ad ósekju mætti bæta þar
við. að konan sé lika partur af helvíti. Segir
ekki eitthvað á þessa leið í heilagri ritningu:
..Betra er að rigni eldi og brennisteini, en
hlusta á þrasgjarna konu.” Annars er jafn
vitlaust að svara þessari spurningu, eins og
að leggja hana fyrir kvænta menn. Hver
vill hætta á að særa ástríka eiginkonu nteð
alls kyns bjánalegu bulli og yfirlýsingum
urn annað kvenfólk og stofna þar með
gamlgrónum og haldgóðunt hjóna-
böndum í hreinan voða? Hugur einn
það veit. eins og þar stendur. — veit. lnað
oss görnlu karlskröggununt dettur í hug.
þegar alls kyns þokkafullt kvenfólk birtist
óvænt á förnurn vegi. En af þvi að þú
spyrð. get ég fullvissað þig um eitt. þú
forvitna og langnefjaða fröken Vika. að
stundunt eru slikar hugrenningar naumast
prenthæfar. Margir karlntenn á öllum aldri
eru haldnir slíkum hugarórum og upp-
ákomum við óvæntar sýnir og opin-
beranir fagurra seiðkvenna, sem birtast á
ólíklegustu stöðum.
„Hef enga konu
ágirnsttil frambúðar,
nema konuna mína"
GUÐMUNDUR ÁRNASON,
lífskúnstner og innrammari:
Þessi spurning er nú fremur teygjanleg, og
vil ég helst svara henni spontant: Ég varð
\irkilega rnjög hrifinn af konunni minni.
þegar við kynntust fyrir rúntum 40 árum.
og enn hef ég enga konu séð, sem ég hef
ágirnst til frambúðar, nema hana. Hún
hefur reynst mér ntjög elskuleg og góð
kona, og enn þann dag í dag virði ég hana
og elska. Auðvitað sjarmera fallegar, ungar
stúlkur alltaf. hvort sern maður sér þær
niðri í bæ eða í samkvæmum. Það fyrsta,
sem ég tók eftir hjá rninni konu. voru
hendur og fætur, ég hreinlega gleymdi
andlitinu. Hún var. og er enn, afskaplega
fagurlimuð, og þótt hún hafi einnig fallegt
andlit, þá tók ég eiginlega ekki eftir því fyrr
en löngu seinna!
„Svindl
að
tékka á
mömmu"
ÁSGEIR TÓMASSON;
blaðamaður:
Ef ég á að vera fullkomlega heiðarlegur. þá
er ég svo feiminn. að ég þori aldrei að horfa
á kvenfólk. nema kannski í rnyrkri. Þrátt
fyrir þennan skelfilega löst minn, þótti mér
óvænlegt að neita. er blaðakona Vikunnar
bað mig að svara þvi. hverju ég tæki fyrst
eftir i fari kvenna. heldur dró ég undan mér
hausinn. gjóaði eldsnöggt á hana öðru
auganu og umlaði eins hátt og rnér var
unnt: ..Ætli ég verði ekki að revna það.”
Síðan leit ég hið snarasta undan.
En nú var úr vöndu að ráða. Ekki gat ég.
rúmlega tvítugur maðurinn. skyndilega
farið að góna á kvenfólk i tíma og ótíma.
bara til að gá að því. hverju ég tæki fyrst
eftir í fari þess. Hvað átti ég að gera? Tékka
á mömmu? Nei. það væri svindl. Að lokunt
datt mér þjóðráð í hug. Ég ætlaði bara að
gá að því, hverju ég tæki fyrst eftir í fari
konunnar minnar, þegar hún kæmi að
sækja mig í vinnuna.
Það fyrsta. sem ég tók eftir. var að hún
var komin með bólu á nefnið. Það er nú
meira. hvað bólurnar sækja í andlitið á
kvenfólki. sem borðar mikið af lakkrís-
rúllunt og síriuslengjunt. Niðurstaða: Ég
tek fyrst eftir bólurn á kvennanefjum. Til
að sannprófa kenninguna gaut ég eldsnöggt
augunum á símastúlku Dagblaðsins, þegar
ég korn í vinnuna daginn eftir. Hún var
með öllu bólulaus, en afleiðingar sólardag-
anna tveggja í júnimánuði voru þær. að
hún hafði fengið nokkrar freknur. Hins
vegar var hún nýbúin að láta klippa sig.
Þegar hér var komið sögu. var ég orðinn
svo aðframkominn af kvennaglápi. að ég
ákvað að gefast upp og láta öðrum og kven-
santari karlsteggjum um að svara öðrum
eins samviskuspurningum og þeirri, hvað sé
það fyrsta, sem ég taki eftir í fari kvenfólks.
14VIKAN 27. TBL.