Vikan


Vikan - 06.07.1978, Blaðsíða 39

Vikan - 06.07.1978, Blaðsíða 39
dyrum Steve. heyrði hun óp. Dyrnar að ibuð Dicks Evans voru rifnar upp. og Avril kom þjótandi. „Æ, komdu fljótt!” hrópaði stúlkan. og Maggie elti hana inn, án þess að hugsa sig um. Þar sá hún Dick Evans samanhnipraðan i hjólastólnum sínum. „Ég kom að honum svona,” sagði Avril. „Hvaðeigum viðað gera?” Maggie tók blíðlega um axlir öryrkj- ans — og hann rétti þegar í stað úr sér. Avril gekk aftur á bak að dyrunum og stóð þar og varnaði útgóngu. Evans rétti sig upp með hendurnar á stólbrikunum og þó Avril væri hlæjandi, þá var hann alvörugefinn og þungbúinn. „Þú ert of góð i þér, frú Bannerman,” sagði hann. „Það er þér ekki hollt. En vertu ekki hrædd. Ég skal ekki tefja þig lengi.” „Þú tefur mig ekkert." svaraði Maggie og stefndi til dyra. En Avril þreif reipið. sem Maggie hafði áður séð upp- vafið á króknum, og fleygði þvi til mannsins i stólnum. Hann sveiflaði þvi yfir höfði sér, og lykkjan féll yfir axlir Maggie. Hún féll á knén. og Evans dró hana hægt I átt til sin. Þegar hún var skammt frá honum, sagði hann: „Veistu núna, hvers vegna ég vildi fá næluna?” Hún sagði við sjálfa sig. að ef hún gæti haft nægilega hátt til að vekja á sér athygli, þá kæmi Donna og bjargaði henni. svo hún reyndi að tefja Evans. meðan hún byggi sig undir mikið óp. Þvi spurði hún: „Næluna? Bláu næluna?" „Já. Nú veistu. að þegar nælan með safirunum kom aftur I leitirnar. þá fór Donna með hana til Parísar til að af- henda hana þar. En henni þóknaðist ekki að láta mig vita. svoég varð að líta betur á eftirlíkinguna. þegar ég sá þig með hana þarna um kvöldið. Kannski ætlaðirðu að pota þér inn í fyrirtækið okkar.” Maggie fór að skilja. hvernig I öllu lá. og henni fannst Evans tala opinskátt fyrir framan Avril — nema Avril væri lika blönduð I málið. Þegar Maggie snéri upp á sig til að koma auga á stúlkuna. hló Evans. „Æ. já. Avril skiptir mjög miklu máli." „Og allt vegna mistaka — þinna mis- taka," sagði hún hæðnislega við hann. „Þú mátt fara.” sagði hann stuttur i spuna. en Avril skeytti þvi engu, heldur snéri sér að Maggie: „Þú hefur ef til vill ekki veitt þvi eftirtekt, en baksvipur minn er ekki ósvipaður fyrirsætunni. systur þinni. Dick hélt einu sinni. að ég væri hún, þegar hann sá mig í verslun Jules, og talaði ógætilega. Ég giskaði á. hvað hann var að gera." „Og hvað hugðist þú fyrir?” spurði Maggie. „Stelurðu skartgripunum sjáff, eða kaupirðu þá bara af þjófunum?” Avril hristi hárið reiðilega frá andlit- inu og svaraði: „Það eru ýmsir, sem selja skartgripi og vilja ekki láta það vitnast.” „Hvers vegna? Til að fá trygging- una?” „Það kemur mér ekki við, hvers vegna Bláa nælan fólk vill selja skartgripi, og þetta — .” Avril breiddi út faðminn og átti við vinnustofu Dicks og herbergið, sem þau voru stödd i, — „þetta hérna kemur þér ekki við." „Sleppið mér þá,” sagði Maggie. A.VRIL og Dick hlógu. og þá fékk hún tækifærið, sem hún hafði verið að biða eftir. Hún ópnaði munninn og öskr- aði hærra en hún hefði haldið, að hún gæti. „Þegiðu!” hreytti Evans út úr sér. „Það gerir þér ekkert gagn að æpa. Það heyrir enginn til þin annaren Donna.” „En Donna hjálpar. . .” Rödd Maggie brást henni, þegar hún sá hæðnissvipinn á andliti hans. „Donna hefst ekkert að, kæra vina." sagði Evans hinn rólegasti. „Og það gerir þú ekki heldur. þvi ef þú kemur okkur Avril i vandræði. þá dreg ég syst- ur þina með mér. Þau Jules eru I nokkuð erfiðri aðstöðu, eins og þú munt sjá, ef þú hugsar þig um stundarkorn." „En Jules er ekkert blandaður I málið. Það sagði Donna mér." Þetta fannst þeim sérlega fyndið. Ev- ans upplýsti hana: „Donna er algjör við- vaningur i samanburði við Jules. Hann á i miklum viðskiptum, en leyfir henni að skemmta sér.” „Veit Donna þá ekkert um starfsemi hans?” spurði Maggie og hélt dauðahaldi i hugmyndir sínar. Evans yppti kraftalegum öxlunum. „Það getur verið. en það er ólíklegt. Mjög ólíklegt.” „Donna leyfir ykkur ekki að hafa mig í haldi hér.” „Hún er þegar farin. og við höldum þér hér. þar til þau Jules eru orðin ör- ugg. Þetta var allt ákveðið fyrir mörgum dögum siðan.” Maggie gat ekki sætt sig við, að systir hennar samþykkti það. að henni væri haldið fanginni. „Þú lýgur!" sagði hún. „Það vissi enginn. að ég yrði úti á göt- unni, þegar þið kölluðuð á mig. Ég vissi það ekki einu sinni sjálf. og Donna heyrði ekki til min, þegar ég kom úr gönguferðinni — svo þú hlýtur að Ijúga. Ég var á leiðinni til að hitta Steve, þegar Avril kom útaðsækja hjálp.” Evans yppti aftur öxlum og sagði: „Ef þú hefðir ekki verið úti á götu, þá hefði Avril sótt þig. Það er eini munurinn. Og ef hún hefði sótt þig, hefði Donna látið þig fara út á undan sér. Hún hefði ekki eltþig.” Þetta varsvoeinfalt. „Þú ættir að fara núna.” sagði Dick við Avril. sem kinkaði kolli og fór. Maggie giskaði á. að hún myndi bíða i búðinni hinum megin við götuna, og að ef Steve kæmi. þá segði hún honum ein- hverja sögu um. að þær systurnar hefðu farið saman út. Steve hefði enga ástæðu til að efa það. Þannig að enginn vissi, að Maggie var fangi — enginn, sem ekki stóð á sama. „Hvað ætlarðu að hafa mig bundna lengi?”spurði hún. „Farðu inn í vinnustofuna mína, og þá skal ég segja þér það,” rumdi Evans og losaði reipið örlítið. Maggie gekk inn I vinnustof- una. Evans ýtti á hnapp við dyrnar, og málmhlið rann með miklum gný yfir gættina og lokaði henni. Maggie ætlaði ekkert að segja, en lágt kjökur slapp út fyrir varir hennar, þegar hún hneig niður á tréstólinn við vinnu- borðið. „Ertu svöng?" spurði hann. Þó ótrúlegt mætti virðast. var hún það ekki, þó hún hefði þvi nær ekkert borðað allan daginn. „Nei. það er ég ekki.” sagði hún áhugalaust. En þá rétti Evans henni tekrús og tvo smurða brauðhnúða í gegnum eitt lígullaga opið i hliðinu. Hún lét skynsemina ráða og borðaði þetta og leið heldur skár á eftir. Eftir það. sem hemi fundust vera margir klukkutimar, fór fangavörður hennar hljóðlega út. en snéri brátt aftur með dagblað. Flækingskötturinn. sem hann virtist hafa tekið að sér, elti hann. „Þetta er ástæðan fyrir þvi. hve vel er farið með þig,” sagði Evans henni. Hann teygði sig i átt til kattarins, strauk á honum kryppuna og gældi við rifin eyrun. „Þú bjargaðir veslings skepn- unni.” „Já. ég hleypti honum út." svaraði Maggie. „Hvenærsleppég?" „Þegar þaðer búið að hringja I mig." Þannig að Donna og Jules ætluðu að hringja frá Róm til að segja, að þau væru heil á húfi. Tíminn sniglaðist áfram. og síminn var þögull, en loks var barið á útidyrnar. Evans benti aðvarandi á Maggie. „Haltu þér saman. Enn er hægt að búast við erfiðleikum. Systir þín er ekki örugg enn.” Maggie kinkaði kolli. og munn- ur hennar var þurr. Hún fylgdist með honum aka stólnum fram, og hann kall- aði: „Égerað koma!” Þegar hann hafði lokið upp. var gerð árás, og hjólastóllinn og mennirnir komu þjótandi inn. Stóllinn snérist i hringi, og Evans hélt sér dauðahaldi i armana. Maggie starði vantrúuð I gegn- um opin á dyrunum að fangelsi henn- ar. „Steve!” sagði hún og tók andköf, kjökraði við og rétti hendurnar i gegnum opin. „Hvernig vissirðu. að ég væri hér?” „Avril,” sagði hann stuttur í spuna og hristi rimlana. Það var óhugnanlegt. hve reiður hann var að sjá. „Opnaður þegar i stað fyrir henni. eða ég . . .” Stórar hendur Steve stefndu að hálsi Evans. „Ég skal opna.” sagði Evans, „en gættu þess að gera ekkert, sem þú átt eftir að iðrast. Spurðu hana, hvað gerist, efþúgerirþað.” „Ég veit, hvað gerist — ég pindi það út úr Avril," svaraði Steve og virtist furðu hress I bragði. „Gættu þín," kallaði Maggie. „Hann er með snöru. og hann kann sannarlega aðbeita henni." „Viltu slást í hópinn með henni?” spurði Evans vonskulega. „Hvenær sem er." svaraði Steve glað- lega. „Svona, af hverju notarðu ekki reipið. ef þú ert svona snjall að beita því?” „Nei„ vinur minn. þetta er ágætt eins og það er, með þig þarna megin I her- berginu og mig hjá simanum. Hreyfðu þig baraekkiofsnöggt.” A. MEÐAN Evans sagði þetta, horfði Maggie i átt til dyra og hélt niðri í 27. TBL. VIKAN39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.