Vikan


Vikan - 06.07.1978, Blaðsíða 22

Vikan - 06.07.1978, Blaðsíða 22
Anne. Hún var i hættu, hvað, sent Judd gerði. Hann var viss uni. að lif hennar væri i hættu. ef hann sendi hana til Evrópu með DeMarco. Hann trúði því ekki. að DeMarco ællaði að leyfa henni að halda lifi. La Cosa Nostra myndi aldrei samþykkja það. DeMarco myndi koma i kring ..slysi" I Evrópu. En ef Judd segði Anne að fara hvergi. ef hún ANDLIT ÁN GRÍMU kæmist að þvi. sem var að gerast hjá honum. þá myndi hún reyna að koma i veg fyrir það. og það þýddi tafarlausan dauða hennar. Þarna var engin undan- komuleið: Það var aðeins um tvær gildr- ur að velja. Anne sá koniu Judds og Angelis úr svefnherbergisglugga sinum á annarri hæð. Eitt hamingjuaugnablik hafði hún haldið. að Judd væri kominn til að ná i hana, til að bjarga henni frá þeim hræði- legu vandræðum. sem hún var I. En þá sá hún Angeli taka upp byssu, og neyða Judd til aðfara inn i húsið. Síðustu fjörutiu og átta stundirnar hafði hún vitað sannleikann um eigin- mann sinn. Þar áður hafði hún aðeins haft um það óljósan grun. sem henni hafði virst svo ótrúlegur, að hún hafði reynt að ýta honum frá sér. Hann hafði vaknað fyrir fáeinum mánuðum siðan, þegar hún hafði farið að sjá leikrit á Manhattan og komið óvænt heim vegna þess að aðalleikarinn var drukkinn og leiknum hafði verið hætt I miðjum öðr- um þætti. Anthony hafði sagt henni. að hann héldi fund heima hjá þeim. en að fundinum yrði lokið þegar hún kæmi heim. Fundurinn stóð enn, þegar hún kom. Og áður en undrandi eiginmaður hennar gat lokað dyrunum að bókasafn- inu. heyrði hún einhvern hrópa reiði- lega: „Ég segi, að við eigum að ráðast á verksmiðjuna núna I nótt. og ganga frá helvitis drullusokkunum I eitt skipti fyrir öll!" Þessi setning, grimmdarlegt útlit ókunnugu mannanna I herberginu og geðshræring Anthonys. þegar hann sá hana, gerðu Anne órólega. Hún lét sannfærast af skýringum hans. þvi hún þráði það heitt að verða sannfærð. Hann hafði verið blíður og tillitssarnur eigin- maður þetta hálfa ár. sem þau höfðu verið gift. Hún hafði einstöku sinnum orðið vör við ofsafengið skap hans, en honum hafði alltaf tekist að ná stjórn á sér aftur. Fáeinum vikum eftir atvikið með leik- húsið. tók hún upp simtól og heyrði rödd Anthonys i aukasímanum. „Við tökum sendingu frá Toronto I kvöld. Þú verður að ná I einhvern til að sjá um vörðinn. Hann er ekki einn af okkur." Henni var brugðið, og hún lagði á. „Taka sendingu"......sjá um vörðinn" . . . Þetta hljómaði ekki vel, en það gætu hafa verið saklaus viðskiptaorðatiltæki. Hún reyndi að spyrja Anthony varlega um viðskipti háns. Það var einsog hún sæi stálvegg framundan sér. Hún hitti fyrir reiðan, ókunnugan mann. sem sagði henni að hugsa um heimilið og halda sér frá hans málum. Þau rifust beisklega, og kvöldið eftir gaf hann henni rándýra hálsfesti og bað hana blið- lega að fyrirgefa sér. Þriðji atburðurinn átti sér stað mán- uði síðar. Anne vaknaði við hurðarskell um fjögurleytið um morguninn. Hún smeygði sér i slopp, og fór niður til að kanna málið. Hún heyrði háværar radd- ir frá bókaherberginu. Hún gekk I átt að dyrunum, en nam staðar, þegar hún sá Anthony þar á tali við sex ókunna menn. Hún óttaðist að hann myndi reið- ast, ef hún ónáðaði þá, svo hún fór hljóðlega upp aftur og háttaði á ný. Við morgunverðarborðið næsta dag spurði hún hann. hvernig hann hefði sofið. „Stórkostlega. Ég sofnaði klukkan tíu. og rumskaði ekki einu sinni alla nótt- ina.” Framhald í næsta blaði. Umhverfis jöróina meó einkaþjón ef þú óskar Og að sjáifsögðu býður þú með þér gesti á kostnað Dagblaðsins.Slík eru sigurlaunin i áskrifendaleiknum núna. Gistar verða nokkrar helstu stórborgir heims, þar sem dvalið verður á lúxushóteluni og má þar nefna Royal Cliff Hotel í Bangkok, sem taliðereittglæsilegastahótel jarðarinnar. Ferðaskrifstofan Sunna sér um ferðina. Því fyrr sem þú gerist áskrifandi og þar með þátttakandi í áskrifendaleiknum, því fleiri möguleika hefur þú til að hreppa hnossið. Njóttu þeirrar eftirvæntingar og spennu sem fylgir því að vera með í áskrifendaleiknum okkar. Áskrifendasími 27022 22VIKAN 27. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.