Vikan


Vikan - 06.07.1978, Blaðsíða 11

Vikan - 06.07.1978, Blaðsíða 11
er hœgt að lifa bað ig» og býr til vetrarins. Hún kaupir dilkakjötið í heilum skrokkum og býr til kæfu, sem hún frystir og notar síðan ofan á brauð. — Kaupirðu þá aldrei álegg ofan á brauð? „Jú, það kemur fyrir, að ég geri það, en ég kaupi aidrei svona „eitt bréf’ eða svo. Ég kaupi jafnan svolitinn bita af pylsunni og sker hann niður sjálf. Það kemur miklu betur út, finnst mér. Einu sinni rakst ég á Búrpylsu og keypti hana ofan á brauð. Hún var ekki svo mjög dýr og féil í góðan jarðveg hjá heimilis- fólkinu. Það var ekki fyrr en löngu seinna, sem ég komst að því, að það er alls ekki ætlast til þess að hafa hana sem áleggs- pylsu! En ég held auðvitað áfram að kaupa hana sem slíka.” stundum brauðin sjálf, en ég held ekki, að það sé neinn sparnaður í því fólginn, en það gefur svona fjölbreytni. Ég læt brauðafganga ekki fara til spillis. Franskbrauðsafganga þurrka ég og mala svo í rasp og bý til — Hins vegar er einkasala á grænmetinu og verðið á því yfirleitt ekki fyrir almenning, nema þá helst á hvítkáli og gulrótum. Tekur kindakjötið fram yfir — Hefurðu nautakjöt oft á borðum hjá þér? „Nei, ég kaupi yfirleitt aldrei nautakjöt” sagði Jytte. „Ég er mest með kindakjöt, lika vegna þess, að mér finnst það svo gott,” sagði hún. Jytte hefur ekki unnið utan heimilisins síðan hún gifti sig. Áður var hún í þrjú ár sem aðstoðarstúlka á heimili. Það er algengt í Danmörku, að stúlkur ráði sig í slík störf, og þá leiðbeinir húsmóðirin stúlkun- um um ýmislegt þarflegt. þannig að það verður einskonar hús- mæðraskóli. Það er i ýmsu að snúast þegar bömin eru fróðleiksfús og Jytte hefur tamið sór að kenna börnum sínum ráðdeildarsemi og sparsemi strax fró bernsku. Þannig var hún sjáff alin upp á heimili foreldra sinna i Danmörku. Kristjana er i fangi móður sinnar, siðan Ríkharður og Mikael. „Ég er vön því frá blautu barnsbeini að spara, og þegar ég var lítil, saumaði mamma öll föt handa mér. Ég var orðin þrettán ára gömul, þegar ég fékk fyrstu tilbúnu kápuna núna. Ég sauma flest föt handa sjálfri mér og öll föt á börnin. Þar sem mamma býr i Danmörku, eru stundum seldar í einni stórverslun litlar karl- mannabuxur á tíkall (danskan að vísu). Hún sendir mér stundum svona buxur, og það er ekkert mál að minnka þær. Mér hefur einnig reynst miklu ódýrara að kaupa gallabuxna- efni og sauma gallabuxur á drengina sjálf. Að vísu er orðið svolítið síðan ég gerði það siðast, en það má örugglega fá galla- buxnaefni og tillegg fyrir innan við tvö þúsund krónur.” Ég er alveg sannfærð um, að það er vel hægt að lifa sparsam- lega hér á íslandi. Það er ekki eins erfitt og margur vill vera láta. Það verður að temja sér að hugsa sig vel um, — kaupa ekki hlutina, án þess að hugsa um, hvað þeir kosta, og skrifa hjá sér, i hvað maður eyðir peningunum,” sagði Jytte Hjartarson. A. Bj. Grænmetið hrátt. — Notarðu mikið grænmeti? „Já, ég nota mikið af hvítkáli og gulrótum. Það finnst mér ekki svo voðalega dýrt. Ég nota það jafnan hrátt, mér finnst það bæði drýgra þannig og einnig er það miklu hollara. Krakkarnir eru vön þessu og vilja grænmetið helst þannig. Einnig kaupi ég agúrkur, en tómatana^ kaupi ég ekki, fyrr en þeir hafa lækkað verulega í verði.” Nýtir brauðafgangana. — Hvað með brauðmat? „Við borðum talsvert af brauðmat, eins og líklega er gert á öðrum heimilum með börnum. Mér finnst gaman að baka Ég verð alltaf bálreið þegar verð- hækkanirnar koma, sagði Jytte. Ég er nefnilega dálitið lengi að læra nýja verðið. Ég er varla búin að þvi þegar ný hækkun verður. brauðsúpu úr afganginum af maltbrauðinu.” Sparar ekki ávextina „Þar er eitt, sem ég hef aldrei geta spárað, og það eru ávextir, enda finnst mér ávextir alls ekki dýrir hér á landi. Krakkarnir fá alltaf ávexti á hverjum degi.” sagði Jytte. Það er mjög athyglisvert, að Jytte skuli vera á þeirri skoðun, að ávextir á íslandi séu á skaplegu verði, — því inn- flutningur á ávöxtum er frjáls. VIKAN Á N EYTEN D AM ARKAÐI Sparnaður að sauma- skapnum. 27. TBL. VIKAN 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.