Vikan


Vikan - 06.07.1978, Blaðsíða 40

Vikan - 06.07.1978, Blaðsíða 40
sér andanum. Ðyrnar opnuðust ofur- hægt. og Ross — Ross. þó ótrúlegt væri — læddist inn. Hann mat aðstæður og stökk siðan frant og sparkaði Evans og stól hans i málmhliðið. Maggie æpti, en Ross hló bara, greip snöruna og fleygði henni á rúmið. „Ross. ó. Ross — hvernig komstu hingað?" Maggie stóð við hliðið og hirti ekki um fangavörð sinn. sem teygði sig í gegnum eitt opið. Eiginmaður hennar tók i hönd hennar og skipaði manninum í stólnum fyrir verkum: „Opnaðu." Ev ans mátti ekki við margnum. svo hann fór að rofanum. og hliðið rann t'rá. Maggie gekk beint i faðm eiginmanns sins. og hann faðmaði hana svo fast að sér. að hún gat varla andað. Steve snéri sér undan. og horfði mjög stift á Evans. „Það er allt i lagi með mig." sagði Maggie og saup hveljur. „í alvöru. En ég skil þetta ekki. Hvernig komstu hing- að? Hvernig vissirðu. hvar mig var að finna?" „Donna hringdi. áður en hún fór." út- skýrði Ross. „Hún sagði mér. að ég skyldi lljúga hingað eins fljótt og unnt væri til að frelsa þig. Ég held. að hún hafi ekki fyllilega treyst honum vini sin- um þarna." Hann var alvörugefinn og fölur. þegar hann leit á Steve. spyrjandi og þakklát- ur i senn. „Skyldi ég hafa komið tíman- lega. ef þú hefðir ekki þegar verið kom inn." „Auðvitað hefðirðu gert það.” sagði Steve og brosti skökku brosi þess. sem hefur tapað. til Maggie. Notalegur ylur fór um æðar henni. Donna hafði ekki yfirgefið hana fyrir fullt og allt. og Ross var korninn. vegna þess að hann elskaði hana meira en allt annað i heiminum. Bláa nœlan „Ertu viss um, að það sé allt i lagi með þig?" spurði maður hennar. „Já. Það er bara —hún fékk kökk i hálsinn. „Æ. Ross, ég vil bara ekki láta loka mig inni. og þannig verður það fyrir Donnu. ef þeir taka hana. 1 mörg. mörg ár.. „Suss. ástin min. suss. Donna er kom- in langt i burtu núna. Þetta verður allt i lagi." Hann snéri sér að Steve. „Það var eitthvað verið að minnast á simtal. þegar ég kom. Frá Donnu? Er hann að biða eftir því?" Ross hnykkti höfðinu i átt til Evans. Steve var skyndilega orðinn þreytu- legur. er hann svaraði: „Það er rétt. Og ef þú hefur eitthvað verið að hugsa um að hringja i lögregluna, þá skaltu gleyma þvi — nema þú viljir. að Donna sitji i súpunni uppað hálsi." „Ég er feginn þvi. að þú sérð ntina hlið á málunum." sagði Evans ánægður með sig. „Við sjáum hreint ekki þina hlið á málunum." sagði Ross honum. „Við ætlum að biða eftir simtalinu . og svo förum við. Ef þú heldur þér saman. þá gerum við það lika. En ef þú segir eitt hvað. þá sekkurðu með þeim hinum.” SíMINN hringdi skömmusiðar. Steve varð á undan Evans að svara. og hann hermdi all-sæmilega eftir rödd Ev- ans. þegar hann sagði: „Halló." Hann hlustaði og sagði svo við Maggie: „Þetta er Donna. Langar þig til að tala við hana?” Hún gat ekki fengið sig til þess að tala við systur sina. Það var orðið of seint. Hún bar höfuðið hátt og sagði: „Nei. Segðu henni. að allt sé i lagi með mig. Þakkaðu henni fyrir að hringja i Ross." Þau höfðu öll einbeitt sér svo að þessu langþráða simtali. að Evans fékk tæki- færið sitt. Hann náði aftur í snöruna sina, ýttisértildyraogút. „H vað liggur honum á?" spurði Steve. „Hann heldur þó ekki. að hann geti sloppið svona auðveldlega?" Þau eltu öll þrjú hjólastólinn út á hljóða götuna — og þar urðu þau vitni að hroðalegum hápunkti leiksins. FlUTNINGABÍI.LINN. sem flutti Evans milli staða. bakkaði i átt til hans. en hann var enn i nokkurri fjarlægð. Jules hlaut að hafa hringt til Bernie. hil- stjórans þcirra. og sagt honum. að tinii væri kominn til að fara. Maggie sá. hvar Avril kom út úr versl- un Steve og hljóp að bilnum sinum. Þeg- ar hún tók eftir þvi. að Evans nálgaðist. stansaði stúlkan skelfingu lostin. fórnaði höndum og hrópaði: „Nei. Dick. nei?” Evans skeytti ekkert um flutningabil- inn, sem nálgaðist óðum. heldur ók stól sinum áfram og sveiflaði reipinu yfir höfði sér. Þegar snaran féll um háls Avril. kippti hann í at’ alefli. Höfuð hennar hrökk aftur á bak. og hún féll til jarðar. Bernie. sem vissi ekki. hvað var að gerast. hélt áfram að bakka flutninga- bilnum. Áður en Evans gat forðað sér. rakst flutningabillinn á hjólastólinn. Þegar Bernie stökk niður og sá. hvað gerst hafði. hljóp hann burt eins hratt og fæturnir báru hann. Maggie. Ross og Steve stóðu stjörf af viðbjóði. og það virtist liða heil eilifð, áður en þau jöfnuðu sig nægilega til að fara inn i verslun Steve. Ross sagði við Maggie: „Ef þú ætlar að bjarga Ðonnu. þá verðurðu að leyna lögregluna málsatvikum. Gerirðu þér grein fyrir því. hvað það er alvarlegt?" Maggie leit beint á hann og svaraði: „Það verðu þú lika að gera. Ætlarðu að gera það?" „Já.” Ross snéri sér við. „Steve?” „Allt og sumt. sem ég sá. var, þegar maðurinn þama kom út með reipið og drap Avril. og billinn. sem ók á hann." „Þeir trúa okkur ekki." sagði Ross og andvarpaði. „Þeir geta ekki sannað neitt. nema þeir nái Bernie,” sagði Steve. „Bernie hefur sjálfsagt sinar leiðir til að komast undan lögreglunni.” sagði Maggie. „Eru nokkur önnur sönnunargögn en fingraför þin um. að þú hafir verið þama inni?" spurði Steve. „Það er hægt að út- skýra fingraför. Þú hefðir getað heim- sótt hann einhvern timann áður." „Þaðer kannan. Hann gaf mér te.” „Égskalsjá um hana." Eftir örskamma stund kom Steve aft- ur. Hann var búinn að þvo krúsina og setja hana á sinn stað. .Kötturinn er enn sofandi á rúminu.” sagði hann og bætti við: „Það er reglulega heimilis- legt." AU hringdu i lögregluna. sem brátt kom á staðinn, spurði þau í þaula og skrifaði i minnisbækur sinar. Þeir ráðlögðu Ross að gæta Maggie vel, og varðstjórinn sagði: „Henni virðist hafa brugðið meira i brún en ykkur." „Hún hefur aldrei þolað að sjá blóð.” sagði Ross, og varðstjórinn kinkaði kolli og fór. Steve hellti i þrjú glös. og þegar þau drukku úr þeim. brosti hann þreytulega til Maggie og eiginmanns hennar. „Ég veit ekki. hvemig ég á að þakka þér.” sagði Ross hægt. „Vertu ekki að hafa fyrir þvi.” „Steve." byrjaði Maggie. en hann bandaði frá sér. „Seinna.” sagði hann stirðlega. Og Ross hélt handleggnum um axlir henni. á meðan Steve sneri sér við til að fara. Kona i skærlitum fötum nálgaðist þau. en tók ekki eftir þeini. Þetta var Rosie Bates. sem hafði kennt Evans að gera brögð með snörunni. Hún fór inn i ibúð látna mannsins. „Veslings Rosie. við ættum að segja henni frá þessu." tautaði Maggie. „Ég fer þangað á eftir." sagði Steve. GAR Maggie og Ross voru orðin ein i ibúðinni. sagði Maggie: „Við skul- um fara héðan á morgun. Ég þoli ekki ibúðina lengur." Ross dró hana niður á hné sér og hélt fast utan um hana. „Við förum. þegar þér sýnist. elskan. I kvöld. ef þú kærir þig um." Loks tautaði Maggie: „Amsterdam . . . Ross. ég ætla að koma með þér til Hollands. á meðan þú verður að vinna þar.” „Hvernig fyndist þér það." sagði hann. „að ég kæmi þvi svo fyrir. að ég yrði ekki nema eitt ár i Amsterdam? Þá myndir þú ekki missa alla viðskiptavini þina. Við gætum leigt húsið á meðan." Maggie varð léttara um hjarta, þrátt fyrir allt. sem gerst hafði.„Ó. ástin min. gælirðu gert það? Það væri dásamlegt!" Ross leit niður á hana, og faðmlag hans varð þéttara. „Ég vil. að þú verðir viss — um fleira en bara viðskipti þín. Steve Rennie elskar þig enn. Ég sá. hvernig hann horfði á þig.” „En hann finnur sér einhverja aðra. þegar ég er farin. Það vona ég að minnsta kosti. Hann er — mér mjög kær. Ross.” „Ég veit það. Svo ég spyr þig einu sinni enn. Ertu viss um. að þú viljir koma með mér?” „Alveg viss. Ross.” „Guði sé lof." sagði Ross hálfkæfðri röddu. „Guði sé lof." endurtók hann. Maggie vissi, að þau Ross yrðu að minnsta kosti saman i framtiðinni. Nú vissi hún. að það var það. sem mestu máli skipti. ENDIR. 40VIKAN 27. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.