Vikan


Vikan - 06.07.1978, Page 43

Vikan - 06.07.1978, Page 43
r A flótta til Nordurlanga Kæri draumráðandi. Mig langar að fá þennan draum ráð- inn. Mér fannst við hjónin búa í þriggja herbergja íbúð á lofti yftr fisk- vinnslusal. Við vorum með þrjú börn. sem við eigum. Mér fannst vera komin helgi og mikið fyllirí í aðsigi hjá fólk- inu. sem vann í fiskinum. Við kom- umsl að þvi. að einhverjir tveir menn ætluðu manninum mínum eitthvað ill um kvöldið. svo við lögðum fyrir þá gildru. Við útbjuggum gínu og settum í rúmið okkar. en fórum svo inn til barnanna og ætluðum að sofa þar. Þá kom kunningi mannsins míns og var auðsjáanlega búinn að smakka vín. Hann þurfti endilega að tala við mann- inn minn. og það endaði með því. að þeir fóru saman eitthvað í burtu. Þá dreif að alls konar fólk. svo íbúðin var full af fólki. og menn voru að drekka, og drekka mikið. Ég varð vond og ætl- aði að komast í sima og ná í lögregluna til að smala fólkinu út. Þeim fannst það svo mikil vitleysa öllum saman og voru farin að hella niður og allt orðið út sporað. Börnin sváfu. Égfór til að hringja ogfór niður í vinnusalinn. en fann engan síma. Þar var fólk að dansa. Þá kom þar gamall karl (sem ég er kunnug) og fór að áreita mig. Ég varð fjúkandi vond og var að hrista hann af mér og rífast við hann. Hann vi/di endilega koma með mér. Égfór út og hitti œskuvinkonu mína. sem ég tala lítið við nú orðið. Við ákváðum að fara á bryggjuna. og komast á skip. Við fórum. og voru þá þar tvö skip. bæði norsk. Annað átti að fara til Norðurlandanna. og við drifum okkur með því. Þegar ég var komin um borð. fór ég á salernið. En mér fannst ég aldrei ætla að verða búiti að gera mín- ar þarftr þar. Ég var búin með næstum heila rúllu af pappir. og alltaf komu óhreinindi á pappírinn. Skipið var fullt af fólki. En þá kom skipun um. að allir ætlu að fara í land. því það var verið að leita að einhverjum. Það var ég. Þá mundi ég eftir börnunum og fór til þeirra. Þau sváfu, en ég mætti tveimur mönnum. sem komu út úr svefnher- berginu með fangið fullt af fötum af okkur. og ég fór í flýti í síma til að kæra þá fvrir þjófnað. Manninn minn sá ég ekki meira í draumnum. Með fvrirfram þökk. 4286—3599. Táknin í þessum draumi eru mjög mis- jöfn, og eiginlega er erfitt að tengja þau saman. Gildran er viðvörun til þín um, Mig drcymdi að þú treystir röngum aðila, og drykkj- an er aðvörun um að heimska þig ekki. Þú mátt búast við að verða fyrir miklum vonbrigðum, eða að vináttuslit eru í nánd. Þú færð góð tíðindi frá útlöndum, og heppni í starfsemi bíður þín. Þú mátt vænta betri lífsafkomu og færð uppfyll- ingu heitra óska. Skipin boða þér góðar fréttir, sem þú færð innan skamms, en skip í draumi getur oft táknað komu sveinbarns. Aðstoð vinar þíns kemur þér mjög á óvart, og áttu erfitt með að launa hana. Þú verður fyrir óvæntu happi, sem færir þér mikla gleði Rúmfastur maöur og drengir í hjólastólum Ágæti draumráðandi. Mig langar að biðja þig að ráðafyrir mig tvo drauma. sem mig dreymdi fyrir stuttu. Sáfyrri er svona: Mér fannst ég vera stödd í fallegum garði með miklum gróðri. Þar voru tvö stór ogfalleg hús í gömlum stíl, ogfannst mér, að í fremra húsinu væri slæml fólk. Mér fannst ég vera stödd í aftara húsinu ásamt gömlum, rúmföstum. manni. Fannst mér ég svo labba út úr húsinu ogyfir grasflötina í áttað fremra húsinu. Á leiðinni var köttur alltaf að bíta í vinstri handlegg minn. Þegar ég kom að hliðinni á húsinu, var þar spýta (eins og hálft kústskaft) — með hvítum brúsk, sem stóð upp úr jörðinni. Við hliðina á spýtunni stóð kona í hvítum kjól með Ijóst hár. Fannst mér ég segja við hana: „Ég er ekki hrædd að snúa við þér baki og labba til baka. ” Ég labbaði svo til baka, en leit þó um öxl. Þegar ég kom í húsið til gamla mannsins, fannst mér hann benda til hægri við hliðina á rúminu, og sá ég þá köttinn, sem var alb/óðugur og dauður. Ég er ekki viss, hvort ég kom við hann, eftir að hann var dauður. Sá síðari var svonarMérfannst ég koma labbandi upp stiga og upp á stigapall, og sá ég þá nokkra stráka á aldrinum 8-10 ára, alla í hjólastólum. Við hliðina á einum stóð kona, sem mér fannst vera kona Johns F. Kennedy. Svo fannst mér ég labba til hennar og taka strákinn, sem mér fannst vera sonur hennar, og ætlaði ég að fara með hann upp stigana til að sjá fótboltaleik. Á leiðinni upp var ég að furða mig á. hvað hann og hjóla- stóllinn væru léttir. Stigarnir voru allir þéttsetnir af fólki, en samt var þetta ekki erfitt. Þegar við vorum komin efst. þá sáum við ekkert, Draumurinn var ekki lengri. Þessir draumar eru mér mjög vel minnisstæðir, og yrði ég þér þakklát, ef þú vildir ráða þáfyrir mig. Með fvrirfram þakklæti. SÁ. Fyrri draumurinn boðar þér snögg umskipti í lífi þínu. Miklir atburðir eru framundan hjá þér, sem munu færa þér fyllstu ánægju til fagnaðar og hamingju. Þú munt þurfa að bíða lengi eftir gift- ingu og verður fyrir talsverðum vonbrigðum, áður en að henni kemur. Þú verður sennilega ástfangin innan skamms, en kötturinn boðar þér svikulan elskhuga, svo þú ættir að fara að öllu með gát í þeim efnum. Hætt er við. að þú lendir í alvarlegu rifrildi. sem sprottið verður af öfund. Ljóst hár í draumi er oft fyrirboði fæðingar dóttur. Líklega áttu við minniháttar veikindi að striða á næstunni. Síðari draumurinn boðar þér bjarta framtíð, og gæfa og gengi fylgir þér í öllu. Þó rnáttu búast., við að þurfa að vinna hörðurn höndum á næstunni, og færðu það illa borgað. Þú reiknar með hjálp við þá vinnn, en munt vera svikin unt alla aðstoð. 27. TBL. VIKAN43

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.