Vikan


Vikan - 06.07.1978, Blaðsíða 42

Vikan - 06.07.1978, Blaðsíða 42
ALICE COOPER Hljómsveitin Alice Cooper kom upprunalega frá bandarisku borginni Phoenix, en þar byrjuðu þeir sem Earwigs. í Earwigs voru: Vincent Damon Furnier, fæddur i Detroit 4. febrúar 1948. Glen Buxton, Dennis Dunaway, John Tatum og John Speare. Þeir léku mest lög frá Rolling Stones og öðrum Rythmn & Blues hljómsveitum. Þegar þeir misstu Tatum og Speare úr hljómsveitinni, stofnuðu þeir nýja ásamt Michael Bruce undir nafninu Spiders, en héldu áfram á sömu braut. Lög Who og Kinks voru mikið notuð, og þeir náðu nokkrum vinsældum i Phoneix með laginu „Don’t Blow Your Mind. ” Upp úr þessu fóru þeir að nota Ijósashow og fleira slikt i samræmi við tíðarandann og fóru að semja sín eigin lög. í lok árs 1966 breyttu þeir svo nafni hljómsveitarinnar í Nazz, og skömmu siðar gekk Neal Smith i hljómsveitina. Þeir neyddust fljótlega til að hætta að nota það nafn því Todd Rundgren hafði verið með hljómsveit undir þvi nafni, sem var þó aðeins þekktari. Eftir það tóku þeir upp nafnið Alice Cooper. Ástæðan fyrir þessu nafni er sögð vera sú, að þeir fóru eitt sinn á miðilsfund (faðir Furniers var prestur) og náðu sambandi við anda, sem kallaði sig Alice Cooper. Þegar þeir svo spurðu andann, hver Alice Cooper væri, svaraði hann til: „Alice Cooper er Vincent Furnier.” Svo hljómsveitin tók sér þetta nafn og Vincent lika. Þeir voru samt ekki vissir um, hvort þetta væri rétt ákvörðun, þar sem Alice er kvenmannsnafn, og vist er, að margir héldu, að hér væri um einhverja þjóðlagasöngkonu að ræða. þegar þeir sá nafnið fyrst og heyrðu. En hvað um það, Alice Cooper lék viku síðar, að þvi er sögur herma, í Lenny Bruce-minningarhófi og fældi flest alla i burtu nerna Shep Gordon og Frank Zappa, sem voru báðir hrifnir af viðundrinu. Gordon gerðist umboðsmaður þeirra og Zappa plötuútgefandi þeirra. Tvær plötur komu út hjá Straigth, plötuútgáfu Zappa, „Pretties For You" 1969 og „Easy Action” 1970, sem hvorug gerði nokkra lukku. og þóttu þeir lélegir Kinks/Who/Stones eftirhermur! Zappa leysti þá frá samningnum við Straight, en i staðinn komust þeir á samning við móðurfyrirtæki Straight, Warner Brothers, og fengu til liðs við sig tökustjórann Bob Ezrin, sems átti eftir að upphefja bæði sig og hljómsveitina með næstu plötum þeirra og er nú mikils metinn upptöku- leiðbeinandi. Ezrin mótaði þeirra „sound,” og þeir léku nú eingöngu eigið efni, sem var reyndar enn undir mjög sterkum Who/Stones áhrifum, en þó þeirra eigið rokk. En til að bæta þar við, gerðu þeir texta, sem. áttu eftir að eiga eingöngu við þá. Um það leyti sem „Love It To Death," kom út, voru þeir að verða búnir að skapa sér sviðsframkomu, sem gekk út á hæfilegan skammt af ofbeldi og furðulegheitum. 1970 fóru lög þeirra loks að ná áhuga hljómleikagesta, en lag þeirra „Im 18” náði svo vinsældum i byrjun 1971. Næstu þrjár þreiðskífur voru gerðar með ákveðið „show” í huga, sú fyrsta var „Killer," en sviðsetning hennar bauð upp á lifandi snáka. peningakast, slátrun á dúkku, og Alice var að lokum hengdur fyrir syndir sinar. Andinn yfir sviðsetningunni breyttist ekki mikið á „School’s Out” og „Billion Dollar Babies,” en fyrra skiptið var refsingin rafmagnsstóllinn og seinna skiptið höggstokkur. Vinsældir hljómsveitarinnar jukust sífellt, og Cooper var vinsælt blaðaefni. 1973 fór hljómsveitin í þriggja mánaða hljómleikaferð með sviðsetningu „Billion Dollar Babies” og kom til baka i rusli, hljómsveitin flosnaði upp, og þeir eyddu nærri heilu ári í að ná sér eftir allt vesenið. Alice Cooper sjálfur lét mest á sér bera sem dæmigerðum velferðarkana, drakk mikið, lék golf og röflaði i sjónvarpsþáttum um sjálfan sig. 1974 rétti hann úr sér á ný, og undir leiðsögn Bob Ezrin safnaði hann saman í nýja hljómsveit undir sama nafni. í hljómsveitina fékk hann eftirsótta hljómlistarmenn á borð við Dick Wagner og Steve Hunter, sem bæði höfðu verið i hljómsveit Lou Reed og Mitch Ryder & The Detriot Wheels saman. Jack Bruce hafði þá reynt að fá Hunter til liðs við hljómsveit sina, en gekk ekki. Hinir þrir, Joey Chirosky, Penti Glen og Prakash John komu líka allir úr hljómsveit Lou Reed. Eftir þessa samsteypun komu út plöturnar „Welcome To My Nightmare” og „Alice Cooper Goes To Hell" með tilheyrandi svið- setningum. Frá þessu tímabili urðu tvö lög vinsæl, bæði ballöður í andstöðu vió fyrri vinsældir með rokklög, „Only Women Bleed’’ og „I Never Cry.” Alice Cooper virðist samt ennþá að mestu lifa á frægð, sem hann hlaut með fyrri hljómsveitinni. Þar ofan á bætast við fréttir af óhóflegri drykkju, sem sé að útiloka hann frá þvi aðgeta haldið áfrani. Það væri miður, þvi þessi tvö lög „Only Women Bleed,” og „I Never Cry,” aukgömlu laganna.einsog „I'm Eighteen,”k „Under My Wheels,” „School’s Out” og„NoMore Mr. NiceGuy” voruallt mjöggóð lög. Plötulisti: MUSCLE OF LOVE (Warner Brothers K BOOTLEGS ALICE& IAN (Háf plata á móti Jethro 10) WELCOME TOMY NIGHTMARE/ PRETTIES FOR YOU 56028) SOLD OUT 75 Tull) Anchor 1975 (Straight STS 1051) UK 1974 ColdElhel/Only Elected (l ’m Eighteen / 11) GO TO HELUl US 1969 Women Bleed/ DeveTs Gutter Cats Versus Jets / NEVER CRY GREA TEST HITS Food / Black Widow / School's Out. Warner Brothers 1976 EASY ACTION (Warner Brothers K Escape / SchooTs Out / 12) ELECTED' (Warner Brothers S 1845) 56043) Department of Youth / SCHOOL'SOUT US 1970 LOVE 1T TO DEATH UK 1974 VELCOME TOMY Ballad Dwight Frye. LITLAR PLÖTUR: Warner Brothers 1976 13) LOVE A T YOUR CONVENIENCE/ (Warner Brothers K NIGHTMARE YOURREALL 1) TM EIGHTEEN Warner Brothers 1977 46177) (ABCANCL 2011) CRAZIER THANIAM Warner Brothers 1971 14) WELCOMt ÍO M) UK 1971 UK 1975 (sept. 1972 tvöföld) Public Animal Number 2) UNDER MY WHEELS/ NIGH TMA RE/BLA CK WIDOW KILLER ALICE COOPER GOES Nine / Be Mv Lover / Tm Warner Brothers 1972 ONL V WOMEN (Warner Brothers K TO HELL Eighteen / ls It Mv Bodv? 3) SCHOOL 'S OUT/ BLEED/DEPARTMENT 56005) (Warner Brothers K / Halo of Flies / Gutter Warner Brolhers 1972 OF THE YOUTH UK197I 56171) Cats Versus Jets / Street 4) ELECTED/ ABC 1977 - UK 1976 Fight / Killer / Long Wav Warner Brothers 1972 15) YOU AND ME'M > SCHOOL S OUT To Go / School's Out / 5) Hello Hurrav/ GOD (Warner Brothers K 56007) LACE& WHISKEY (Warner Brothers K Elected. Warner Brothers 1973 6) NO MORE MR. Warner Brothers 1977 56365) EARLY ALICE NICEGUY/ Auk ..Flexieplötu sem BILLION DOLLAR UK 1977 (Stúdióupptökur og á Warner Brothers 1973 gefin var út með New BABIES hljómleikum 1970) 7) TEENAGE Musical Express i febrúar (Warner Brothers K THE ALICE COOPER Mv Dog Spot / Nobodv LAMENT/74/ 1973: Slick Black 56013) SHOW Like Me / Relurn Of The Warner Brothers 1974 Limousine / Unfinished UK 1973 (Warner Brothers K Spiders / Ballad Of 8) DEPARTMENT OF Suite / Elected / No More 56439) Dwight Freve / AII Mv YOUTH/ Mr. Nice Guv / Billion SCHOOLDA YS - THE UK 1978 Own / Last Juju / Is It ABC1974 Dollar Babies /1 Love EARL Y RECORDINGS (Warner Brothers K 66021) UK 1973 My Body?' 9) ONL Y WOMAN/ ABC 1975 The Dead. 42VIKAN 27. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.