Vikan


Vikan - 06.07.1978, Side 46

Vikan - 06.07.1978, Side 46
Sitt lítið af hverju Heilbrigð skynsemi Tveir Skotar voru að ræða um þjóðfélagsumbætur. Annar sagði: Ef þú ættir tvo hatta, mundir þú þá gefa mér annan? — Já, svaraði hinn. — En ef þú ættir tvo báta? — Afveg hiklaust. — Og ef þú ættir tvær eiginkonur? — Ég mundi ekki hugsa mig um tvisvar. — En tvær skyrtur? — Nei. — Af hverju ekki? — Ég á ekki nema einn hatt, einn bát og eina eiginkonu — en ég á tvær skyrtur! fer að ná af mér málningunni aftur, svaraði stúlkan. Guð veit allt! NOKKRIR vinir Nóbels- skáldsins Hemingways voru að skemmta sér i New York. Þeir söknuðu skáldsins úr hópnum og ákváðu að senda honum kort. Þeir vissu hins vegar ekki, hvar hann var niður kominn og skrifuðu því á kortið: 77/ Ernests Hemingway, Guð veit hvar. Hálfum mánuði síðar kom svohljóðandi svar frá Ítalíu: Guð vissi hvar! Hemingway. Fyrirtæki á uppleið HÁLFSJÖTUGUR bankastjóri kvæntist 18 ára blómarós. — Þetta finnst mér heldur óskynsamlegt, sagði einn vina hans við hann. — Hefði ekki verið nær að halla sér að eldri konu? — Margra ára starfsreynsla min hefur kennt mér. að það sé betra að fjárfesta í fyrirtækjum á uppleið heldur en þeim, sem eru að drabbast niður, ansaði bankastjórinn. Lítið fyrir listina ENSKUR tómstundamálari hafði flækst með málaragræjur sinar upp í fjöll í Sviss. Þar rakst hann á stúlku, sem sat yfir geitum. — Stórkostlegt, hrópaði málarinn. — Landslagið, geiturnar og þú! Ég skal borga þér tíu sterlingspund, ef þú leyfir mér að mála þig. — Nei, það líst mér ekki á, ansaði smalastúlkan. — Jæja þá, tuttugu sterlings- pund! — Það eru ekki peningarnir, sem ég er að hugsa um, heldur hvernig ég Óhrædd, en einmana Hún litur svo sem ekki ríkmannlega út, þrátt fyrir allar milljónirnar og umsvifin, sem hún erfði eftir föður sinn, Onassis skipakóng. Christina Onassis er enginn veifiskati, og hún fer óhrædd í gönguferðir um stígana í Boulogneskógi í París með pekinghundinn sinn. Og því skyldi hún vera hrædd? Hún hefur staðið sig vel við stjórn skipafélags föður síns og þegar sýnt, að hún hefur í fullu tré við frænda sinn, Niarchos skipakóng. En hún er einmana. Hún á tvö misheppnuð' hjónabönd að baki, og eftir að hafa misst bróður sinn og báða foreldra er eini félagi hennar litli pekinghundurinn, sem fylgir henni á gönguferðum. Hún hefur þó játað, að hún kysi heldur félagsskap eigin barns heldur en hundsins. Christina Onassis er glöggt dæmi þess, að ekki verður allt keypt fyrir peninga. Á eyðieyju, kropni eða köku! Hefur ykkur nokkurn tima dreymt um að leggjast til svefns á lagköku, eyðieyju — eða jafnvel kvensmannskroppi? Það kynni að fara svo, að sá draumur mætti rætast, því þýska fyrirtækið Salger KG hefur tekið sig til og hannað þessi óvenjulegu rúm, sem við sjáum á meðfylgjandi myndum. Og það hefur fleira spennandi upp á að bjóða, ef vera kynni, að menn langaði ákaft til að blunda í eldspýtnastokki, kappakstursbíl eða flugvélasæti. En að sjálfsögðu kostar það sitt að uppfylla slíka drauma. Þar úti kostar stykkið frá 300-800 þúsund kr. og varla yrði það ódýrara hingað komið. Vikan hefur hins vegar ekki frétt af neinum innflytjanda, sem áhuga hefur á málinu. 46VIKAN 27. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.