Vikan


Vikan - 06.07.1978, Side 25

Vikan - 06.07.1978, Side 25
— Jæja. láttu mig heyra. — Við getum slitið sambandi okkar að fullu ogöllu. Hann laut höfði. Hann sá á svip- brigðum hennar, að henni féll ekki þessi kostur. Hún leit út eins og barn, sem fær ekki það, sem það langar mest í. — Mig langar ekki til að slíta sambandi okkar. hélt hann áfram. Hún greip andann á lofti. — Það vil ég ekki heldur, sagði hún. Hverjir eru hinir kostirnir? — Við gætum sagt mökum okkar sannleikann. Hann hnyklaði brýnnar og horfði fast á hana: — Við gætum sagt þeim eins og er og reynt að fá þau til að sætta sig við aðstæður eins og þær eru, sagði hann ákafur. — Þannig að við fengjum að vera sanian áfram? sagði hún efablandin. — Nei, varla — sagði hann hikandi. —Ég efast um, að það sé eins auðvelt og virðist, þegar við sitjum hér og segjum það hvort við annað, sagði hún og varð niðurdregin á svipinn. — Nei, sagði hann — ég veit ekki, hvað Marta þolir mikið, en liklega ekki þetta. —Áttu við, að hún myndi vilja skilnað? — Já. Fara frá mér. Skilja. Hvorugt okkar gerir sér grein fyrir, hvað heldur hjónabandinu saman. Vlún hefur sína vinnu, hefur góð laun, á eigin vini — svo virðist sem hjónabandið sé vani, hún hefur bara ekki viljað taka fyrsta sporið. Hún brosti:— En þú, þvi tekur þú ekki fyrsta sporið? — Æi, ég veit það ekki. Ég er giftur henni. það er ekki auðvelt að slíta gömlu og grónu sambandi, jafnvel þó að það sé manni einskis virði lengur. Hún tekur á móti mér eins og fólki, sem kemur til að betla fé til góðgerðarstarfsemi. —Ég veit ekki, hvað Róbert myndi segja. sagði Sara hugsi. — Hann er að vissu leyti háður mér. Það er ég. sem afla meirihlula teknanna, nýt meiri virðingar, hann hefur aldrei náð langt. Raunverulega er það ég. sent sé fjöl- skyldunni farboða. Það má vera, að hann geti sætt sig við samband okkar. ef hann héldi núverandi stöðu sinni innan fjölskyldunnar. Hún beygði sig yfir borðið og tók i hönd hans. Hún hélt fast um höndina, neglurnar særðu holdið. Þannig hafði hún aldrei gert áður. — Hver er þriðji valkosturinn? Hann beit í brauðið: — Við getum farið frá þeim. sagði hann og tuggði hægt. Húnsagði: — Það líst mér bestá. Hann horfði á hana. Hún horfði ofan í gólfið. Takið um hönd hans linaðist. hún dró hana til sin og lagði hendurnar þunglega I kjöltu sína. — Mér datt i hug. að þu myndir segja þetta, sagði hann. — Já. Ég hefi viljað það frá byrjun. — Þú ert galin. Það er nreinasta óráð. — Já. — Það kostar svo mikla erfiðleika. Það verður svo margt, sem þarf að gera, pappirar. lögfræðingar, skipti, allt mögulegt... — Já. Ég vil fá börnin. — Ég er alls ekki viss um. að ég vilji fá börnin þin. sagði hann. Hún horfði 27. TBL. VIKAN25

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.