Vikan


Vikan - 06.07.1978, Blaðsíða 18

Vikan - 06.07.1978, Blaðsíða 18
Rannsóknarlögreglumaðurinn kink aði kolli. ..Það stenst. El'tirlitsmaðurinn sagði. að hann helði komið inn og fengið lánaðan lykil t’arol Roberts lir sönnun- argagnaskápnum siðastliðinn miðviku dag. og skilað honum aftur seint á mið vikudagskvöldi. Þess vegna var paraffin prufan neikvæð. Hann kornst inn í skrif stofu dr. Stevens með upprunalega lykl inum. Eftirlitsmaðurinn gerðt engar at hugasemdir. þ\ i hann vissi. að liann átti að rannsakamálið." ..Veistu. hvar hann er niina?" spurði \ ngn FBI maðurinn. ..Nei. Við eltum hann, en misstum al' honum. Hann gæti verið hvar sem er." ..Hann er að leita að dr. Stevens." sagði hinn FBI-maðurinn. Bertelli snéri sér að FBI-mönnunum. ..Hverjareru líkurnar á þvi. að dr. Stev- ens haldi lifi?" Maðurinn hristi höfuðið. „El' þeir finna hann á undan okkur — engar." Bertelli kinkaði kolli. ..Við verðum að fmna hann lyrstir." Rrxid hans varð Þeir voru fimm í veglega skreyttu bókasafninu, Judd og ofsækjendur hans. Þeir höfðu slegið hring um Judd. Hann sá fyrir sér andlit óvina sinna og fann til einkennilegrar ánægju þess vegna. Loks vissi hann, við hverja hann átti að etja. Ef það var þá rétt að orði komist. Hann var genginn í gildru. grimmdarleg. „Ég vil. að það verði líka kornið með Angeli. Mér stendur á sania hvernig. þið náið honum." Hann snéri sér að leynilögreglumanninum. „Náðu honum. McGreavy." Það voru einhver skilaboð á lögreglu- bylgjunni: „Merki tiu . . . merki tiu . . . allir bilar. . . takið fimm . . ." Angeli slökkti á útvarpinu. „Veit ein- hver. að ég sótti þig?" spurði hann. „Enginn." fullvissaði Judd hann urn. „Þú hefur ekki talað um La Cosa Nostra við neinn?" „Bara þig." Einstök þjónusta fyrir Stór-Reykjavík Við mælum flötinn og gerum fast verðtilboð. Þér komið og veljið gerðina, við mælum og gefum yður upp endanlegt verð — án nokkurra skuldbindinga. Athugið að þetta gildir bæði um smáa og stóra fleti. Þér getið valið efni af 70 stórum rúllum eða úr 200 mismunandi gerðum af WESTOIM teppum. Við bjóðum mesta teppaúrval landsins í öllum verð- flokkum: STAKAR MOTTUR 41 MIKLU ÚRVALI: Danskar — Enskar — Tékkneskar — Indverskar og Kínverskar. Hringbraut 121 Sími 10 600 Angeli kinkaði ánægjulega kolli. Þeir fóru yfir George Washington brúna og stefndu i ált til New Jersey. En allt var breytt. Honum leið ekki lengur eins og veiðibráð með Angeli sér við lilið. Hann var veiðimaðurinn. Og sú til- hugsun fyllti hann djúpri ánægjukennd. Judd hafði skilið bilaleigubilinn eftir i Manhattan. eins og Angeli hafði stungið upp á. og var nú í ómerktum bíl Angelis. Angeli ók norður á bóginn á Palisades Interstate Parkway og beygði af vegin- um við Orangeburg. Þeir nálguðust Old Tappan. „Þú varst snjall. að sjá hvað var að gerast. læknir." sagði Ángeli. Judd hristi höfuðið. „Mér hefði átt að detta þetta i hug um leið og ég vissi. að margir voru Bæktir i ntálið. Það hlutu að vera samtök. sem notuðu atvinnu- morðingja. Ég held að Moody hafi grunað sánnleikann, þegar liann sá sprengjuna i bilnum mínum. Þeir höfðu aðgang aðöllum vopnum.” Og Anne. Hún var hluti af fyrirætlun- inni og kom þvi þannig fyrir. að hægt væri að myrða hann. Og sanit — hann gat ekki hatað hana. Það varsama. hvað hún hafði gert — hann gat aldrei hatað hana. Angeli hafði beygt af aðalbrautinni. Hann ók bilnuni lipurt eftir hliðargötu. sem lá inn i skóglendi. „Veit vinur þinn. að við erum á leið- inni?" spurði Judd. „Ég hringdi til hans. Hann bíðureftir þér." Skyndiley kom hliðarvegur i Ijós. og Angeli ók bimum inn á hann. Hann hélt áfrant milu vegar eða svo, og hemlaði siðan fyrir framan hlið með rafeindalás. Judd tók eftir litlu sjónvarpstæki yfir hiiðinu. Þeir heyrðu smell. og hliðið laukst upp. og lokaðist síðan að baki þeint. Þeir óku.eftir löngum bugðóttum akvegi. Judd korn auga á mikið þak á risastóru húsi. Efst á þvi glampaði bronshani. sem leiftraði i sólinni. Hann vantaði stélið. TUTTUGASTI OG FYRSTI KAFLl. I hljóðeinangraðri og neon-lýstri sam bandsmiðstöð lögreglustöðvarinnar sátu tólf lögreglumenn á skyrtunni við risa- stóra skiptiborðið. Á borðinu miðju var þrýstiloftshleri. Þegar hringt var, skrif- uðu mennirnir niður skilaboð, sem þeir settu í opið og sendu upp á lofl til send- ils, sem sá um að koma þeim þegar i stað áleiðis til minni lögreglustöðva eða lög- reglubíla. Simtölin tóku engan enda. Þau streymdu inn dag og nótt. eins og flóð af harmleikjum ibúa risavaxinnar stórborgarinnar. Karlar og konur voru skellingu lostin . . . einmana . . full ör væntingar .. . drukkin .. . nteidd . . . morðóð .. . Þetta minnti á mynd eftir Hogarth. málaða með lifandi orðuni neyðar i stað lita. Þetta mánudagssíðdegi var aukin spenna i loftinu. Simsvararnir beindu allri sinni athygli að verkinu. sem þeir unnu. Þó voru þeir allir meðvitandi um rannsóknarlögreglumennina og FBI- mennina. sem voru á ferð um herbergið. gáfu skipanir og tóku við öðrum. og unnu af vandvirkni og hljóðlega að þvi að stækka rafeindanetið handa dr. Judd Stevens og Frank Angeli rannsóknarlög- Það, sem áður er komið: Andlit Sjúklingur dr. Judds er drepinn á götu úti, móttökustúlka Judds er drepinn á hroðalegan hátt, og sjálfur virðist Judd hundeltur af morðóðum náungum. McGreavv rannsóknarlögreglumaður trúir ekki oröi af því, sem Judd segir, en starfsbróðir hans, Angeli, sýnir Judd vinsemd. Judd ræður Moody leynilögreglumann sér til aðstoðar, en Angeli grunar Moody um græsku og ráðleggur Judd að vera á verði gagnvart honum. Moody hringir í Judd og kveðst vita, hver standi að baki öllu saman, en hann er drepinn, áður en hann getur upplýst vitneskju sína. McGreavy er grunsemdarfyllri en nokkru sinni fyrr, og Judd gerir örvæntingarfullar tilraunir til að komast að hinu sanna. Hann lendir í hverjum háskanum á fætur öörum, en loks telur hann sig hafa komist að því, að Cosa Nostra standi á bak \ið of- sóknirnar. Hann hringir i Angeli, sem leggur af stað honum til aðstoðar og verndar. ángí reglumanni. Andrúmsloftið varð örara og einkennilega hvasst. rétt eins og þungbúinn. taugaóstyrkur leikbrúðu- stjóri setti verkið á svið. Bertelli varðstjóri talaði við Allen Sullivan, einn úr afbrotanefnd borgar- stjórnarinnar þegar McGreavy kom inn. McGreavy hafði hitt Sullivan áður. Hann var erfiður viðfangs og heiðarleg- ur. Bertelli hætti samtalinu, og snéri sér að rannsóknarlögreglumanninum. And- lit hans var eitt spurningamerki. „Það er kominn skriður á málið." sagði McGreavy. „Við höfðum upp á vitni — næturverði. sem vinnur i húsinu 18VIKAN 27. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.