Vikan


Vikan - 06.07.1978, Qupperneq 16

Vikan - 06.07.1978, Qupperneq 16
íslenskuferöafólki íKaupmannahöfn leiðbeint ímat 8.greir Rauðar plómur með rjót rommsiropi og is Jacob Evar kom frá tsrael til Árósa fyrir tíu árum að læra hagfræði. Hann eignaðist fliót- lega konu og börn og varð að vinna fyrir þeim. í því skyni opnaði hann veitingahúsið Jacobs barBQ með ísraelskum mat I Árósum. Það gekk svo vel, að í upphafi þessa árs opnaði hann annað slíkt undir sama nafni I Kaupmannahöfn. í Árósum heyrði ég vel látið af matstofu Jacobs, en hafði ekki tækifæri til að færa mér það nyt. Við hjónin létum svo verða af því I Kaupmannahöfn að líta inn hjá Jacobi í hádeginu einn góðan veðurdag í apríl síðastliðnum. EINSTAKLEGA GRÓFAR FURUFJALIR Jacobs barBQ er á götuhœð á horni Stóra og Litla Kannike- strœde i latínuhverfmu rétt norðan Striksins. Inngangurinn er einkennilegur, því að fyrst þarf maður að ganga niður í kjallara og síðan upp úr honum aftur. Veitingastofan er nokkuð stór og rúmar um 140 manns. Hún hefur þægilegt yfrbragð nútímastíls. Gólfð er á pöllum í mismunandi hæð. Veggir og gluggakistur eru klæddar einstaklega grófsöguðum og óhefuðum furufölum. Lands- lagsmyndir frá ísrael skreyta veggina. um og líbönskum mat. Matreiðslan í þessum löndum er svo svipuð, að nöfn margra rétta eru nánast hin sömu í öllum þessum löndum. Við völdum ekki „homus,” sem var baunasalat með kryddi og steinselju. matreitt I olífu- olíu, og borið fram með heitu „pita” eða brauði og kostaði 15,00 danskar krónur sem för- réttur. SKYLDUR GRÍSKUM OG TYRKNESKUM MAT ísraelskur matur er ekki hið sama og „Kosher” Gyðinga, sem er ættað frá meginlandi Evrópu. Þess í stað er Isra- e/skur matur sömu ættar og annar matur þjóðanna við austanvert Miðjarðarhaf Hann er skyldur grískum, tyrknesk- Við völdum ekki heldur „tahin, ” sem var salat úr sesamfræjum, olfuolíu, hvítlauk og kryddi, borið fram með heitu „pita ” og kostaði 17 krónur sem forréttur. Við völdum ekki heldur „falaffel, ” sem voru ísraelskar baunabollur, steiktar I olífuolíu, bornarfram með heitu „pita" og kostaði 15,50 sem forréttur. 16VIKAN 27. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.