Vikan


Vikan - 06.07.1978, Blaðsíða 47

Vikan - 06.07.1978, Blaðsíða 47
Hjá tannlækninum FORSTJÓRI sagði við starfs- mann sinn: — í gær baðstu um leyfi til að fara til tannlæknis, en nú hef ég frétt, að þú hafir í staðinn farið að horfa á knattspyrnukappleik, svo að þú hefur logið að mér! — Alls ekki, svaraði starfs- ntaðurinn. — Tannlæknirinn minn er markmaður í öðru liðinu. Hættuleg bók KONA nokkur sneri öllu við og var greinilega að leita að einhverju. Maður hennar leit upp úr blaðinu og spurði. hvað gengi á. — Ég er að leita að bókinni „Hvernig á að ná 100 ára aldri,” svaraði konan. — Æ, ég brenndi hana í gær, sagði maðurinn. — Mamma þín var komin á kaf í hana. Hún elskar hann, eins og hann er! Það væri synd að segja, að Marty Feldman leikari væri þekktur fyrir glæsileika og kvenhylli. Þó á hann það sameiginlegt með mörgum þekktustu kvikmyndastjörnum heims að hafa kunnað að færa sér útlit sitt í nyt — þótt með nokkuð öðrum hætti sé. Aðalsmerki Martys eru svipbrigði hans og ekki síst kolrangeygt tillit hans. Og hann getur aldrei stillt sig um að láta eins og fífl, allra síst þegar hann er með eiginkonu sinni, Laurettu. Hún kann líka sannarlega að meta hann og veinar úr hlátri yfir tiltektum hans. Hún blátt áfram dáir hann.Sönnun: Hjónaband þeirra hefur enst í rúmlega níu ár. Þau hittust í London, í næturklúbbi, sem var svo illa upplýstur, að þau sáust ekki, fyrr en næsta dag! Og Marty vann gjörsamlega hug og hjarta Laurettu, þegar hann sagði: „Þegar ég var lítill, leit ég út nákvæmlega eins og Shirley Temple.” Hann lítur alltaf á sig sem barn. Ég er þriggja ára,” segir hann. „Sem betur fer er konan mín orðin sjö!” VIKAN. Úigefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaöamenn: Aðalsteinn. Ásb. Sigurðsson, Anna Kristine Magnúsdóttir, Hrafnhildur Sveinsdóttir. Sigurjón Jóhannsson. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn i Siðumúla 12. auglýsingar. afgreiðsla og dreifing i Þverholti 11. simi 27022. Pósthólf 533. Verð i lausasölu kr. 530. Áskriftarverð kr. 2000 pr, mánuð. kr. 6000 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega. eða kr. 11.300 fyrir 26 blöð hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. gjalddagar: Nóvember. febrúar, maí. ágúst. Áskrift i Reykjavík og Kópavogi greiðist mánaðarlega. Ferðaóróinn í algleymingi Þessa dagana eru allir að hugsa um sumarleyfi og ferðalög. og Vikan er engin undantekning á þvi. Við helgum næsta blað að hluta þessum ferðaóróa, sem alla grípur um þetta leyli árs. Við bregðum okkur hinn vinsæla Þingvalla- hring. litum við i Hveragerði. Þrastar- lundi og á Þingvöllum, við skreppum alla leið til Parísar, og sitt hvað fleira af þessu tagi er í næsta blaði. Meira að segja Blái fuglinn og Vikan á neytenda- markaði eru helguð ferðamálunum, og Mest um fólk fjallar um skáta í útilegu. Ný framhaldssaga Myrkrið er eilíft heitir framhaldssaga eftir Eleanor Ross. sem hefst i næsta blaði. Foreldrar Isabel eru látnir, og af einhverjum óskýranlegum ástæðum finnst henni það skylda sin að fara til eyjarinnar, þaðan sem þau voru ættuð. Hún hittir gamla og mjög sérkennilega konu á skipinu, og kona þessi hefur einhvers konar dulræna hæftleika. Isabel fellur í dáleiðsluástand og sér ýmsa ógnvekjandi atburði. I dulmögnuðu andrúmslofti eyjarinnar verður allt skyndilega hættulega raunverulegt. Viðtal við Inga Björn Allir. sem eitthvað fylgjast með islenskri knattspyrnu. kannast við Inga Björn Albertsson. Hann er i hópi bestu knatt- spyrnumanna okkar. og hefur stjómað Valsliðinu i mörgunt spennandi leikjum. Og hinum ungu upprennandi stjörnum i Val þykir áreiðanlega ekki verra að njóta leiðsagnar Inga Bjarnar. en hann þjálfar þá af miklum krafti. Ingi Björn á ekki langt að sækja knattspyrnu- áhugann og leiknina. faðir hans. Albert Guðmundsson. var frægur og dáður hér fyrr á árum. Hallur Hallsson. iþrótta- fréttaritari Dagblaðsins. spjallar við Inga Björn i næsta blaði. I NÆSTU VIKU 27. TBL. VIKAN47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.