Vikan


Vikan - 06.07.1978, Blaðsíða 24

Vikan - 06.07.1978, Blaðsíða 24
Smásaga eftir Sallie Bingham Fram tíðarvon ir Þau elskuðu hvort annað og gátu ekki slitið sambandinu. En gátu þau yfirgefið fjölskyldur sínar, skilið við maka sína, jafnvel farið frá börnum sínum? Var ást þeirra nógu sterk til að þola þá erfiðleika, sem óumflýjanlega fylgja slíkri röskun? AUhöfðu valið kyrrlátt veitingahús við fáfarna götu. Þau vildu ekki sjást saman. Þau sátu í bás andspænis hvort öðru og horfðust í augu, yfirveguðu, hvort þetta samband þeirra væri á mis- skilningi byggt. Var ást þeirra sönn, var samband þeirra einhvers virði? Voru þau ekki á flótta frá raunveruleikanum? — Við höfum aldrei borðað saman fyrr, sagði Sara hugsi. — Það er ekki rétt, sagði Jan — við borðuðum kex og ost eitt sinn á vinnu- stofunni þinni. — Já, — þurrt kex, ég kalla það ekki mat, sagði Sara. Þau horfðu hvort á annað og varð báðum hugsað til litlu vinnustofunnar. Þar var þeirra athvarf, fátæklega búið húsmunum, múrveggur utan við gluggann. í húsinu bjó fleira fólk, t.d. tvær hláturmildar, kínverskar stúlkur, sem ekki virtust hafa neitt fyrir stafni annað en hlusta á tónlist og skapa hávaða, sennilega voru þær at- vinnulausar. — Þú hefur aldrei viljað borða með mér áður, sagði hann. — Þú hefur aldrei boðið mér í mat, svaraði hún brosandi, ekki haft tækifæri til þess og kannski ekki þorandi heldur. Hann hugsaði sig um andartak. — Ertu að meina, að ég hafi átt að bjóða til stórveislu ... — Nei, ég á ekki við neitt svoleiðis, þetta var bara eins og hvert annað grín, sagði Sara. Svo hló hún snöggt. — Mannstu siðast þegar við vorum saman i boði, það var þegar þú faðmaðir mig að þér frammi fyrir öllum. Siðan hefur þú ekki mætt í veislu eða boði. þar sem min var vænst. — Ertu að ásaka mig? — Nei, ensamt... — Við gátum ekki haldið áfram að fara í sömu veislur, hittast með mökum okkar innan um gamla vini. — Auðvitað ekki. Konan þín starði á okkur, og maðurinn minn horfði undan. Fólk heilsast ekki svona venjulega. Þú lyftir mér bókstaflega frá gólfi. Ég flaug í loftið, þú snarnsérist með mig og þrýstir mér að þér, um leið og þú kysstir mig ástúðlega beint á munninn. — Já, en við höfum ekki séð hvort annað i heilan mánuð. Stundum liður alltof langt á milli okkar funda, það veist þú sjálf. — Já, heill mánuður. Ég var þó búin að hringja til þín og grátbiðja þig um miskunn, þú vildir ekki sjálfur. Sagðist vera önnum kafinn, ekki hafa minnstu smugu til aðhittamig. — Þú trúir ekki, þegar ég segist vera upptekinn að sinna sjúklingum minum. Þú heldur. að ég segi það bara til af- sökunar, það er ekki rétt. — Jú, víst trúi ég þér. Þess vegna settist ég sjálf á biðstofuna. Mig langaði til að sjá þetta fólk, sem þú tókst framyfir mig. Víst sá ég, að það voru margir, sem þörfnuðust þin. En eiga þeir meiri rétt? — Ég hefi alltaf sagt, að þú værir seinust á listanum, sagði hann stríðnis- legaoghló. — Seinust á listanum. en fyrst i hjarta þínu? — Svona, drekktu kaffið þitt, sagði hann, — annars þurfum við að tala saman i alvöru. — Já. æi nei. Hún brosti sinu törfandi litla brosi, sem hann átti svo erfitt með að standast. — Jú, við megum víst til. — Ég vil, að við tölum saman.1 endurtók hann alvarlegur í bragði. — Og um hvað á þetta alvarlega samtal að vera? Hún hló. — Er það þess vegna. sem þú ferð með mig á þetta afskekkta veitingahús? — Til að ræða alvörumál? — Við verðum að ræða framtíðina, um hvað við viljum gera. HúN brosti ekki lengur, var orðin alvarleg og áhyggjufull á svip. Hún stakk upp i sig bita af kjötinu, tuggði hægt og horfði hugsi fram fyrir sig. — Höfum við nokkuð val? spurði hún lágt. Hann braut af brauðinu sinu og horfði bliðlega á hana: — Það eru þrir valkostir. 24VIKAN 27. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.