Vikan


Vikan - 06.07.1978, Side 7

Vikan - 06.07.1978, Side 7
Fever-hitasótt Kæri alvitur! Við erum hér tvær vinkonur, og við erum alveg á báðum áttum með orðið „fever". Eru ekki til tvær merkingar af orðinu? Við erum þegar búnar að grafa upp aðra merkinguna, og það er hitasótt. En það hlýtur að vera önnur merking til af orðinu, því það er til kassetta, sem heitir „Saturday Night Fever, ” og það getur ekki átt sér stað, að kassettan heiti á íslensku „Laugardags- nótt hitasótt. ” En nú eru komnar nógar spurningar um orðið „fever, ” og skellum okkur bara í það venjulega. Hvernig eiga hrúts- stelpa og krabbastelpa saman sem vinkonur? Hvaða merki á best við hrútsstelpu af hinu kyninu? En við krabbastelpu? Hvað lestu úr skriftinni? Hvað heldurðu, að við séum gamlar? Jæja, komdu nú ekki með nein móðgunarsvör við bréfi okkar, því okkur fnnst þú móðga marga með svörum þínum. En vertu nú samt svo vinsamlegur að birta bréfð fyrir okkur, gamli, góði vinur (vinkona). Magga og Solla. P.S. Við munum ætíð meta þig mikils, ef þú birtir bréfð okkar. Pósturinn gerir auðvitað allt til að láta meta sig mikils, og þess vegna birti hann bréfið ykkar! í ensk-íslenskri orðabók er orðið „fever” skilgreint á þennan hátt: Hiti, hitasótt, sóttveiki, ofsi. Kassettan „Saturday Night Fever” inniheldur lög úr samnefndri kvikmynd, og í því tilviki merkir orðið „æsingur” eða óróleiki.” Þetta er ekki alveg rétt þýtt, en það er ekki til neitt orð á íslensku, sem nær alveg yfir merkingu orðsins „fever” í þessu sambandi. Þá héti myndin sem sagt: „Óróleiki (eða æsingur) á laugardagskvöldi.” Annars treystir Pósturinn sér eiginlega ekki til að fara að þýða erlend kvikmyndanöfn yfir á íslensku, til þess vantar hann allt hugmyndaflug! Hrútsstelpa og krabbastelpa eiga mjög vel sam- an sem vinkonur, ef þær láta ekki utanaðkomandi aðila trufla samband sitt. Ljónsstrákur eða meyjarstrákur eiga best við hrútsstelpuna, en krabbi, meyja, bogmaður eða fiskur eiga öll vel við krabbastelpuna. Skriftin ber með sér, að þið hafið verið latar við að læra ensku i skólanum, en einnig má lesa úr henni, að þið séuð fremur hugmyndasnauðar. Þið eruð 16-17 ára. Að lokum: Hafi Pósturinn móðgað ein- hvern með svörum sínum, hefur það verið „óvart.” Pennavinlr Kftirtaldir aöilar óska eftir islenskum pennavinum: Miss Hanna Senc/.uk, ul. Bialowieska 35/6, P-54-234 Wroclaw, Polska 19 ára. háskólastúdent. Áhugamál: Frimerkja- söl'nun. Skrifar á pólsku. frönsku. rúss nesku. Miss Marta Olschewski, Pf. 101003, D- 509 I.everkusen, West-Germany 25 ára. háskólastúdent. Skrifar á þýsku. ensku. Irönsku. rússnesku og itölsku. Mr. Karsten Lange, Bei Olschewski, Pf. 101003, D-509 Leverkusen, West- Germany 22 ára nemi. Skrifar á þýsku. ensku og frönsku. Mr. Claus Albrech, bei Olschewski, Pf. 101003, D-509 Leverkusen.West-Germ- any 18 ára nemi. Skrifar á ensku. frönsku. þýsku og itölsku. José Vasco Costa de Sousa, Rua C'idade de Bissau, K.P.A.L. Olivais-Sul, l.isboa 6, Portugal, óskar eftir að skrifast á við stúlkur á aldrinum 19-20 ára. Hann hefur mikinn áhuga á að fræðast um ísland. Áhugamál hans eru frimerkja- söfnun. póstkort og að læra um aðrar þjóðir. fólk og tungumál. Hann er einnig mikið fyrir sund og tónlist. Nancy S. Monaghan, P.O. Box 225 Bondurant, lowa 50035 LJ.S.A. 28 ara bandarisk kona. gift. þriggja barna móðir. óskar eflir að skrifast á við Islendinga á svipuðum aldri. Áhugamál eru m.a. lestur góðra bóka. dýr. „country" og „western" tónlist og handavinna. Svararöllum brél'um. Mr. Alein Socrate, 34 Rue C'dt. L. Bouchet, 92360 Medon La Forét, France, óskar eftir að skrifast á við islenskar stúlkur. Hann er 36 ára. og aðaláhugamál hans eru að eignast pennavini um viða veröld. þar sem hann hefur mikinn áhuga á að kynnast löndum og íbúum þeirra, sögu og lifnaöarháttum. Hann mun svara öllum bréfum. R.T. Murphy, P.O. Box 57732, Webster, Texas, U.S.A. 77598, 36 ára Bandarikjamaður sem óskar eftir að skrifast á við íslendinga. helst stúlkur. Óskar eftir póstkortum af skipum. höfnum og „ferjum," og mun i staðinn senda póstkorl frá Bandarikjunum. Syararöllum bréfum. I.inda B. Finnbogadóttir, Laugarbakka, Miófirði, V-Húnavatnssýslu, óskar eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 10-12 ára. Áhugamál eru hestar. frímerkjasöfnun. tónlist og margt fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi. ef hægter. Hann er hrifinn af henni... Kæri Póstur! Ég hef aldrei skrifað þér áður. Þess vegna vona ég, að þú birtir þetta bréf. Þannig er mál með vexti, að ég er hrifn af strák, sem er jafngamall mér. En hann er hrifnn af annarri stelpu og hún af honum. Elsku Póstur, hvað á ég að gera? Ég get ekki hætt að hugsa um hann. Og .sto þetta venjulega: Hvernig fara saman fskarnir og krabbinn? Hvað lestu úr skriftinni, og hvað heldurðu, að ég sé gömul? Þakka þérfyrir gott blað. Hvernig er stafsetningin? Ein I vanda. Þú getur bara ekkert gert vinan mín. Ef hann er hrifinn af annarri og hún af honum, þá verða þau sennilega saman, a.m.k. um einhvern tíma. Ef það slitnar upp úr hjá þeim, þá geturðu beitt öllum ráðum til að ná í hann, en á meðan svona er, þá er ekkert að gera, nema finna sér annan, ef þú endilega þarft einhvern til að halda í. Það er hægara sagt en gert, en þegar þú ert búin að gefa frá þér vonina um hinn, þá gengur þetta allt miklu betur. Bara engar örvæntingaraðgerðir. Lífið er fleira en strákar! F.skastelpa og krabbastrákur eigi sérstaklega vel saman. Ég neld þú sért jafngömul stráknum, sem þú ert hrifin af!! Stafsetningin er mjög góð, það var ekki ein einasta villa í bréfinu þínu. 27. TBL.VIKAN7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.