Vikan


Vikan - 06.07.1978, Side 17

Vikan - 06.07.1978, Side 17
i I dag: Jacobs barBQ na, hnetum, Fyrst er gengið niður í kjallara til að komast síðan upp á hæðina, sem er raunar jarðhæð við efri götuna. enda er rétturinn afgreiddur fyrir fjóra hið fæsta. Við völdum ekki heldur vínviðarblaðafars. sem var blanda hrísgrjóna, lauks og drydds í vínblöðum, með sterkri sósu og kostaði 18,50 sem forréttur. VIÐ VÖLDUM „MUSACA” OG „KUFTA” Okkur langaði auðvitað til að komast yftr allan matseðilinn, því að hann var einkar spennandi. En við urðum að velja og hafna. Réttina, sem nefndir eru hér að framan, urðum við að geyma til síðari heimsóknar til Jacobs barBQ, er vonandi verður sem fyrst. Við völdum í forrétt ,,musaca" á 18 krónur. Það var ofnbökuð kaka úr nautahakki, kryddi, tómati og tómatsósu. í hinn forréttinn fengum við okkur „kufta" á 17.50. Það var snarpheit stappa úr kjúklinga- bringu, kartöflum, steinselju, lauk, eggjum og kryddi, sem steikt hajði verið sem tveir klattar í olífuolíu. í aðalrétt völdum við okkur enn einn rétt af forrétta- skránni. Það var „aubergine- salat" á 18,50. Það reyndist vera salat úr ofnsteiktri og hakkaðri auberginu með lauk, hvítlauk, steinselju, sesam- fræjum, tómötum og kryddi, borið fram með heitu „pita. ” Samanlagt eru tveir slíkir forréttir fullnægjandi hádegis- verður, sem mundi þá með einni ölflösku kosta tæpar 2000 krónur. í Kaupmannahöfn er það lítið verð fyrir mjög góðan mat. TVÖ „SHISLIK”-SPJÓT OG EITT „KEBAB” Við fengum okkur hins vegar í hinn aðalréttinn „mixed grill” af aðalréttaskránni á 42 krónur. Það voru þrjú steikar- spjót. Eitt var með svínakjöts- bitum og tauk. Annað var með lambakjötsbitum og lauk. Þriðja spjótið var með hökkuðu nautakjöti og lauk. Fyrri spjótin tvö heita „shislik" og þriðja spjótið „kebab. ” Meö þessu voru borin fram pipruö, rauð hrísgrjón, paprikusósa og grænt salat. Af svínakjötinu má sjá, að Jacobs barBQ er ekki rétt- trúaður „Kosher" matstaður. Á eftir völdum við okkur annars vegar ísraelskar, rauðar plómur með ís, þeyttum rjóma, hnetum og rommsírópi á 19 krónur og hins vegar grænar fikjur, einnig með ís, þeyttum rjóma, hnetum og rommsírópi á 19 krónur. Allur var þessi matur ein- staklega góður og léttur í maga, þótt mikill væri. Jacobs barBQ er greinilega staður, sem óhætt er að mæla með. Við prófuðum eina hálf- flösku af ísraelsku Camel Hock h i 'ít\'ini og aöra háfflösku af ísraelsku Carmel A dom Atic rauðvíni. Með eftirréttunum deildum við svo einu glasi af ísraelsku Muscatel sætvíni. Glasið kostaði 8,50 og hvor hálfflaskan kostaði 23 krónur. í heild kostaði þessi veisla 188,50 danskar krónurfyrir tvo eða 4.300 krónur íslenskar á hvorn þátttakanda. Við vorum líka að kynna okkur og lesendum Vikunnar ísraelskan mat og vín. Við venjulegar aðstæður mundum við borða á Jacobs barBQfvrir mun minna fé, 2000-3000 krónur. VAR EKKI ÚR ÍSRAELS- HER Ung oggrönn stúlka, sem minnti á myndir afísraelskum „Haganah" valkyrjum, gekk um beina af miklum dugnaði. Því miður leiddu fvrirspurnir í Ijós, að hún var dönsk í húð og hár, en ekki beint úr ísraelsher. (Jacobs barBQ. Lille Kann- ikestræde 5. s.mi v<~ vV. jonas Krisiiánsson í nœstu viku: Queens Grill. 27. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.