Vikan


Vikan - 06.07.1978, Síða 19

Vikan - 06.07.1978, Síða 19
HLUTI imu gegnt skrifstofubyggingu Stevens. Á miðvikudagskvöld, þegar einhver braust inn í skrifstofu dr. Stevens var hann ein- mitt að fara á vakt. Hann sá tvo men%- fara inn i húsið. Útidyrnar voru læstar, og þeir opnuðu með lykli. Hann hélt að þeir ynnu þarna.” „Bar hann kennsl á þá?” „Hann beriti á mynd af Angeli.” „Angeli átti að vera með flensu og rúmliggjandi á miðvikudaginn.” „Einmitt.” „Hvað með hinn manmnn?” „Varðmaðurinn sá hann ekki greini- lega.” Símsvari stakk í samband hjá einu af óteljandi rauðu Ijósunum. sem blikkuðu á skiptiborðinu, og snéri sér að Bertelli. „Til þín, varðstjóri. Vegalögreglan í New Jersey.” Bertelli greip símtól. „Bertelli hér." Hann lagði við hlustir um stund. „Ertu viss?... Gott! Sendu þangað alla bíla, sem hægt er. Setjið upp vegartálma. Ég vil að þessa svæðis verði fullkomlega gætt. Láttu mig vita .. . Takk.” Hann lagði á og snéri sér að mönnunum tveim. „Við virðumst hafa haft heppnina með okkur þarna. Vegalögregla í New Jersey sá bíl Angelis á hliðarvegi nálægt Orangeburg. Þeir eru að fínkemba svæð- ið núna.” „Dr. Stevens?” „Hann var í bilnum með Angeli. Á lífi. Hafðu engar áhyggjur. Þeir finna þá.” McGreavy dró upp tvo vindla. Hann bauð Sullivan annan, en hann afþakk- aði. McGreavy rétti Bertelli annan vind- ilinn og stakk hinum uppí sig. „Það er eitt, sem vinnur með okkur. Dr. Stevens er ekki feigur.” Hann kveikti á eldspýtu og kveikti í vindlunum tveim. „Ég talaði við vin hans áðan — Dr. Peter Hadley. Dr. Hadley sagði mér að hann hafi farið til að sækja Stevens á skrifstofuna fyrir nokkrum dögum síðan, og komið að Angeli þar, með byssu í hendinni. Ang- eli sagði einhverja þvælu þess efnis, að hann hefði haldið að þetta væri inn- þrotsþjófur. Ég held, að koma dr. Had- leys hafi bjargað lífi Stevens." „Hvernig komust þið fyrst á slóð Ang- elis?” spurði Sullivan. „Það byrjað með nokkrum ábending- um um að hann væri að hræða kaup- menn,” sagði McGreavy. „Þegar ég fór til að tala við þá, þá vildu þeir ekkert segja. Þeir voru hræddir, en ég vissi ekki við hvað. Ég nefndi þetta ekki við Ang- eli. Ég fór bara að fylgjast með ferðum hans. Þegar Hanson morðið átti sér stað, þá kom Angeli og spurði, hvort hann mætti vinna með mér að málinu. Hann kom með einhverja þvælu um það, að hann dáði mig svo mikið og að hann hefði alltaf langað til að verða félagi minn. Ég vissi, að honum gekk eitthvað til. svo ég sló til, eftir að Bertelli varðs- tjóri hafði gefið samþykkti sitt. Það var ekki að undra, að hann vildi vinna að málinu — hann var á kafi í þvi! Um þetta leyti var ég ekki viss um, að dr. Stevens væri ekki viðriðinn morð Han- sons og Carol Roberts, en ég ákvað að nota hann til að koma Angeli í klípu. Ég byggði upp gervimál gegn Stevens, og sagði Angeli að ég ætlaði að koma morð- unum á Stevens. Ég hélt, að ef Angeli héldi að hann væri sloppinn. þá myndi hann slaka á og verða óvarkár.” „Gerði hann þaðekki?” „Nei. Angeli kom mér mikið á óvart með þvi að reyna að halda dr. Stevens frá fangelsi." Sullivan leit undrandi upp. „Hvers vegna?" „Af því að hann var að reyna að koma honum fyrir kattarnef, og gat ekki náð til hans, ef hann var læstur inni.” „Þegar McGreavy jók þrýstinginn,” sagði Bertelli, „þá kom Angeli til mín, og gaf i skyn að McGreavy væri að reyna að koma Stevens inn á fölskum forsend- um.” „Þá urðum við sannfærðir um það, að við værum á réttri leið,” sagði McGreavy. „Stevens réði sér einkaspæj- ara, sem hét Norman Moody. Ég lét at- huga Moody, og komst að þvi, að hon- um hafði lent saman við Angeli áður, þegar Angeli tók skjólstæðing Moodys fastan fyrir fíknilyf. Moody sagði að skjólstæðingur hans hefði verið hand- tekinn á fölskum forsendum. Þegar ég veit það, sem ég veit nú, þá held ég, að Moody hafi haft á réttu að standa.” „Þannig að Moody giskaði á lausn málsins þegar í upphafi.” „Það var nú ekki af tómri heppni. Moody var snjall. Hann vissi, að Angeli var að öllum likindum blandaður i mál- ið. Þegar hann fann sprengjuna í bíl dr. Stevens. þá snéri hann sér til FBI og bað þá um að aðgæta hana.” „Óttaðist hann, að Angeli myndi losa 27. TBL. VIKAN 19*

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.