Vikan


Vikan - 06.07.1978, Blaðsíða 30

Vikan - 06.07.1978, Blaðsíða 30
I tilurð sólóplötu sinnar: „íslenskra fjalla — Kalli Live at Danneckerstrasse”, sem út kom í takmörkuðu upplagi fyrir löngu síðan. Fórum inn í næstu búð og keyptum gítar Kalli: Þetta var nú ekkert merkilegt. Ég var á þriggja daga ferðalagi í Þýskalandi með pabba, og við þurftum að bíða í tvo tíma eftir flugi. Við vissum ekkert, hvað við áttum að gera, á meðan við biðum, og ég minntist á það, að mig hefði alltaf langað til að gera plötu. Pabbi stakk þá strax upp á því að framkvæma það, svo við fórum inn í næstu þúð og keyptum þar gitar. Síðan fórum við heim til pabba, og ég settist við ágætt segulband. sem hann átti, og spilaði inn á það í klukkutíma. Eftir það fórum við með bandið í stúdíó og létum taka það upp og klöppuðum með til þess að fá þetri stemmningu. Platan var svo gefin út í 200 tölusettum eintökum, árituðum af áhorf- endunum tveimur. Ég fullyrði, að engin íslensk plata hefur verið unnin í eins miklum flýti. Blm: Hvað hefur Melchior til málanna að leggja? Melchior: Við erum allir i Ungmenna félaginu Myndavélinni. nenia Óli. Hann er í Kærleiksfélaginu Taðkvörninni og vill ekki láta bendla sig við Myndavélina. Alþjóðlegi myndavéladagurinn er 19. nóvember, og þá höldum við alltaf upp á afmæli félagsins. í fyrra héldum við upp á fimm ára afmæli þess, en ætlum að halda upp á tíu ára afmælið í ár, svo það er útlit fyrir, að félagið nái hárri elli. Æðsta ráð innan félagsins er Smíðaklúbbur Mynda- vélarinnar, en hann fer með framkvæmda- valdið. (Hilmar Oddsson, forseti Smíða- klúbbsins, hneigir sig). Félagatala Mynda- vélarinnar er ekki gefin upp, félagið hefur sendiherra víðsvegar erlendis. Reyndar sóttum við um inngöngu í 3. deild í fótbolta, en var neitað á þeim forsendum, að íþróttahreyfingunni þætti nafnið óvirðulegt. Þeir virða greinilega ekki myndavélar. Hins vegar unnum við Taðkvörnina í handbolta. Það er rétt að taka það fram, að Myndavélin á sér einkennismerki, söng og einkunnarorðin: „Áræði, litmyndir og drengskapur.” Pólitík, náttúrulýsingar og ástamál. Blm: Hvernig er æfingatímum háttað hjá Melchiori? Melchior: Við æfum í hæfilegum skörnmtum. Stundum vel og mikið í einn mánuð og svo lítið næsta mánuð o.s.frv. MYNDAVÉLARSÖNGURINN (Ekki með sínu lagi, heldur, Fyrr var oft í koti kátt). Áfram sveinar, áframfljóð, ungir jafnt sem aldnir. Kyrjum saman kröftugt Ijóð, krafti gleði haldnir. Myndavélarstelpu ’ og -strák stendur hróður víða. Fótbolt, handbolt, skíði, skák, skautar, klúbbar smíða. (Ljóð: Karl Roth Karlsson) Auðvitað æfðum við heilmikið fyrir. plötuna. Blm: Reyndist engum erfiðleikum j bundið að fá útgefanda? Melchior : Nei, Iðunn var fyrsta fyrir- tækið, sem við reyndum hjá. Okkur hafði verið bent á það. Enda erum við ánægðir með útgefandann, því þar er góður skilningur á svona löguðu fyrir hendi. Blm: Að hverju stefnir Melchior í framtíðinni? Melchior: Að verða 50 ára og gefa út fleiri og betri plötur. Við stefnum að því að batna og batna og læra og læra. „Kemst þótt hægt fari.” Blm: En markmið ykkar með flutningi tónlistar? Melchior: Að skemmta okkur sjálfum og vonandi öðrum. Við reynum auðvitað líka að fjalla um efni, sem okkur eru hugstæð. Hilmar: Það skiptist í þrjá kafla: Pólitík, náttúrulýsingar og ástamál. Stutt lög hafa verið einkennandi fyrir tónsmíðar okkar. Karl: Við viljum ekki ofnota melódíur. Gunnar: Bara misnota þær. Blm: Ætliði að halda hljómleika á næstunni? Melchior: Við ætlum að halda hljóm- leika seinni partinn í sumar og vera þá algjörlega með nýtt efni. Hróðmar: Við stöndum og föllum með þessari plötu. Ef hún selst ekki, erum við hættir! Blm: Hvaða spurningu viljiði helst svara? Melchior: Hvar við viljum helst spila. Blm: Samþykkt. Melchior: Við viljum helst spila í mötuneyti Menntaskólans á ísafirði. Til vara skulum við nefna Ísafjarðarbíó. Blm: Hvernig líkur ykkur að vinna í leikhúsinu?’ Melchior: Mötuneytið er gott og ódýrt, og það kemur sér vel fyrir Melchior. Svo höfum við kynnst nýrri hlið á leikhúsinu, bakhliðinni. Blm: Einhvern boðskap hljótiði að flytja íslensku þjóðinni. Melchior: Bakpokinn og svefnpokinn eru hér til reiðu. / Kompásinn og sex- tantinn, allt í einni breiðu. / Húllum-hæ og simmsalabimm, simmsalabimm, simmsala- bimm. / Húllum-hæ og simmsalabimm, simmsalabimm og rútan brunar út úr bænum. (Höf: G. O, J.) Blm: Ogsvð? Melchior: Við viljum þakka öllum, sem stutt hafa við bakið á okkur í baráttunni fyrir tilveruréttinum. Fjölmargir hafa lagt nótt við dag. Svo viljum við mælast ein- dregið til þess, að plakatið verði hengt upp á áberandi stað. Tjaldið. A.Á.S. 30VIKAN 27. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.