Vikan


Vikan - 06.07.1978, Síða 20

Vikan - 06.07.1978, Síða 20
sig við hana, ef hann fengi hana í hend- urnar?” „Það hugsa ég. En einhver gerði mis- tök, og sendi afrit af skýrslunni tii Ang- elis. Þá vissi hann. að Moddy vissi af honum. Fyrsta smugan, sem við feng- um, var þegar Moody nefndi nafnið „Don Vinton"." „„Stóri maðurinn" i Cosa Nostra?" „Jamm. Af einhverri ástæðu ætlaði einhver i Cosa Nostra að gera útaf við Stevens." „Hvernig tengdirðu Angeli við Cosa Nostra?" „Ég fór aftur að tala við kaupmenn- ina. sem Angeli hafði verið að ógna. Þegar ég minntist á Cosa Nostra urðu þeir ofsahræddir. Angeli vann fyrir eina Cosa Nostra fjölskylduna, en hann var orðinn gráðugur og var í smávegis einka- kúgun fyrir sjálfan sig." „Hvers vegna ætti Cosa Nostra að vilja drepa dr. Stevens?" spurði Sullivan. „Ég veit það ekki. Við erum að reyna margar leiðir." Hann varpaði öndinni þreytulega. „Tvennt hefur gengið illa hjá okkur. Angeli slapp frá mönnunum, sem við létum elta hann, og dr. Stevens stakk af frá spitalanum áður en ég gat varað hann við Angeli og veitt honum vernd.” Það kom Ijós á skiptiborðið. Simsvari tók við simtalinu og hlustaði andartak. „Bertelli varðstjóri." Bertelli greip simtólið. „Bertelli hér." Hann hlustaði þögull. og lagði siðan hægt á. Hann snéri sér að McGreavy. „Þeir eru búnir að tapa slóðinni.” TUTTUGASTI OG ANNAR KAFLI. Anthony DeMarco hafði mana. Judd fann fyrir brennandi valdi per- sónuleika hans þvert yfir herbergið líkt og bylgjum, sem brotnuðu á honum eins og eiginlegt afl. Anne var ekki að ýkja, þegar hún sagði að maðurinn hennar væri myndarlegur. DeMarco hafði sígilt rómanskt andlit með fulkomlega mótaðan hliðarsvip, kolsvört augu og aðlaðandi gráar rákir i dökku hárinu. Hann var á miðjum fer- tugsaldri, hávaxinn og spengilegur, og hreyfði sig með iðandi dýrslegum þokka. Rödd hans var djúp og seiðandi. „Má bjóða þér eitthvað að drekka, læknir?” Judd hristi höfuðið. heillaður af manninum, sem hann stóð andspænis. Hver sem væri hefði svarið, að De Marco væri fullkomlega eðlilegur. Töfr- andi maður. hinn fullkomni gestgjafi. sem heilsaði heiðursgesti sínum. Þeir voru fimm I veglega skreyttu bókasafninu: Judd, MeMarco, Angeli, og mennirnir tveir. sem höfðu reynt að drepa Judd i íbúð hans. Rocky og Nick Vaccaro. Þeir höfðu slegið hring um Judd. Hann sá fyrir sér andlit óvina sinna. og fann til einkennilegrar ánægju þess vegna. Loks vissi hann, við hverja hann átti að etja. Ef þar var þá rétt að orði komist. Hann var genginn i gildru Angelis. Enn verra. Hann hafði hringt til Angelis, og boðið honum að koma og sækja sig! Angeli — Júdasinn, sem hafði leitt hann hingað til slátrunar. DeMarco horfði á hann með miklum áhuga og svört augu hans voru rannsak- andi. „Ég hef heyrt mikið um þig,” sagði hann. Judd sagði ekkert. „Þú verður að afsaka, að ég lét flytja þig hingað á þennan hátt. en það er nauðsynlegt að spyrja þig nokkurra spurninga." Hann brosti afsakandi, og hlýjan streymdi frá honum. Judd vissi, hvað nú var í vændum, og hugur hans þaut fram á við. „Um hvað rædduð þið konan min, dr. Stevens?" Judd gerði rödd sina undrandi. „Kon- an þin? Ég þekki ekki konuna þina." DeMarco hristi höfuðið ásakandi. „Hún hefur komið á skrifstofu þína tvisvar í viku síðustu þrjár vikurnar." Judd gretti sig, hugsandi á svip. „Ég hef engan sjúkling, sem heitir De- Marco. . .. ” ANDLIT ÁN GRÍMU DeMarco kinkaði kolli skilningsrikur. „Hún hefur ef til vill notað annað nafn. Kannski nafnið. sem hún bar áður en hún gifti sig. Blake — Anne Blake." Judd gætti þess vandlega að sýna undrun. „Anne Blake?” Vaccaro-bræðurnir tveir færðu sig nær. „Nei," sagði DeMarco hvasst. Hann snéri sér að Judd. Allur vingjarnleiki var af honum strokinn. „Ef þú reynir eitt- hvað að leika með mig, læknir. þá geri ég við þig hluti. sem þú myndir ekki trúa aðóreyndu." Judd leit i augu hans, og trúði honum. Hann vissi. að lif hans hékk á bláþræði. Hann neyddi sig til að þykjast móðg- aður. „Þú getur gert það sem þér þókn- ast. Ég hafði ekki hugmynd um það að Anne Blake væri eiginkona þin, fyrr en rétt i þessu.” „Það gæti verið satt," sagði Angeli. „Hann —." DeMarco virti Angeli ekki viðlits. „Um hvað töluðið þið konan mín i þrjár vikur?" Nú var stund sannleikans upp runnin. Frá þvi andartaki. sem Jud sá bronshan- ann á þaki hússins, féll síðasti bitinn i myndaþrautinni á sinn stað. Anne hafði ekki ætlað að láta kála honum. Hún var fórnarlamb, rétt eins og hann sjálfur. Hún hafði gifst Anthony DeMarco. efn- uðum eiganda byggingafyrirtækis, án þess að hafa hugmynd um það, hver hann i rauninni var. Siðan hlaut eitt- hvað að hafa gerst, sem vakti hjá henni grunsemdir um að maður hennar væri ekki það, sem hann virtist vera, að hann væri flæktur í eitthvað skuggalegt og hræðilegt. Þar sem hún hafði engan til að tala við, snéri hún sér til sálfræðings. ókunnugs manns, sem hún gæti trúað fyrir þessu. En grundvallartryggð hennar við mann sinn hafði varnað henni að tala um leyndarmál manns síns i skrifstofu Judds. „Við ræddum svo sem ekki um margt." sagði Judd rólega. „Konan þin neitaði að segja mér, hvað væri að hjá henni." Svört augu DeMarcos hvildu á hon- um. rannsakandi, tortryggin. „Þú verð- ur að segja mér eitthvað betra en þetta." DeMarco hlaut að hafa fyllst skelf- ingu. þegar hann komst að þvi að kona hans gekk til sálfræðings — kona for- ystumanns i La Cosa Nostra. Það var ekki að undra, að DeMarco hefði drepið til að reyna að ná i skýrslur Anne. „Það eina, sem hún sagði mér," sagði Judd, „var að henni liði illa vegna ein- hvers, en að hún gæti ekki rætt það.” „Það tók tiu sekúndur.” sagði DeMarco. „Ég hef skrá yfir hverja ein- ustu minútu. sem hún eyddi í skrifstofu þinni. Hvað talaði hún um allan þann — Báðuð þér um lítinn leigubíl, herra minn? tíma, sem vantar upp á vikurnar þrjár? Hún hlýtur að hafa sagt þér, hver ég er." „Hún sagði, að þú ættir byggingarfyr- irtæki." DeMarco horfði kuldalega á hann. Judd fann fyrir svitanum. sem perlaði fram á enni hans. „Ég hef verið að lesa mér til um sál- greiningu. læknir. Sjúklingurinn talar um allt, sem honum kemur til hugar." „Það er hluti lækningarinnar," sagði Judd blátt áfram. „Þess vegna gat ég ekkert gert fyrir frú Blake — frú De- Marco. Ég hafði i hyggju að vísa henni frá sem sjúklingi." „En þú gerðir það ekki.” „Ég þurfti þess ekki. Þegar hún kom til mín siðasta föstudag, sagði hún mér. að hún væri á leið til Evrópu." „Anne skipti um skoðun. Hún vill ekki fara með mér til Evrópu. Veistu hvers vegna?” Judd leit á hann. Hann varð raun- verulega undrandi. „Nei.” „Þin vegna, læknir." Hjarta Judds tók kipp i brjósti hans. Hann gætti þess vandlega, að halda rödd sinni hlutlausri. „Ég skil þig ekki." „Auðvitað gerirðu það. Við Anne töl- uðum lengi saman i gærkvöldi. Hún heldur. að hjónaband okkar hafi verið mistök. Hún er ekki lengur hamingju- söm með mér vegna þess að hún heldur að hún sé hrifin af þér." DeMarco hvisl- aði nánast dáleiðandi. „Ég vil. að þú seg- ir mér allt, sem gerðist þegar þið voruð tvö ein í skrifstofu þinni, og þegar hún lá á legubekknum þinum.” Judd reyndi að hafa vald á þeim blönduðu tilfinningum, sem þutu um huga hans. Henni var ekki sama! En að hvaða gagni kom það hvort sem var? DeMarco horfði á hann, og beið svars. „Það gerðist ekkert. Ef þú hefur lesið þér til um sálgreiningu. þá veistu, að allir kvensjúklingar verða fyrir til- finningabreytingu. Fyrr eða siðar halda þær allar. að þær séu ástfangnar af lækninum sinum. Það er bara tímabils- ástand." DeMarco fylgdist náið með honum. ogsvört augu hans störðu í augu Judds. „Hvernig vissirðu, að hún gekk til mín?" spurði Judd kæruleysislega. DeMarco leit andartak á Judd. og gekk siðan að stóru skrifborði þar sem hann tók upp flugbeittan bréfahnif, i lag- inu eins og rýting. „Einn manna minna sá hana fara inn í húsið. Þar eru margir ungbarnalæknar. og þeir héldu, að hún væri máski að leyna mig einhverju i þá áttina. Þeir eltu hana að skrifstofu þinni.” Hann snéri sér að Judd. „Það kom mjög á óvart. Þeir komust að þvi, að hún gekk til sálfræðings. Eiginkona Anthony DeMarco að segja hausalækni frá einkamálum sínum." „Ég sagði þér, að hún hefði ekki — Rödd DeMarco var mjúk. „Com- missione hélt fund. Þeir greiddu atkvæði á þá leið að ég dræpi hana, eins og hvern annan svikara." Hann gekk fram og aft- ur og minnti Judd á hættulegt dýr i búri. 20VIKAN 27. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.