Vikan


Vikan - 31.08.1978, Side 13

Vikan - 31.08.1978, Side 13
l.ouis-XV-borð: 3000 mörk. Steinway-flygillinn seldist fyrir 30.000 mörk. Undir flyglinum er eitt af verðmœtustu mununum sem seldust A uppboöinu, silkigöH- teppi. ◄ mörk. Moðlr Marfu CaHas fékk þessa siff- urmuni. Meneghini keypti ftalska hjöns- rúmifl. Gamli maðurinn er á sí- felldu iði um salinn. Hann staðnæmist andartak fyrir framan málverk eitt, og brosir dapurlega. Gengur áfram að stórkostlegu, itölsku rúmi frá 18. öld, hristir höfuðið. Snýr sér síðan að gamalli kommóðu og tautar eitthvað fyrir munni sér. Er uppboðið hefst, situr hann á fyrsta bekk. Hann strýkur hendinni yfir snjóhvítt hárið, snýr sér að sessunaut sínum og segir: — Það er hræðilegt hvernig þeir fara að þessu. Þeir eru meira að segja svo ósvífnir að bjóða upp rúm- ið, sem María dó í. Þetta nauðungaruppboð á eftirlátnum munum óperu- stjörnunnar Maríu Callas fer fram í Friðarsalnum í glæsihót- elinu „George V” í París. Og hinn hvíthærði, taugaóstyrki gamli maður er Giovanni Batt- ista Meneghini, sem til ársins 1959 var umboðsmaður og eig- inmaður Maríu. Hún yfirgaf hann vegna Onassis, en það gekk ekki átakalaust. Hann vildi ekki missa hana, neytti allra bragða til að halda henni, en allt kom fyrir ekki. Hún snéri aldrei aftur til hans, jafnvel ekki eftir að Onassis gekk að eiga Jackie Kennedy. En á þessu síðdegi í hóteli Georges V., er honum hatur og afbrýðisemi síst í huga. Eftir eru aðeins minningarnar um hin hamingjuríku ár, og þeim ætlar Giovanni Meneghini sér að halda. Jafnvel þó hann þurfi að greiða þær dýru verði. Honum eru slegin málverk, listaverk, kommóður, borð. Og auðvitað rúmið hennar Maríu — fyrir það borgar hann rúm- lega 300.000 mörk. Marga þessara muna hefur hann áður gefið konu sinni. Á þessu uppboði seldust munir fyrir samtals eina millj- óp marka. — Hlægileg upphæð, segir Meneghini. — María var ein af eftirsóttustu gyðjum síns tima. Sjálfur hlýtur hann 1/3 af þessari upphæð, því erfingjar Maríu eru aðeins þrír. Móðir hennar, systir hennar — og Meneghini. 35. TBL.VIKAN 13

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.