Vikan - 31.08.1978, Qupperneq 17
Framhaldssaga
eftir
HAMMOND
INNES
Forsaga:
Neil Blair er kominn suöur i ítölsku
Alpana, I skiðaskála uppi f fjöllum, en
þangað gengur togbraut úr þorpinu.
Hann er atvinnulaus blaðamaður, sem
hefur fengið vinnu hjá gömlum kunn-
ingja úr hernum, Engles að nafni, en
sá er orðinn þekktur kvikmyndaleik-
stjðri. Neii veit ekki vel 1 hverju starflð
er fólgið. Hann á að látast vera að
skrifa kvikmyndahandrit, og ætlar sér
reyndar að gera það, en það skiptir
ekki máli. Aðalstarf hans er að fylgjast
með öllu sem gerist i skálanum, og láta
Engles vita um það. Hann hefur
meðferðis stúlkumynd, og á að svipast
um eftir þeirri, sem hún er af. í fylgd
með Neil er kvikmyndatökumaður, Joe
Wesson, og þeir hafá hitt einn annan
gest, Valdini, ásamt Forelli greifafrú,
sem Neil þykist viss um að sé stúlkan á
myndinni.
]VÆaYNE,” stundi ég. „Reyndi að
drepa mig.” Ég lokaði augunum. Ég var
svo þreyttur.
Eins og í fjarska heyrði ég Joe segja:
„Hlýtur að vera með óráð.”
ítali sagði eitthvað. Ég gat ekki heyrt,
hvað hann var að segja. Ég var ekki með
fullri meðvitund. Ég óskaði þess, að þeir
færu og létu mig sofa í friði. Þá var mér
lyft upp á bakið á einhverjum, og vind-
urinn lék um andlit mitt á ný. Þetta og
takið í handleggjunum kom mér til fullr-
ar meðvitundar. Kinnin á mér kom við
þykkt dökkt hár undir húfu. Ég þóttist
sjá loðið eyrað á manninum. En augu
mín hvíldu á skíðum hans. Hann var
ekki með neina stafi, hann hélt undir
hnésbæturnar á mér og síðan greip hann
undir hendur mínar. Þetta var hálf
óhugnanleg ferð. Ég frétti síðar, að þetta
var leiðsögumaður frá Tre Croci, sem
hafði oft borið slasaða menn á þennan
hátt áður.
„Ég held ég komist áfram sjálfur,”
sagði ég við hann á ítölsku.
„Það líður yfir þig,” sagði hann. „Þú
ert of slappur.”
En ég krafðist þess að fá aö reyna, og
loks stansaði hann og lét mig niður. Þeir
settu á mig skíðin og síðan héldum við
áfram, ég við hliðina á leiðsögumannin-
um. Hann hafði rétt fyrir sér. Það var
alveg að líða yfir mig, og ég var hræði-
lega máttlaus. En úr því ég hafði verið
svona rogginn, varð ég að halda áfram.
En mér létti, þegar ég sá snævi þakið þak
Col da Varda. Það var eins og að koma
heim eftir langferð. Leiðsögumaðurinn
og Joe hjálpuðu mér upp í herbergið
mitt. Þeir færðu mig úr fötunum og
byrjuðu að nudda líkama minn, til þess
að koma blóðrásinni af stað. Ég kenndi
ólýsanlega mikið til í höndunum, þegar
HLUTI
blóðið fór aftur að renna um þær. Síðan
var ég lagður upp í rúm, ásamt nokkrum
hitaflöskum, og ég sofnaði þegar.
Þegar ég vaknaði, stóð Joe yfir mér
með mat á bakka. „Klukkan er rúmlega
tíu,” sagði hann. „Þú ert búinn að sofa í
næstum fjórar klukkustundir. Þú ættir
að fá eitthvað ofan í þig.” Ég settist upp.
Mér leið miklu betur; allur stirður, en
mér leið ekki svo bölvanlega.
Joe gekk að dyrunum. „Komið inn,”
sagði hann :„Hann er vakandi.”
Það var Mayne, sem kom inn. „Guð
minn góður, Blair,” sagði hann. „Það
gleður mig að sjá yður.” Hann settist
óboðinn til fóta í rúminu. „Ég var að
koma frá Carbonin. Ég var fainn aó
örvænta, jiegar við vorum að leita í
skarðinu. Við sáum engin merki eftir
yður. Síðan, þegar við komum aftur, þá
sagði Joe Wesson, að þér væruð fund-
inn. Mér hefur aldrei létt eins mikið. Ég
var orðinn vonlítill. Hvernig líður yður?
Hvað kom fyrirr’
Þetta var ótrúlegt. Þetta viðkunnan-
lega strákslega bros. Það var svo eðlilegt.
En það náði ekki til augnanna. Hin gráu
augu hans voru sviplaus. Þau sögðu mér
ekkert. Eða var þetta ímyndun? Hann
virtist svo ánægður með að sjá mig. Það
var á honum að heyra, að hann væri
glaður að sjá mig aftur. En ég gat ekki
hugsað um annað en sjóvegginn koma
þjótandi á móti mér. „Þér ættuð að vita,
hvað kom fyrir," sagði ég kuldalega.
„Þér sáuð um, að þetta kom fyrir.”
Hann hélt áfram, eins og hann hefði
ekki skilið mig. „Þegar ég kom fyrir
endann á dalnum, sá ég, að ég var
staddur á jökulröndinni. Það var Crist-
allinojökullinn. Ég vissi þá, að við
höfðum beygt of langt til hægri. Ég beið
þar I nokkrar mínútur. Þegar þér birtust
ekki, fór ég að verða kvíðinn. Ég hélt
aftur sömu leið og ég hafði komið. En ég
hafði ekki gert ráð fyrir þvi, að snjórinn
féll svo ört. Loks sá ég ekki för mín leng-
ur. Ég sá hvergi nein spor. Án þeirra gat
ég ekkert. Ég mundi ekki eftir landslag-
inu, vegna þess hve snjórinn var þéttur.
Ég var staddur i ógurlegu
völundarhúsi, eintómum litlum dölum.
Ég leitaði alls staðar. Ég klifraði upp
brekkurnar og kallaði á yður. Að lokum
gafst ég upp og hélt niður að Carbonin-
gistihúsinu. Guð minn góður,” sagði
hann með afsökunarbrosi. „Ég held ég
hafi aldrei verið eins hræddur. Sjáið þér,
mér fannst ég eiga sökina á þessu. Ég
hefði átt að vera nær yður. Hvað kom
eiginlega fyrir?” spurði hann.
Ég var sem þrumu lostinn vegna
35. TBL.VIKAN 17