Vikan


Vikan - 31.08.1978, Qupperneq 31

Vikan - 31.08.1978, Qupperneq 31
WiLLY BREINHOLST o o INI-KRIMMINN f//^v///77?! Maðurinn í hraðlestinni Alpahraðlestin ók hratt í suð- ur gegnum stjörnubjarta nótt- ina. Öðru hverju söng og hvein í járnbrautarteinunum, eins og til að tilkynna hálfsofandi farþeg- unum, að enn ein stöðin lægi nú að baki. í klefa á öðru farrými sátu miðaldra maður og ung stúlka, hvort í sínu horni. Annars var klefinn tómur. Maðurinn virtist órólegur og eirðarlaus, hann var alltaf að líta á úrið sitt, sem var úr gulli. Unga stúlkan reyndi að fela geispann bak við kvenna- blað, sem hún hélt á. Svo fór hún úr skónum, og lagði fæt- urna upp á sætið andspænis sér, um leið og hún teygði sig eftir teppi. Hún vafði því um sig og leit á manninn. — Þér hafið vonandi ekkert á móti því að ég komi mér þægi- lega fyrir, spurði hún. Ég ætla að reyna að sofna. Maðurinn hrökk við, þegar hún ávarpaði hann. Hann reyndi að sýnast rólegur þegar hann svaraði: — Nei, þér ættuð endilega að reyna að sofna. Ég ætla að gera það sama. — Ef þér þurfið ekki á ljós- inu að halda, megið þér gjarnan slökkva, hélt unga stúlkan áfram. Hann stóð á fætur, dró svört gluggatjöldin fyrir gluggann á hurðinni og slökkti ljósið. — Eruð þér ekkert hræddar, spurði hann. Ég á við ... Þér eruð ungar og laglegar. Hvað ef ég gerðist nú nærgöngull og réð- ist á yður ... Þér þekkið mig ekki neitt. Ég gæti verið lestar- þjófur ... eða kynferðisglæpa- maður... — Þér lítið ekki út eins og glæpamaður. Þar að auki veit ég hvar neyðarhemillinn er, og það eru farþegar í næsta klefa. Ég held ég þurfi ekki neitt að vera hrædd. En þakka yður samt fyrir að vara mig við ... Góða nótt. Andartaki síðar steinsvaf stúlkan. Maðurinn sat og hlust- aði á rólegan andardrátt hennar. í hvert skipti, sem hraðlestin þaut framhjá nýrri uppljómaðri stöð, lýsti ljósið upp fagurt and- lit hennar. Hann langaði ákaft til að standa á fætur, þrýsta kossi á rjóðar varir hennar og fara höndum sínum um mjúkan líkamann undir hvítri silkiblúss- unni, en hann hélt aftur af sér. Hann var að vísu að hefja nýtt líf, sem hann ætlaði svo sannar- lega að njóta, en enn var of snemmt að hugsa um slíkt. Hún hafði sagt að hann liti ekki út eins og glæpamaður. Hann kveikti sér í vindlingi. Nei, kannski ekki ... Og þó hafði hann fyrir tæpum tólf tímum síðan tæmt kassann í bankanum sem hann vann í. Hann hafði unnið þar sem gjaldkeri. Og nú lágu næstum 25 milljónir í seðl- um í töskunni hans fyrir ofan sætið. Hann dró reykinn djúpt að sér, og leit enn einu sinni á úr- ið. Guði sé lof, innan klukku- stundar yrði hann kominn yfir landamærin — í öryggið. Hann var ekki hræddur við tollskoð- unina. Þeir leituðu næstum aldrei i töskunum, og hann treysti á heppnina. Og svo væri hann um alla eilífð laus við hið leiðinlega starf sitt í bankanum, sem hann hafði stundað í meira en 17 ár af mestu samviskusemi. Laus við hið slævandi, tilbreytingarlausa fjölskyIdulíf sitt, laus við öll þessi heimskulegu hversdags- störf í litla, heimskulega húsinu, sem leit nákvæmlega eins út og öll hin húsin í hverfinu. Gras- flötina..sem hann þurfti eilíflega að vera að s|á, uppþvottinn, hina óþolandi sjónvarpsdagskrá, eiginkonuna, súra og geðilla, skattana, afborganirnar. Laus við þetta allt saman. Og úti í hinum stóra heimi beið gæfan hans. Lúxushótel. Dansleikir. Vín og villtar meyj- ar. Eftir klukkustund yrði hann kominn í öryggi með 25 millj- óniráséríseðlum. í öryggi? Enginn glæpamað- ur? Skyndilega varð honum ljóst, að hann gæti aldrei fram- kvæmt þessa fyrirætlun sína. Hann fengi aldrei stundlegan frið, peningarnir mundu ekki færa honum neina hamingju. Miklir peningar? Hvað voru í rauninni 25 milljónir í verðbólg- unni? Hann yrði ekki lengi að eyða þeim ... og hvað svo? Gat hann haldið áfram á sömu braut? Nýr glæpur, nýtt rán, ný svik? Hafði hann hæfileika til slíks? Hafði hann ekki einmitt fengið að vita fyrir hálftíma sið- an, að hann liti ekki út eins og glæpamaður? Lítill, snyrtilegur og áreiðanlegur bankastarfs- maður, hann var nú ekki annað en það. Og sennilega væri réttast fyrir hann að halda því bara áfram. Hann drap í vindlingnum og leit á úrið. Hann var búinn að fá nýja hugmynd. Hann ætlaði að hætta við allt saman. Enn hafði hann tækifæri til þess. Hann vildi snúa aftur til fjölskyldulífs- ins, uppþvottarins, grasflatar, konu og krakka, afborgana og alls sem því fylgdi. Hann kveikti á leslampanum yfir sætinu, og blaðaði ákaft í bæklingnum um ferðir lestanna. Eftir 32 mínútur mundi lestin staðnæmast við síð- ustu stöðina innan landamær- anna. Hann gat náð í lest til baka klukkan 5.02. Það þýddi að hann gat verið kominn í bank- ann um klukkan 8:40, rúmum 15 mínútum áður en hitt starfs- fólkið mætti. Fyrir níu yrðu svo peningamir komnir á sinn stað í peningaskápinn, og engan mundi gruna að þeir hefðu verið á heimskulegu ferðalagi með Alpahraðlestinni. Lestin hægði á sér. Maðurinn tók töskuna niður úr netinu, ákveðinn á svip. Hann flýtti sér fram á ganginn. Klukkan 5:02 sat hann í hraðlest.sem var á leið í norðurátt. Klukkan 8:37 stóð hann í litla bankanum, enginn annar var mættur. Hann dró lyklana upp úr vasa sínum til að opna peningaskápinn og leggja peningana á sinn stað. Hann opnaði iöskuna — og varð fyrir því versta áfalli, sem lífið hafði boðið honum upp á hingað til. Taskan var full af kvenfatnaði... Hann hafði tekið ranga tösku i dimmum klefanum. (Þýð. Jóhanna Þráinsdóttir. 35. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.