Vikan


Vikan - 31.08.1978, Page 34

Vikan - 31.08.1978, Page 34
mína. Mann, sem getur þegið og gefið. En eins og samband okkar er, þá ... Nei, ég get ekki látið nota mig, ég þoli ekki þetta ástand lengur. Það var farið að birta af degi, þegar hann ók henni heim. Allt var grátt og ömurlegt. Þegar hún fór út úr bilnum, reyndi hann að taka hana í faðminn, en hún hristi hann af sér og hraðaði sér inn í húsið. Þessu var lokið. Henni kom ekki dúr á auga alla nóttina. örvæntingin heltók hana, hún lá og starði upp í loftið, augun voru þurr og brennandi. Aldrei hafði hún fundið svona sárt til. Henni fannst óbærilegt að hugsa til þess að missa hann. Þetta var alls ólikt því, þegar hún lauk sambandi sínu við Mikael. Það hafði verið léttir að taka loks ákvörðun um að slíta hálf- volgu sambandi, sem hvorugu var til góðs. FaÐIR hennar fann strax, að eitthvað amaði -að. Hún hafði breyst mikið við að kynnast Axel, og hann hafði vonað, að kynni þeirra færðu henni lífsfyllingu og áhuga á lífinu á ný. En nú var hún aftur eins og áður en þau Axel hittust. Þegar vika var liðin, sagði hann við morgunverðarborðið: — Þú ættir að taka þér frí, Súsanna. Farðu eitthvað í ferðalag. —Ég þarf ekkert frí, sagði hún og setti upp ólundarsvip., Hún vissi vel, að hún hagaði sér eins og smákrakki. Þegar hún kom heim um kvöldið, var faðir hennar ókominn heim. Hún fann bréfmiða frá honum, þar sem hann sagðist verða úti um kvöldið. Hún var fegin að geta verið ein, ósjálfrátt varð henni litið í spegilinn í forstofunni og hrökk við, þegar hún sá, hve andlit hennar var þreytulegt og tekið. Ósjálf- rátt leit hún svo á símann. Hringdu til hans, hugsaði hún. Reyndu að vinna hann aftur, vertu ekki svona fordómafull ogbarnaleg.Hún stóð á miðju gólfi, umkomulaus og tvistíg- ■■■ 5 manna bifreiö. Mjög góöir aksturseiginleikar. Framhjóladrifinn, sjálfstœö fjöörun á öllum hjólum, sparneytinn og meö hin viöurkenndu Peugeot gæöi. HAFRAFELL H.F. Vagnhöfða 7, símar: 85211 85505 UMBOÐ A AKURlyHI: Víkingur S^F. Furuvöllum 11. sími: 21670 AST VIÐ FYRSTU SÝN andi. Hún kipptist við, síminn hringdi skyndilega. Hún hikaði, áður en hún tók uppsímtólið. — Halló, sagði hún dauflega. — Halló, það er bara ég, sagði hann og reyndi að vera eðlilegur í rómnum. Súsan kom ekki upp orði. Axel hélt áfram. — Faðir þinn hefur sagt mér, að þú sért á förum, og verðir að heiman I mánuð. Mér datt i hug, hvort við gætum drukkið kveðjuskál einhvers staðar — Hvað segir þú um það? Hugsanimar þutu gegnum höfuðið, henni kom þetta allt á óvart: —Ég veit ekki vel... Hún vissi ekki, hvað hún átti að segja. Ef hún segði honum, að hún væri alls ekki á förum eitt eða annað, myndi hann draga sig i hlé. En nú var hann þama í símanum, hún gat ekki sleppt honum. Loksins, loksins eftir margra daga bið og hugarvíl. Þetta var herbragð föður hennar. Að hann skyldi láta sér detta í hug að segja Axel, að hún væri að fara i ferðalag! Hún var að hugsa um að segja honum, að þetta væri allt saman hreinn tilbúningur, en snérist hugur um leið. Þvi skyldi hún útskýra fyrir honum, hvernig væri I pottinn búið? Best væri að hitta hann núna, láta sem ekkert væri og hverfa svo næstu vikur. Hún hugsaði með sér: Við pabbi bugum hann í sameiningu. Upphátt sagði hún blíðlega: — Takk, ég þigg annars boðið með þökkum. Hvenær hentar þér? — Getum við ekki hist I kvöld? spurði hannákafur. — Nei, en annað kvöld er ég laus og liðug. Hann hugsaði sig um. — Því miður kemst ég alls ekki þá. En hvað með miðvikudaginn? — Það er ágætt, við sláum því þá föstu. í huganum fagnaði hún, og helst hefði hún viljað hitta hann strax. En upphátt sagði hún aðeins: — Við sjáumst þá. GAR faðir hennar kom heim seint um kvöldið, hljóp hún á móti hon- um og faðmaði hann að sér: — Ó, pabbi, mikið ertu þú framtakssamur. Hann brosti vandræðalegur á svipinn. — Tja, hann er duglegasti aðstoðarlæknirinn, en síðustu viku hefur hann verið alveg vonlaus. Gleyminn og utan við sig og ekki til nokkurs gagns. Ég gat mér þess til, hvað væri að og sagði eins og af tilviljun, að þú væri að fara I ferðalag. Hún þrýsti hönd hans og spurði með ákafa: — Er þetta satt? Hefur hann verið utan við sig? Er eins og hann hafi haft áhyggjur af einhverju? Augu hennarljómuðu. — Já, svo sannarlega. Faðir hennar lagði höndina á öxl hennar, og kyssti hana létt á kinnina. Hann tautaði eitthvað fyrir munni sér og hraðaði sér svo upp á loft, hann vildi ekki koma upp um sig. — þá yrði allt unnið fyrir gýg. Endir. — Er hann orðinn tvítugur? 34VIKAN 35. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.